Skutu skotflaug á Japanshaf Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2021 08:23 Vegfarandi í Japan gengur fram hjá sjónvarpi með fréttum af skotflaugarskoti Norður-Kóreu. AP/Koji Sasahara Norðurkóreumenn skutu skotflaug í sjóinn undan ströndum Japans í dag. Talið er að flaugin sem var notuð sé hönnuð til að vera skotið á loft frá kafbáti. Herforingjaráð Suður-Kóreu segist hafa séð skammdræga skotflaugina sem var skotið úr hafinu nærri hafnarborginni Sinpo í austanverðu nágrannaríkinu. Japanska varnarmálaráðuneytið telur hins vegar að tveimur skotflaugum hafi verið skotið frá Norður-Kóreu. Í Sinpo hafa Norðurkóreumenn smíðað kafbáta sína og þar hafa þeir einnig þróað skotflaugar til þess að skjóta frá þeim, að sögn AP-fréttastofunnar. Erfiðara er að greina skotflaugar sem er skotið frá eldflaugum. Tilraunir sem Norðurkóreumenn gerðu með skotflaugar frá kafbáti í október árið 2019 benda til þess að þær gætu skotið þeim á nágranna sína í Suður-Kóreu og í Japan. Stjórnvöld í Pjongjang fullyrtu að skotflaugin væri „öflugasta vopn í heimi“ þegar þau kynntu hana í janúar. Fréttir af tilraununum nú komu aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Bandaríkjastjórn bauðst til þess að hefja aftur viðræður um kjarnavopnaáætlun Norður-Kóreu. Refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna banna Norður-Kóreu að gera tilraunir með skotflaugar og kjarnavopn. SÞ telja skotflaugar hættulegri en stýriflaugar þar sem þær geta borið öflugri sprengjur, eru langdrægari og fljúga hraðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Norður-Kórea Hernaður Japan Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Herforingjaráð Suður-Kóreu segist hafa séð skammdræga skotflaugina sem var skotið úr hafinu nærri hafnarborginni Sinpo í austanverðu nágrannaríkinu. Japanska varnarmálaráðuneytið telur hins vegar að tveimur skotflaugum hafi verið skotið frá Norður-Kóreu. Í Sinpo hafa Norðurkóreumenn smíðað kafbáta sína og þar hafa þeir einnig þróað skotflaugar til þess að skjóta frá þeim, að sögn AP-fréttastofunnar. Erfiðara er að greina skotflaugar sem er skotið frá eldflaugum. Tilraunir sem Norðurkóreumenn gerðu með skotflaugar frá kafbáti í október árið 2019 benda til þess að þær gætu skotið þeim á nágranna sína í Suður-Kóreu og í Japan. Stjórnvöld í Pjongjang fullyrtu að skotflaugin væri „öflugasta vopn í heimi“ þegar þau kynntu hana í janúar. Fréttir af tilraununum nú komu aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Bandaríkjastjórn bauðst til þess að hefja aftur viðræður um kjarnavopnaáætlun Norður-Kóreu. Refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna banna Norður-Kóreu að gera tilraunir með skotflaugar og kjarnavopn. SÞ telja skotflaugar hættulegri en stýriflaugar þar sem þær geta borið öflugri sprengjur, eru langdrægari og fljúga hraðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Norður-Kórea Hernaður Japan Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira