„Hann hatar mig í tvo daga“ Sindri Sverrisson skrifar 18. október 2021 14:31 Astrit Selmani var ekki ánægður með ákvörðun þjálfarans Milos Milojevic en hún virðist þó hafa skilað árangri. EPA/Stina Stjernkvist Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings og Breiðabliks, og lið hans Hammarby gerði erkifjendunum í AIK mikinn óleik í titilbaráttunni í Svíþjóð í gær með 1-0 sigri. Svekktur framherji Hammarby sendi Milosi sneið eftir leikinn. Það kom mjög á óvart að Milos skyldi ákveð að setja sinn aðalframherja, Astrit Selmani, á varamannabekkinn fyrir leikinn. Selmani kom svo inn á eftir 55 mínútna leik og lagði í kjölfarið upp sigurmark leiksins. Selmani viðurkenndi að hann hefði verið mjög vonsvikinn með liðsval þjálfarans: „Þetta er hans ákvörðun. Hann ræður henni. Það sem ég get gert er að koma inn á og breyta hlutunum. Það er mitt starf. Hans starf er að velja lið sem getur unnið. Við sjáum til hvernig þetta verður í næsta leik,“ sagði Selmani. Milos sagði við Discovery+ eftir leik að hann hefði viljað þreyta sterka miðverði AIK. „Ég vildi láta þá elta snögga stráka svo að þeir yrðu þreyttir þegar Astrit kæmi inn á í seinni hálfleik og færi að pressa á þá. Hann stóð sig virkilega vel. Hann hatar mig í tvo daga en ég get alveg tekið því. Ég held að hann verði sáttur með mig eftir leikinn og það er mikilvægast,“ sagði Milos. „Haltu kjafti og spilaðu“ „Hann segist ekki vera ánægður með að fá ekki að spila. Ég segi: „Þú þarft ekki að vera ánægður með að spila ekki en við erum lið. Þetta snýst um 20 leikmenn, ekki bara þig og mig.“ Ég ber ábyrgðina en þegar hann kom inn á þá breytti hann leiknum svo ég er virkilega ánægður með hann,“ sagði Milos. Aðspurður hvað hann myndi segja við Selmani eftir leikinn svaraði Milos: „Haltu kjafti og spilaðu.“ Selmani var spurður hvað honum þætti um það sem Milos sagði, um að hann myndi hata þjálfarann í tvo daga: „Það skilja það allir að maður vill spila í svona grannaslag. Ég held að það sé enginn ánægður með að vera á bekknum í svona leik,“ sagði Selmani en var hæstánægður með sína innkomu. Þess má geta að á meðal stuðningsmanna Hammarby í leiknum voru Valsararnir Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason, fyrrverandi leikmenn sænska liðsins, sem skemmtu sér vel yfir sigrinum. Isländsk stöttning från norra övre i dag #Bajen pic.twitter.com/x5N9jON9fh— Hammarby Fotboll (@Hammarbyfotboll) October 17, 2021 Sænski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Sjá meira
Það kom mjög á óvart að Milos skyldi ákveð að setja sinn aðalframherja, Astrit Selmani, á varamannabekkinn fyrir leikinn. Selmani kom svo inn á eftir 55 mínútna leik og lagði í kjölfarið upp sigurmark leiksins. Selmani viðurkenndi að hann hefði verið mjög vonsvikinn með liðsval þjálfarans: „Þetta er hans ákvörðun. Hann ræður henni. Það sem ég get gert er að koma inn á og breyta hlutunum. Það er mitt starf. Hans starf er að velja lið sem getur unnið. Við sjáum til hvernig þetta verður í næsta leik,“ sagði Selmani. Milos sagði við Discovery+ eftir leik að hann hefði viljað þreyta sterka miðverði AIK. „Ég vildi láta þá elta snögga stráka svo að þeir yrðu þreyttir þegar Astrit kæmi inn á í seinni hálfleik og færi að pressa á þá. Hann stóð sig virkilega vel. Hann hatar mig í tvo daga en ég get alveg tekið því. Ég held að hann verði sáttur með mig eftir leikinn og það er mikilvægast,“ sagði Milos. „Haltu kjafti og spilaðu“ „Hann segist ekki vera ánægður með að fá ekki að spila. Ég segi: „Þú þarft ekki að vera ánægður með að spila ekki en við erum lið. Þetta snýst um 20 leikmenn, ekki bara þig og mig.“ Ég ber ábyrgðina en þegar hann kom inn á þá breytti hann leiknum svo ég er virkilega ánægður með hann,“ sagði Milos. Aðspurður hvað hann myndi segja við Selmani eftir leikinn svaraði Milos: „Haltu kjafti og spilaðu.“ Selmani var spurður hvað honum þætti um það sem Milos sagði, um að hann myndi hata þjálfarann í tvo daga: „Það skilja það allir að maður vill spila í svona grannaslag. Ég held að það sé enginn ánægður með að vera á bekknum í svona leik,“ sagði Selmani en var hæstánægður með sína innkomu. Þess má geta að á meðal stuðningsmanna Hammarby í leiknum voru Valsararnir Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason, fyrrverandi leikmenn sænska liðsins, sem skemmtu sér vel yfir sigrinum. Isländsk stöttning från norra övre i dag #Bajen pic.twitter.com/x5N9jON9fh— Hammarby Fotboll (@Hammarbyfotboll) October 17, 2021
Sænski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Sjá meira