Utan vallar: Enginn hlær lengur að Arnari Gunnlaugssyni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. október 2021 10:00 Arnar Gunnlaugsson með tvo stærstu bikarana í íslenskum fótbolta. vísir/hulda margrét Fyrir þremur árum virtist Arnar Gunnlaugsson ekki í miklum tengslum við raunveruleikann þegar hann ræddi um sína fótboltaheimspeki, þá nýtekinn við Víkingi. En núna er hann heitasti þjálfari landsins. „Aðaláskorunin mín verður að kyngja stoltinu. Mig langar að spila vissa tegund af fótbolta og ég er hrifinn af Guardiola, Klopp og þessum sem eru að gera fótboltann hvað skemmtilegastan.“ Þetta sagði Arnar Gunnlaugsson í Sportpakkanum 21. nóvember 2018. Þá var hann búinn að stýra Víkingi í tveimur leikjum. Þeir töpuðust báðir sannfærandi; 8-2 gegn KR og 5-0 gegn Stjörnunni. Vissulega æfingaleikir en byrjunin var ekki góð. Arnar tók við Víkingi haustið 2018 og strax byrjaði hann að tala um að hann vildi spila fótbolta innblásinn af Pep Guardiola og Jürgen Klopp. Hugmyndir hans voru háleitar og það var sannfæringarkraftur í orðum hans en hver var innistæðan? Á þessum tíma hafði Arnar ekki þjálfað í áratug og síðasta aðalþjálfarastarf hans endaði þegar ÍA var um miðja næstefstu deild. Margir brostu því út í annað þegar Arnar fór að tala um Víkingar myndu spila kampavínsfótbolta í anda Guardiolas og Klopps. En núna, þremur árum síðar, hlær enginn að Arnari Gunnlaugssyni. Mikið vatn runnið til sjávar Víkingarnir hans kórónuðu frábært tímabil með því að vinna Skagamenn, 3-0, í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardaginn. Víkingur varð þar með fyrsta liðið í tíu ár til að vinna tvöfalt. Laugardaginn 25. september varð Víkingur Íslandsmeistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár eftir 2-0 sigur á Leikni í Víkinni. Íslandsmeistarabikarinn fór á loft í Víkinni 25. september.vísir/hulda margrét Arnar gerði Víking einnig að bikarmeisturum 2019 og er sigursælasti þjálfari í sögu félagsins. Og hann er tilbeðinn í Traðarlandinu og yrði eflaust gerður að heiðursborgara Fossvogsins ef sú viðurkenning væri veitt. Þá hefur hann verið orðaður við stærri störf, íslenska landsliðið og erlend félagslið. Það hefði verið óhugsandi fyrir ári síðan. Spólum tólf mánuði aftur í tímann. Þegar tímabilið 2020 var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins var Víkingur í 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar með aðeins sautján stig eftir átján leiki. Víkingar unnu aðeins þrjá leiki og síðasti sigurleikurinn kom gegn Skagamönnum 19. júlí. Tíu sigrar í fyrstu fjörutíu deildarleikjunum Tímabilið á undan, 2019, var heldur ekkert frábært í Pepsi Max-deildinni. En bikarmeistaratitilinn, fyrsti titill Víkings í 28 ár, gerði þokkalegt sumar mjög gott. Fyrstu tvö tímabil Arnars við stjórnvölinn vann Víkingur samt einungis tíu deildarleiki af fjörutíu. Víkingar spiluðu oft stórvel þessi tvö tímabil, sérstaklega 2019, en það skilaði litlu. Víkingur vann flesta leiki samkvæmt ef og hefði tölfræðinni en ekki í raunheiminum. Arnar fagnar marki Nikolajs Hansen gegn Val.vísir/hulda margrét En Arnar hafði sáð fræjum í Fossvoginum þótt uppskeran hafi látið á sér standa. Og þar á bæ höfðu menn trú á Skagamanninum og fyrir þetta tímabil skrifaði hann undir nýjan óuppsegjanlegan samning við Víking. Gengi og spilamennska Víkings á undirtímabilinu lofaði góðu þótt engan óraði fyrir því sem átti eftir að gerast í sumar. Víkingi var spáð 7. sæti í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Pepsi Max-deildinni. Létu skellinn ekki skilgreina sig Víkingar byrjuðu tímabilið vel og voru taplausir fram í 10. umferð þegar þeir töpuðu óvænt fyrir nýliðum Leiknismanna í Breiðholtinu, 2-1. Þegar tímabilið var hálfnað var Víkingur í 3. sæti deildarinnar með 22 stig, þremur stigum á eftir toppliði Breiðabliks. En fáir töluðu um strákana hans Arnars sem meistarakandítata. Og meistaravonirnar virtust litlar eftir 4-0 tap fyrir Breiðabliki í toppslag á Kópavogsvelli 2. ágúst. Víkingar byrjuðu þann leik reyndar af gríðarlegum krafti og voru líklegri aðilinn. En eftir tvö mörk á fjórum mínútum hjá Blikum var róðurinn þungur. Þrátt fyrir ljótt tap var engan bilbug á Arnari að finna og hann fann öll réttu orðin í viðtali eftir leikinn. „Það er mikilvægt fyrir okkur að láta þetta ekki skilgreina okkar tímabil. Svona gerist bara. Smáatriðin skipta svo miklu,“ sagði Arnar. Besti talsmaður íslensks fótbolta Einn helsti styrkleiki Arnars sem þjálfara er hvernig hann talar í fjölmiðlum, fyrir, eftir og á milli leikja. Hann er alltaf jákvæður, hreinskilinn, gefur af sér og kemur hlutunum rétt frá sér. Öfugt við marga lítur hann ekki á samskipti við fjölmiðla sem kvöð heldur eðlilegan hluta af starfinu. Og nýtir viðtöl til að koma skilaboðum út í kosmósið, til leikmanna, stuðningsmanna og almennings. Eins og Arnar talaði nokkrum sinnum um varð Víkingur annað lið hjá mörgum fótboltaáhugamönnum og flestir gátu unað þeim að vinna tvöfalt. Enginn þjálfari í Pepsi Max-deildinni, og sennilega íslenskum íþróttum, stendur Arnari framar þegar kemur að þessum þætti og hann er besti talsmaður íslensks fótbolta sem fyrirfinnst. Fórnuðu sér fyrir málstaðinn Stórtapið fyrir Breiðabliki virtist hafa slegið Víking aðeins út af laginu því í næstu umferð misstu þeir unninn leik gegn KA á heimavelli niður í jafntefli. Eftir þann leik voru Víkingar samt bara þremur stigum frá toppnum. Víkingar unnu öruggan sigur á Fylkismönnum í næstu umferð, 0-3, og í leiknum þar á eftir lögðu þeir Íslandsmeistara Valsmanna að velli, 2-1. Þar lagði Sölvi Geir Ottesen höfuðið að veði til að koma í veg fyrir að Valur skoraði. Sú björgun er þegar orðin ódauðleg. Í þessu atviki kjarnaðist kannski breytingin á Víkingi frá síðustu tveimur tímabilum. Víkingar voru miklu þéttari fyrir, vörðust betur og þolgæðið var meira. Víkingur hélt níu sinnum hreinu og fékk aðeins 21 mark á sig í Pepsi Max-deildinni. Frá rómantík í raunsæi Leikstíllinn breyttist líka frá tímabilunum á undan. Víkingar voru minna með boltann, áttu færri skot en voru margfalt skilvirkari en fyrri ár. Þeir fóru úr því að vera rómantíkerar í raunsæismenn án þess þó að tapa skemmtanagildinu. Það var enn gaman að horfa á Víking en þeir voru bara betri en tímabilin á undan. Víkingar áttu síðan eitthvað inni hjá xG guðunum eftir ófarirnar í þeim efnum 2019 og 2020. Arnar var spilandi þjálfari ÍA í tvígang ásamt tvíburabróður sínum, Bjarka.Vísir/Hulda Margrét Svo gekk flest upp hjá þeim eins og öðrum meistaraliðum. Nær allar pílurnar sem Arnar kastaði enduðu í 180 reitnum á spjaldinu. Hvort sem það var að skipta um markvörð þegar sjö umferðir voru eftir eða nota Sölva Geir sem bakvörð. Sölvi Geir átti sitt augnablik gegn Val og Ingvar var frábær á lokakaflanum og vítavörslu hans á Meistaravöllum í næstsíðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar gleymir enginn Víkingur. Nær til allra Þá breyttist Nikolaj Hansen úr rétt svo brúkhæfum framherja í sextán marka mann sem var valinn sá besti í Pepsi Max-deildinni. En Nikolaj var ekki eini leikmaður Víkings sem tók stór skref fram á við frá síðasta tímabili. Sömu sögu er að segja af Erlingi Agnarssyni, Viktori Örlygi Andrasyni, Atla Barkarsyni og Kristali Mána Ingasyni. Sá síðastnefndi var valinn efnilegasti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar og leikur væntanlega ekki mikið lengur hér á landi. Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason kvöddu sem tvöfaldir meistarar.vísir/hulda margrét Arnar hefur sýnt að hann er góður að vinna með ungum leikmönnum og hann virðist einnig ná vel til þeirra eldri. Gömlu mennirnir, Sölvi Geir og Kári Árnason, gáfu allt fyrir málstaðinn og kreistu út síðustu bensín- og blóðdropana á kveðjutímabilinu. Allt ofantalið ber vitni um mátt Arnars sem þjálfara. Hann hefur þorað að tala digurbarkalega og nú látið verkin tala. Og þannig gera þeir bestu. Arnar hefur varað við að á sofna verðinum, eins og Víkingur gerði eftir bikarmeistaratitilinn 2019, og næsta áskorun hans verður að byggja ofan á árangur sumarsins og festa Víking í sessi sem eitt af stóru liðunum í íslenska boltanum. Takist honum það bíða hans stærri verkefni á þjálfaraferlinum. Víkingar - Fullkominn endir er heimildaþáttaröð í fjórum hlutum um Kára Árnason, Sölva Geir Ottesen og ótrúlegan lokasprett knattspyrnusumarsins 2021 þar sem Víkingur varð Íslands- og bikarmeistari. Þættirnir eru frumsýndir á Stöð 2 Sport á laugardögum í desember og sýndir á Stöð 2 og Stöð 2+ á sunnudögum. Áskrift að Stöð 2 Sport kostar frá kr. 3.990 og má kaupa áskrift á stod2.is. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Utan vallar Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
„Aðaláskorunin mín verður að kyngja stoltinu. Mig langar að spila vissa tegund af fótbolta og ég er hrifinn af Guardiola, Klopp og þessum sem eru að gera fótboltann hvað skemmtilegastan.“ Þetta sagði Arnar Gunnlaugsson í Sportpakkanum 21. nóvember 2018. Þá var hann búinn að stýra Víkingi í tveimur leikjum. Þeir töpuðust báðir sannfærandi; 8-2 gegn KR og 5-0 gegn Stjörnunni. Vissulega æfingaleikir en byrjunin var ekki góð. Arnar tók við Víkingi haustið 2018 og strax byrjaði hann að tala um að hann vildi spila fótbolta innblásinn af Pep Guardiola og Jürgen Klopp. Hugmyndir hans voru háleitar og það var sannfæringarkraftur í orðum hans en hver var innistæðan? Á þessum tíma hafði Arnar ekki þjálfað í áratug og síðasta aðalþjálfarastarf hans endaði þegar ÍA var um miðja næstefstu deild. Margir brostu því út í annað þegar Arnar fór að tala um Víkingar myndu spila kampavínsfótbolta í anda Guardiolas og Klopps. En núna, þremur árum síðar, hlær enginn að Arnari Gunnlaugssyni. Mikið vatn runnið til sjávar Víkingarnir hans kórónuðu frábært tímabil með því að vinna Skagamenn, 3-0, í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardaginn. Víkingur varð þar með fyrsta liðið í tíu ár til að vinna tvöfalt. Laugardaginn 25. september varð Víkingur Íslandsmeistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár eftir 2-0 sigur á Leikni í Víkinni. Íslandsmeistarabikarinn fór á loft í Víkinni 25. september.vísir/hulda margrét Arnar gerði Víking einnig að bikarmeisturum 2019 og er sigursælasti þjálfari í sögu félagsins. Og hann er tilbeðinn í Traðarlandinu og yrði eflaust gerður að heiðursborgara Fossvogsins ef sú viðurkenning væri veitt. Þá hefur hann verið orðaður við stærri störf, íslenska