Lacazette bjargaði stigi fyrir Arsenal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. október 2021 21:00 Alexandre Lacazette kom inn af varamannabekk Arsenal og jafnaði metin. Catherine Ivill/Getty Images Crystal Palace var hársbreidd frá því að næla í öll þrjú stigin á Emirates-vellinum er liðið mætti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Alexandre Lacazette jafnaði hins vegar metin í blálokin og leiknum því með 2-2 jafntefli. Patrick Vieira, stjóri Palace, var að mæta sínu gamla félagi í kvöld en hann lék með Arsenal hér á árum áður. Það byrjaði ekki byrlega hjá gestunum í kvöld en Pierre-Emerick Aubameyang kom Arsenal yfir eftir aðeins átta mínútna leik og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. 91 - Since making his Arsenal debut (3rd Feb, 2018), Pierre-Emerick Aubameyang has scored 91 goals in 156 appearances - the only Premier League players to score more in all competitions during this period are Mo Salah (109 in 180 games) & Harry Kane (99 in 151 games). Marksman. pic.twitter.com/gz2tbQ5cOI— OptaJoe (@OptaJoe) October 18, 2021 Staðan því 1-0 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Í þeim síðari var allt annað upp á teningnum og ljóst að Vieira hefur lesið yfir hausamótunum á leikmönnum sínum í hálfleik. Christian Benteke jafnaði metin á 50. mínútu eftir að Thomas Partey, miðjumaður Arsenal, tapaði boltanum klaufalega á eigin vallarhelmingi. Jordan Ayew kom boltanum í kjölfarið á Benteke sem fór framhjá Gabriel líkt og hann væri keila áður en hann þrumaði boltanum í netið og staðan orðin 1-1. 4 - Only Jamie Vardy (5) has scored more Premier League goals at the Emirates stadium as a visiting player than Christian Benteke (4). Silenced. #ARSCRY pic.twitter.com/JxIpj9NqmH— OptaJoe (@OptaJoe) October 18, 2021 Varamaðurinn Michael Olise lagði svo boltann á Odsonne Edouard þegar 17 mínútur voru til leiksloka. Edouard lék boltanum að marki áður en hann átti fast skot í slá og inn. Staðan orðin 2-1 og stefndi allt í að það yrðu lokatölur leiksins. Vinstri bakvörðurinn Kieran Tierney komst nálægt því að jafna metin er hann negldi boltanum af öllu afli í slánna á marki Crystal Palace undir lok venjulegs leiktíma. Það var hins vegar komið var fram yfir uppbótartíma þegar boltinn hrökk fyrir fætur varamannsins Alexandre Lacazette innan vítateigs. Frakkanum brást ekki bogalistin og jafnaði metin. Staðan orðin 2-2 og reyndust það lokatölur leiksins. FT: Arsenal 2-2 Crystal PalaceLacazette saves Arsenal from defeat at the death pic.twitter.com/MdhALINY2E— B/R Football (@brfootball) October 18, 2021 Það þýðir að Arsenal er í 12. sæti deildarinnar með 11 stig á meðan Crystal Palace er í 14. sæti með átta stig. Enski boltinn Fótbolti
Crystal Palace var hársbreidd frá því að næla í öll þrjú stigin á Emirates-vellinum er liðið mætti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Alexandre Lacazette jafnaði hins vegar metin í blálokin og leiknum því með 2-2 jafntefli. Patrick Vieira, stjóri Palace, var að mæta sínu gamla félagi í kvöld en hann lék með Arsenal hér á árum áður. Það byrjaði ekki byrlega hjá gestunum í kvöld en Pierre-Emerick Aubameyang kom Arsenal yfir eftir aðeins átta mínútna leik og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. 91 - Since making his Arsenal debut (3rd Feb, 2018), Pierre-Emerick Aubameyang has scored 91 goals in 156 appearances - the only Premier League players to score more in all competitions during this period are Mo Salah (109 in 180 games) & Harry Kane (99 in 151 games). Marksman. pic.twitter.com/gz2tbQ5cOI— OptaJoe (@OptaJoe) October 18, 2021 Staðan því 1-0 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Í þeim síðari var allt annað upp á teningnum og ljóst að Vieira hefur lesið yfir hausamótunum á leikmönnum sínum í hálfleik. Christian Benteke jafnaði metin á 50. mínútu eftir að Thomas Partey, miðjumaður Arsenal, tapaði boltanum klaufalega á eigin vallarhelmingi. Jordan Ayew kom boltanum í kjölfarið á Benteke sem fór framhjá Gabriel líkt og hann væri keila áður en hann þrumaði boltanum í netið og staðan orðin 1-1. 4 - Only Jamie Vardy (5) has scored more Premier League goals at the Emirates stadium as a visiting player than Christian Benteke (4). Silenced. #ARSCRY pic.twitter.com/JxIpj9NqmH— OptaJoe (@OptaJoe) October 18, 2021 Varamaðurinn Michael Olise lagði svo boltann á Odsonne Edouard þegar 17 mínútur voru til leiksloka. Edouard lék boltanum að marki áður en hann átti fast skot í slá og inn. Staðan orðin 2-1 og stefndi allt í að það yrðu lokatölur leiksins. Vinstri bakvörðurinn Kieran Tierney komst nálægt því að jafna metin er hann negldi boltanum af öllu afli í slánna á marki Crystal Palace undir lok venjulegs leiktíma. Það var hins vegar komið var fram yfir uppbótartíma þegar boltinn hrökk fyrir fætur varamannsins Alexandre Lacazette innan vítateigs. Frakkanum brást ekki bogalistin og jafnaði metin. Staðan orðin 2-2 og reyndust það lokatölur leiksins. FT: Arsenal 2-2 Crystal PalaceLacazette saves Arsenal from defeat at the death pic.twitter.com/MdhALINY2E— B/R Football (@brfootball) October 18, 2021 Það þýðir að Arsenal er í 12. sæti deildarinnar með 11 stig á meðan Crystal Palace er í 14. sæti með átta stig.