Klopp veit ekki hvort Salah verði áfram hjá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2021 07:30 Mohamed Salah fagnar einu marka sinna í Meistaradeildinni með þeim Curtis Jones og Jordan Henderson. EPA-EFE/JOSE COELHO Mohamed Salah á sannarlega sviðið hjá Liverpool liðinu þessa dagana en með frábærri frammistöðu leik eftir leik er hann að gera tilkall til þess að vera besti fótboltamaður heims í dag. Það eru frábærar fréttir fyrir stuðningsmenn Liverpool en það eru ekki eins góðar fréttir af framtíð Egyptans hjá félaginu. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp var spurður út í framtíð Salah á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildarleik á móti Atletico Madrid í kvöld. Jurgen Klopp on whether Mo Salah's form makes it easier to solve his contract situation:"I don't know. We will see." pic.twitter.com/ltOLhqeEBe— Anfield Watch (@AnfieldWatch) October 18, 2021 Salah hefur nú skorað í níu af tíu leikjum Liverpool á leiktíðinni og getur skorað í þriðja Meistaradeildarleiknum í röð á Anfield í kvöld. Eftir stórbrotið mark hans og magnaða stoðsendingu í 5-0 sigrinum á Watford í ensku úrvalsdeildinni um helgina þá talað Klopp sjálfur um Salah sem besta leikmann heims. Liverpool hefur verið að framlengja samninga sína við lykilmenn á þessu ári en hefur enn ekki náð samkomulagi við Salah. Núverandi samningur hans rennur út í júní 2023. Klopp veit ekki hvort frammistaða Salah að undanförnu auki líkurnar á nýjum samningi. „Ég veit það ekki. Við verðum að sjá til,“ sagði Jürgen Klopp. Klopp taldi hins vegar vera meiri líkur á því að Salah geti unnið Gullhnöttinn í ár. Klopp was adamant this weekend that Salah is the best player in the world so will Liverpool break their wage structure to keep him around? https://t.co/ZUUigyCK8x— FourFourTwo (@FourFourTwo) October 18, 2021 „Ég hef ekki hugmynd um það hvernig þú ferð af því að vinna Gullhnöttinn. Ef það snýst um að komast í úrslit Meistaradeildarinnar og skora flest mörk þá yrði það erfitt fyrir hann. Ef fólk er að verðlauna frammistöðu manna undanfarin tvö ár þá á hann möguleika að mínu mati,“ sagði Klopp. „Fær hann núna loksins viðurkenningu? Hann hefur alltaf fengið hana hér innanhúss en ég veit ekki með utanaðkomandi viðurkenningu. Eftir þessi tvö mögnuðu mörk þá heldur fólk allt í einu að hann geti verið besti leikmaður heims og það er frekar skrýtið. Hann hefur skorað svona mörk og spilað á þessu ótrúlega háa stigi í mörg ár,“ sagði Klopp. „Mínar áhyggjur snúast fyrst og fremst um að hann spili svona aftur og aftur. Ef þið viljið hrósa honum, gerið það endilega því hann á það skilið en núna skilum við undirbúa okkur fyrir Atletico,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sjá meira
Það eru frábærar fréttir fyrir stuðningsmenn Liverpool en það eru ekki eins góðar fréttir af framtíð Egyptans hjá félaginu. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp var spurður út í framtíð Salah á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildarleik á móti Atletico Madrid í kvöld. Jurgen Klopp on whether Mo Salah's form makes it easier to solve his contract situation:"I don't know. We will see." pic.twitter.com/ltOLhqeEBe— Anfield Watch (@AnfieldWatch) October 18, 2021 Salah hefur nú skorað í níu af tíu leikjum Liverpool á leiktíðinni og getur skorað í þriðja Meistaradeildarleiknum í röð á Anfield í kvöld. Eftir stórbrotið mark hans og magnaða stoðsendingu í 5-0 sigrinum á Watford í ensku úrvalsdeildinni um helgina þá talað Klopp sjálfur um Salah sem besta leikmann heims. Liverpool hefur verið að framlengja samninga sína við lykilmenn á þessu ári en hefur enn ekki náð samkomulagi við Salah. Núverandi samningur hans rennur út í júní 2023. Klopp veit ekki hvort frammistaða Salah að undanförnu auki líkurnar á nýjum samningi. „Ég veit það ekki. Við verðum að sjá til,“ sagði Jürgen Klopp. Klopp taldi hins vegar vera meiri líkur á því að Salah geti unnið Gullhnöttinn í ár. Klopp was adamant this weekend that Salah is the best player in the world so will Liverpool break their wage structure to keep him around? https://t.co/ZUUigyCK8x— FourFourTwo (@FourFourTwo) October 18, 2021 „Ég hef ekki hugmynd um það hvernig þú ferð af því að vinna Gullhnöttinn. Ef það snýst um að komast í úrslit Meistaradeildarinnar og skora flest mörk þá yrði það erfitt fyrir hann. Ef fólk er að verðlauna frammistöðu manna undanfarin tvö ár þá á hann möguleika að mínu mati,“ sagði Klopp. „Fær hann núna loksins viðurkenningu? Hann hefur alltaf fengið hana hér innanhúss en ég veit ekki með utanaðkomandi viðurkenningu. Eftir þessi tvö mögnuðu mörk þá heldur fólk allt í einu að hann geti verið besti leikmaður heims og það er frekar skrýtið. Hann hefur skorað svona mörk og spilað á þessu ótrúlega háa stigi í mörg ár,“ sagði Klopp. „Mínar áhyggjur snúast fyrst og fremst um að hann spili svona aftur og aftur. Ef þið viljið hrósa honum, gerið það endilega því hann á það skilið en núna skilum við undirbúa okkur fyrir Atletico,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sjá meira