landsliðið og erlend félagslið. Það hefði verið óhugsandi fyrir ári síðan. Spólum tólf mánuði aftur í tímann. Þegar tímabilið 2020 var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins var Víkingur í 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar með aðeins sautján stig eftir átján leiki. Víkingar unnu aðeins þrjá leiki og síðasti sigurleikurinn kom gegn Skagamönnum 19. júlí. Tíu sigrar í fyrstu fjörutíu deildarleikjunum Tímabilið á undan, 2019, var heldur ekkert frábært í Pepsi Max-deildinni. En bikarmeistaratitilinn, fyrsti titill Víkings í 28 ár, gerði þokkalegt sumar mjög gott. Fyrstu tvö tímabil Arnars við stjórnvölinn vann Víkingur samt einungis tíu deildarleiki af fjörutíu. Víkingar spiluðu oft stórvel þessi tvö tímabil, sérstaklega 2019, en það skilaði litlu. Víkingur vann flesta leiki samkvæmt ef og hefði tölfræðinni en ekki í raunheiminum. Arnar fagnar marki Nikolajs Hansen gegn Val.vísir/hulda margrét En Arnar hafði sáð fræjum í Fossvoginum þótt uppskeran hafi látið á sér standa. Og þar á bæ höfðu menn trú á Skagamanninum og fyrir þetta tímabil skrifaði hann undir nýjan óuppsegjanlegan samning við Víking. Gengi og spilamennska Víkings á undirtímabilinu lofaði góðu þótt engan óraði fyrir því sem átti eftir að gerast í sumar. Víkingi var spáð 7. sæti í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Pepsi Max-deildinni. Létu skellinn ekki skilgreina sig Víkingar byrjuðu tímabilið vel og voru taplausir fram í 10. umferð þegar þeir töpuðu óvænt fyrir nýliðum Leiknismanna í Breiðholtinu, 2-1. Þegar tímabilið var hálfnað var Víkingur í 3. sæti deildarinnar með 22 stig, þremur stigum á eftir toppliði Breiðabliks. En fáir töluðu um strákana hans Arnars sem meistarakandítata. Og meistaravonirnar virtust litlar eftir 4-0 tap fyrir Breiðabliki í toppslag á Kópavogsvelli 2. ágúst. Víkingar byrjuðu þann leik reyndar af gríðarlegum krafti og voru líklegri aðilinn. En eftir tvö mörk á fjórum mínútum hjá Blikum var róðurinn þungur. Þrátt fyrir ljótt tap var engan bilbug á Arnari að finna og hann fann öll réttu orðin í viðtali eftir leikinn. „Það er mikilvægt fyrir okkur að láta þetta ekki skilgreina okkar tímabil. Svona gerist bara. Smáatriðin skipta svo miklu,“ sagði Arnar. Besti talsmaður íslensks fótbolta Einn helsti styrkleiki Arnars sem þjálfara er hvernig hann talar í fjölmiðlum, fyrir, eftir og á milli leikja. Hann er alltaf jákvæður, hreinskilinn, gefur af sér og kemur hlutunum rétt frá sér. Öfugt við marga lítur hann ekki á samskipti við fjölmiðla sem kvöð heldur eðlilegan hluta af starfinu. Og nýtir viðtöl til að koma skilaboðum út í kosmósið, til leikmanna, stuðningsmanna og almennings. Eins og Arnar talaði nokkrum sinnum um varð Víkingur annað lið hjá mörgum fótboltaáhugamönnum og flestir gátu unað þeim að vinna tvöfalt. Enginn þjálfari í Pepsi Max-deildinni, og sennilega íslenskum íþróttum, stendur Arnari framar þegar kemur að þessum þætti og hann er besti talsmaður íslensks fótbolta sem fyrirfinnst. Fórnuðu sér fyrir málstaðinn Stórtapið fyrir Breiðabliki virtist hafa slegið Víking aðeins út af laginu því í næstu umferð misstu þeir unninn leik gegn KA á heimavelli niður í jafntefli. Eftir þann leik voru Víkingar samt bara þremur stigum frá toppnum. Víkingar unnu öruggan sigur á Fylkismönnum í næstu umferð, 0-3, og í leiknum þar á eftir lögðu þeir Íslandsmeistara Valsmanna að velli, 2-1. Þar lagði Sölvi Geir Ottesen höfuðið að veði til að koma í veg fyrir að Valur skoraði. Sú björgun er þegar orðin ódauðleg. Í þessu atviki kjarnaðist kannski breytingin á Víkingi frá síðustu tveimur tímabilum. Víkingar voru miklu þéttari fyrir, vörðust betur og þolgæðið var meira. Víkingur hélt níu sinnum hreinu og fékk aðeins 21 mark á sig í Pepsi Max-deildinni. Frá rómantík í raunsæi Leikstíllinn breyttist líka frá tímabilunum á undan. Víkingar voru minna með boltann, áttu færri skot en voru margfalt skilvirkari en fyrri ár. Þeir fóru úr því að vera rómantíkerar í raunsæismenn án þess þó að tapa skemmtanagildinu. Það var enn gaman að horfa á Víking en þeir voru bara betri en tímabilin á undan. Víkingar áttu síðan eitthvað inni hjá xG guðunum eftir ófarirnar í þeim efnum 2019 og 2020. Arnar var spilandi þjálfari ÍA í tvígang ásamt tvíburabróður sínum, Bjarka.Vísir/Hulda Margrét Svo gekk flest upp hjá þeim eins og öðrum meistaraliðum. Nær allar pílurnar sem Arnar kastaði enduðu í 180 reitnum á spjaldinu. Hvort sem það var að skipta um markvörð þegar sjö umferðir voru eftir eða nota Sölva Geir sem bakvörð. Sölvi Geir átti sitt augnablik gegn Val og Ingvar var frábær á lokakaflanum og vítavörslu hans á Meistaravöllum í næstsíðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar gleymir enginn Víkingur. Nær til allra Þá breyttist Nikolaj Hansen úr rétt svo brúkhæfum framherja í sextán marka mann sem var valinn sá besti í Pepsi Max-deildinni. En Nikolaj var ekki eini leikmaður Víkings sem tók stór skref fram á við frá síðasta tímabili. Sömu sögu er að segja af Erlingi Agnarssyni, Viktori Örlygi Andrasyni, Atla Barkarsyni og Kristali Mána Ingasyni. Sá síðastnefndi var valinn efnilegasti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar og leikur væntanlega ekki mikið lengur hér á landi. Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason kvöddu sem tvöfaldir meistarar.vísir/hulda margrét Arnar hefur sýnt að hann er góður að vinna með ungum leikmönnum og hann virðist einnig ná vel til þeirra eldri. Gömlu mennirnir, Sölvi Geir og Kári Árnason, gáfu allt fyrir málstaðinn og kreistu út síðustu bensín- og blóðdropana á kveðjutímabilinu. Allt ofantalið ber vitni um mátt Arnars sem þjálfara. Hann hefur þorað að tala digurbarkalega og nú látið verkin tala. Og þannig gera þeir bestu. Arnar hefur varað við að á sofna verðinum, eins og Víkingur gerði eftir bikarmeistaratitilinn 2019, og næsta áskorun hans verður að byggja ofan á árangur sumarsins og festa Víking í sessi sem eitt af stóru liðunum í íslenska boltanum. Takist honum það bíða hans stærri verkefni á þjálfaraferlinum. Víkingar - Fullkominn endir er heimildaþáttaröð í fjórum hlutum um Kára Árnason, Sölva Geir Ottesen og ótrúlegan lokasprett knattspyrnusumarsins 2021 þar sem Víkingur varð Íslands- og bikarmeistari. Þættirnir eru frumsýndir á Stöð 2 Sport á laugardögum í desember og sýndir á Stöð 2 og Stöð 2+ á sunnudögum. Áskrift að Stöð 2 Sport kostar frá kr. 3.990 og má kaupa áskrift á stod2.is.
Víkingar - Fullkominn endir er heimildaþáttaröð í fjórum hlutum um Kára Árnason, Sölva Geir Ottesen og ótrúlegan lokasprett knattspyrnusumarsins 2021 þar sem Víkingur varð Íslands- og bikarmeistari. Þættirnir eru frumsýndir á Stöð 2 Sport á laugardögum í desember og sýndir á Stöð 2 og Stöð 2+ á sunnudögum. Áskrift að Stöð 2 Sport kostar frá kr. 3.990 og má kaupa áskrift á stod2.is.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Utan vallar Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira