Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var karlmaðurinn við meðvitund þegar hann var fluttur af vettvangi en undirstrikað að um alvarlegt mál væri að ræða.
Þóra Jónsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Mbl.is, að málið sé komið á borð miðlægrar rannsóknardeildar. Árásarmaðurinn hafi verið handtekinn.