Ástardrama skekur sænska skíðaskotfimiliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. október 2021 11:01 Jesper Nelin og Hanna Öberg kyssast á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang 2018. Þau eru ekki lengur par en leituðu ekki langt yfir skammt að nýjum mökum. getty/Nils Petter Nilsson Ástardramatík hefur raskað jafnvæginu innan sænska landsliðsins í skíðaskotfimi. Hanna Öberg og Jesper Nelin voru eitt af þekktustu pörum vetraríþróttanna. Öberg vann meðal annars til gullverðlauna í einstaklingskeppni skíðaskotfimi á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang fyrir þremur árum. Á sömu leikum var Nelin hluti af sænska liðinu sem vann gull í boðhlaupskeppninni. Leiðir skildu hjá Öberg og Nelin síðasta sumar. Dramatíkin var þá bara rétt að byrja. Öberg byrjaði nefnilega með Martin Ponsiluoma, félaga Nelins í sænska landsliðinu. „Við vorum mjög þétt og samheldið lið. En það er ekki þannig lengur,“ sagði Nelin við Aftonbladet. Ponsiluoma hætti með kærustu sinni, Fanny Johansson, eftir HM í Pokljuka í Slóveníu fyrr á þessu ári og tók saman við Öberg. Skömmu síðar fóru sænsku skíðaskotfimiskapparnir á mót í Tékklandi. Martin Ponsiluoma mundar byssuna á HM í Pokljuka í Slóveníu.getty/Sven Hoppe „Þar var glundroði. Mér leið ekki vel. Það er ekki algengt að vinur þinn byrji með fyrrverandi kærustu þinni. En eftir á að hyggja skil ég það,“ sagði Nelin. „Þetta hefur verið sérstakt en svona er þetta núna. Ég held að öllum finnist þetta ganga ágætlega en ég veit ekki hvort við Martin getum aftur orðið vinir.“ Dramatíkinni var langt því frá lokið því Nelin og Johannsson heilluðust af hvort öðru og eru nú par. Öberg telur að þessi ástarþríhyrningur hafi ekki skapað sundrungu innan sænska skíðaskotfimisliðsins. „Lífið heldur áfram og samband okkar Jespers er gott eins og sakir standa. Mér finnst þetta ganga vel og við erum öll fagfólk þegar við erum saman í landsliðinu,“ sagði Öberg. Skíðaíþróttir Svíþjóð Ástin og lífið Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Sjá meira
Hanna Öberg og Jesper Nelin voru eitt af þekktustu pörum vetraríþróttanna. Öberg vann meðal annars til gullverðlauna í einstaklingskeppni skíðaskotfimi á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang fyrir þremur árum. Á sömu leikum var Nelin hluti af sænska liðinu sem vann gull í boðhlaupskeppninni. Leiðir skildu hjá Öberg og Nelin síðasta sumar. Dramatíkin var þá bara rétt að byrja. Öberg byrjaði nefnilega með Martin Ponsiluoma, félaga Nelins í sænska landsliðinu. „Við vorum mjög þétt og samheldið lið. En það er ekki þannig lengur,“ sagði Nelin við Aftonbladet. Ponsiluoma hætti með kærustu sinni, Fanny Johansson, eftir HM í Pokljuka í Slóveníu fyrr á þessu ári og tók saman við Öberg. Skömmu síðar fóru sænsku skíðaskotfimiskapparnir á mót í Tékklandi. Martin Ponsiluoma mundar byssuna á HM í Pokljuka í Slóveníu.getty/Sven Hoppe „Þar var glundroði. Mér leið ekki vel. Það er ekki algengt að vinur þinn byrji með fyrrverandi kærustu þinni. En eftir á að hyggja skil ég það,“ sagði Nelin. „Þetta hefur verið sérstakt en svona er þetta núna. Ég held að öllum finnist þetta ganga ágætlega en ég veit ekki hvort við Martin getum aftur orðið vinir.“ Dramatíkinni var langt því frá lokið því Nelin og Johannsson heilluðust af hvort öðru og eru nú par. Öberg telur að þessi ástarþríhyrningur hafi ekki skapað sundrungu innan sænska skíðaskotfimisliðsins. „Lífið heldur áfram og samband okkar Jespers er gott eins og sakir standa. Mér finnst þetta ganga vel og við erum öll fagfólk þegar við erum saman í landsliðinu,“ sagði Öberg.
Skíðaíþróttir Svíþjóð Ástin og lífið Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Sjá meira