Horft til Íslands og Grænlands eftir rafeldsneyti Birgir Olgeirsson skrifar 19. október 2021 09:17 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Á meðan leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna ræða hvert Ísland skuli stefna í nýtingu grænnar orku voru þau mál ofarlega á baugi á Arctic Circle. Forstjóri Landsvirkjunar segir orkuskipti ekki leyst öðruvísi en að virkja meira og að Ísland geti séð Evrópuþjóðum fyrir rafeldsneyti. Orkupskipti snúast um að hætta notkun mengandi jarðefnaeldsneytis í iðnaði og samgöngum og nýta þess í stað eldsneyti sem verður til úr endurnýjanlegri orku. Það yrði gert með knýja bíla með rafmagni og skip með vetni svo dæmi séu tekin. En til að svo gæti orðið hérlendis þarf að virkja meira að mati forstjóra Landsvirkjunar. „Við þurfum að virkja meira, sannarlega, orkuskiptin verða ekki leyst öðruvísi en við virkjum meira,“ segir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.Vísir/Egill Þriðja stoðin Skipafloti Íslands ber ábyrgð á átján prósentum allrar losunar gróðurhúslofttegunda hér á landi. Vetni, ammoníak og metanól gætu komið í staðinn en til að framleiða þá orkugjafa þarf mikla orku. Vatnsaflsvirkjanir eru þar helsti kosturinn sem og vindorka. „Það eru miklir möguleikar. Þetta gæti orðið sterk þriðja stoðin í raforkukerfinu,“ segir Hörður um vindorkuna. Þar er horft til svæða við Búrfellsvirkjun og Blöndurvirkjun. Hins vegar vanti regluverk til að svo gæti orðið. Þessi mál eru ofarlega á baugi á þjóðum í Evrópu. Þær hafa hins vegar ekki jafn mikið aðgengi að endurnýjanlegri orku. „Þau hafa ekki möguleika í endurnýjanlegum orkugjöfum eins og við höfum og aðrar þjóðir hafa. Þau munu þurfa að treysta á innflutning,“ segir Hörður. Vatn, vindur og sól Þessar þjóðir horfi þess vegna til Íslands og Grænlands, sem og svæða þar sem er hægt að framleiða sólarorku. Þar yrðu eyðumerkur ákjósanlegur kostur. Grænlendingar státa af miklu forðabúri af vatnsorku og ætla ekki að leyfa olíuvinnslu. Græn orka sé framtíðin. Rafeldsneytismálin voru ofarlega á baugi á Arctic Circle og verða það einnig á Cop-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi eftir tvær vikur. Hörður telur að það yrði áhugavert að skoða lagningu sæstrengs til Evrópu með Grænlendingum. Ábatinn gæti orðið mikill, ekki bara við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Það voru gerðar miklar stúdíur árið 2012 og 2013 þá kom þetta gríðarlega vel út. Þá hefði þetta skapað hundruð milljarða, miðað við forsendurnar sem voru gefnar þar, í viðbótar arð.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Orkumál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir orkuskipti ekki leyst öðruvísi en að virkja meira og að Ísland geti séð Evrópuþjóðum fyrir rafeldsneyti. Orkupskipti snúast um að hætta notkun mengandi jarðefnaeldsneytis í iðnaði og samgöngum og nýta þess í stað eldsneyti sem verður til úr endurnýjanlegri orku. Það yrði gert með knýja bíla með rafmagni og skip með vetni svo dæmi séu tekin. En til að svo gæti orðið hérlendis þarf að virkja meira að mati forstjóra Landsvirkjunar. „Við þurfum að virkja meira, sannarlega, orkuskiptin verða ekki leyst öðruvísi en við virkjum meira,“ segir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.Vísir/Egill Þriðja stoðin Skipafloti Íslands ber ábyrgð á átján prósentum allrar losunar gróðurhúslofttegunda hér á landi. Vetni, ammoníak og metanól gætu komið í staðinn en til að framleiða þá orkugjafa þarf mikla orku. Vatnsaflsvirkjanir eru þar helsti kosturinn sem og vindorka. „Það eru miklir möguleikar. Þetta gæti orðið sterk þriðja stoðin í raforkukerfinu,“ segir Hörður um vindorkuna. Þar er horft til svæða við Búrfellsvirkjun og Blöndurvirkjun. Hins vegar vanti regluverk til að svo gæti orðið. Þessi mál eru ofarlega á baugi á þjóðum í Evrópu. Þær hafa hins vegar ekki jafn mikið aðgengi að endurnýjanlegri orku. „Þau hafa ekki möguleika í endurnýjanlegum orkugjöfum eins og við höfum og aðrar þjóðir hafa. Þau munu þurfa að treysta á innflutning,“ segir Hörður. Vatn, vindur og sól Þessar þjóðir horfi þess vegna til Íslands og Grænlands, sem og svæða þar sem er hægt að framleiða sólarorku. Þar yrðu eyðumerkur ákjósanlegur kostur. Grænlendingar státa af miklu forðabúri af vatnsorku og ætla ekki að leyfa olíuvinnslu. Græn orka sé framtíðin. Rafeldsneytismálin voru ofarlega á baugi á Arctic Circle og verða það einnig á Cop-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi eftir tvær vikur. Hörður telur að það yrði áhugavert að skoða lagningu sæstrengs til Evrópu með Grænlendingum. Ábatinn gæti orðið mikill, ekki bara við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Það voru gerðar miklar stúdíur árið 2012 og 2013 þá kom þetta gríðarlega vel út. Þá hefði þetta skapað hundruð milljarða, miðað við forsendurnar sem voru gefnar þar, í viðbótar arð.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Orkumál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira