Skrif Páls Vilhjálmssonar til skoðunar hjá skólanum Jakob Bjarnar skrifar 19. október 2021 11:48 Að sögn Kristins Þorsteinssonar skólameistara hafa skólanum borist á annan tug erinda þar sem gerðar eru athugasemdir við skrif Páls. Fjölbrautarskólinn í Garðabæ/Vísir/Egill Kristinn Þorsteinsson skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ segir að þegar hafi á annan tug erinda borist skólanum vegna skrifa Páls Vilhjálmssonar. Páll starfar sem kennari við skólann en hefur samhliða því vakið athygli fyrir afdráttarlaus skrif á bloggsíðu sína sem svo Morgunblaðið vitnar með reglubundnum hætti í. Sjaldan hafa þó skrif Páls vakið eins hörð viðbrögð og nýlega þar sem Páll taldi staðfest, eftir að Helgi Seljan blaðamaður greindi frá því að hann hefði farið á geðdeild, að fréttaflutningur hans af málefnum Samherja væri þar með ómarktækur. Vísir fjallaði ítarlega um málið í gær. Samfélagsmiðlar og athugasemdakerfi hafa logað eftir að málið kom upp. Kristinn segir í samtali við Vísi að skrifin hafi vissulega verið til umræðu innan Fjölbrautar í Garðabæ og sitt sýndist hverjum. Og þá hafi skólanum borist á annan tug erinda þar sem gerðar eru athugasemdir við skrif Páls. „Þetta er erfitt viðfangs. Hvar lýkur vinnunni og hvar ekki? Það er alltaf að trufla menn svolítið. En við erum að skoða málið og erum rétt byrjuð á því. En erindunum hefur öllum verið svarað á sama veg; að málið sé til skoðunar.“ Störf í voða vegna umdeildra skoðana Umdeilanlegt hlýtur að teljast að menn hætti störfum sínum með að tjá skoðanir en slík tilvik þekkjast: Snorra Óskarssyni, sem kenndur hefur verið við hvítasunnusöfnuðinn í Betel, var sagt upp störfum við Brekkuskóla á Akureyri í júlí 2012 eftir að hann birti pistil á sinni bloggfærslu. Sú uppsögn var dæmd ólögmæt. Þá var Kristinn Sigurjónsson lektor rekinn frá Háskólanum í Reykjavík vegna ummæla sem hann lét falla á lokuðum Facebookhópi. Kristinn kærði málið en hafði ekki erindi sem erfiði fyrir dómsstólum. Málið reyndist mjög umdeilt. Þá er þetta ekki í fyrsta skipti sem skrif Páls eru sett í samhengi við störf hans. Flókið mál úrlausnar Svo virðist sem fólk sé sérlega viðkvæmt fyrir umdeildum skoðunum ef viðkomandi fæst við kennslustörf? „Það er rétt. Og það er til eitthvað sem heita siðareglur kennara sem er að finna á heimasíðu Kennarasambands Íslands. Opnar öllum,“ segir Kristinn. Hann segir jafnframt að málið sé ekki einfalt úrlausnar. „Það er auðvelt að kalla eftir höfði manna og fólk hugsar það ekki til enda hvaða áhrif það hefur á almenna umræðu; ef skoðanir manna geta haft þær afleiðingar. En það liggur ekkert fyrir um hver viðbrögð innan skólans verða, þetta er bara til skoðunar.“ Fjölmiðlar Framhaldsskólar Dómsmál Samfélagsmiðlar Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Páll starfar sem kennari við skólann en hefur samhliða því vakið athygli fyrir afdráttarlaus skrif á bloggsíðu sína sem svo Morgunblaðið vitnar með reglubundnum hætti í. Sjaldan hafa þó skrif Páls vakið eins hörð viðbrögð og nýlega þar sem Páll taldi staðfest, eftir að Helgi Seljan blaðamaður greindi frá því að hann hefði farið á geðdeild, að fréttaflutningur hans af málefnum Samherja væri þar með ómarktækur. Vísir fjallaði ítarlega um málið í gær. Samfélagsmiðlar og athugasemdakerfi hafa logað eftir að málið kom upp. Kristinn segir í samtali við Vísi að skrifin hafi vissulega verið til umræðu innan Fjölbrautar í Garðabæ og sitt sýndist hverjum. Og þá hafi skólanum borist á annan tug erinda þar sem gerðar eru athugasemdir við skrif Páls. „Þetta er erfitt viðfangs. Hvar lýkur vinnunni og hvar ekki? Það er alltaf að trufla menn svolítið. En við erum að skoða málið og erum rétt byrjuð á því. En erindunum hefur öllum verið svarað á sama veg; að málið sé til skoðunar.“ Störf í voða vegna umdeildra skoðana Umdeilanlegt hlýtur að teljast að menn hætti störfum sínum með að tjá skoðanir en slík tilvik þekkjast: Snorra Óskarssyni, sem kenndur hefur verið við hvítasunnusöfnuðinn í Betel, var sagt upp störfum við Brekkuskóla á Akureyri í júlí 2012 eftir að hann birti pistil á sinni bloggfærslu. Sú uppsögn var dæmd ólögmæt. Þá var Kristinn Sigurjónsson lektor rekinn frá Háskólanum í Reykjavík vegna ummæla sem hann lét falla á lokuðum Facebookhópi. Kristinn kærði málið en hafði ekki erindi sem erfiði fyrir dómsstólum. Málið reyndist mjög umdeilt. Þá er þetta ekki í fyrsta skipti sem skrif Páls eru sett í samhengi við störf hans. Flókið mál úrlausnar Svo virðist sem fólk sé sérlega viðkvæmt fyrir umdeildum skoðunum ef viðkomandi fæst við kennslustörf? „Það er rétt. Og það er til eitthvað sem heita siðareglur kennara sem er að finna á heimasíðu Kennarasambands Íslands. Opnar öllum,“ segir Kristinn. Hann segir jafnframt að málið sé ekki einfalt úrlausnar. „Það er auðvelt að kalla eftir höfði manna og fólk hugsar það ekki til enda hvaða áhrif það hefur á almenna umræðu; ef skoðanir manna geta haft þær afleiðingar. En það liggur ekkert fyrir um hver viðbrögð innan skólans verða, þetta er bara til skoðunar.“
Fjölmiðlar Framhaldsskólar Dómsmál Samfélagsmiðlar Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira