Solskjær segir Ronaldo vera að gera allt sem hann geti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2021 16:01 Cristiano Ronaldo spilaði illa í síðasta leik en það er von á einhverju frá honum í kvöld. EPA-EFE/Peter Powell Ef það eru einhverjir sem hafa fengið á sig meiri gagnrýni en aðrir eftir slæmt gengi Manchester United að undanförnu þá eru það knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær og súperstjarnan Cristiano Ronaldo. Ronaldo hefur ekki skorað í þremur deildarleikjum í röð og Manchester United hefur aðeins náði í eitt stig samanlagt út úr þeim. Ronaldo fann sig engan veginn í síðasta leik á móti Leicester City sem tapaðist 4-2 um síðustu helgi. Eftir hann voru sumir að gagnrýna Ronaldo fyrir að vera ekki nógu duglegan í pressunni. Ole Gunnar Solskjær ræddi þetta á blaðamannafund fyrir Meistaradeildarleikinn á móti Atlanta í kvöld. Hann kom sínum manni til varnar. „Við erum með ellefu leikmenn inn á vellinum og hver þeirra hefur mismunandi hlutverk og ábyrgð á ólíkum hlutum. Við setjum lið út á völlinn sem við trúum að muni færa okkur sigur í þeim leik,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Við unnum ekki á móti Leicester og þá kemur alltaf gagnrýni. Cristiano er algjör toppleikmaður og við vitum hvað hann getur gert fyrir okkur. Hann er að gera allt sem hann getur til að hjálpa liðinu,“ sagði Solskjær. Sky Sports tók líka saman tölfræði um hlaup og spretti Ronaldo og þar kemur í ljós að hann er með svipaðar tölur og bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í hans stöðu. Ronaldo hleypur 9,3 kílómetra á hverjar níutíu mínútur og tekur 15,1 spretti á sama tíma. Ronaldo er að hlaupa næstum því jafnmikið og Mo Salah hjá Liverpool og meira en Romelu Lukaku hjá Chelsea. Hann er líka að taka fleiri spretti en Harry Kane hjá Tottenham og Lukaku. Það má sjá ummæli Solskjær og þessa tölfræði hér fyrir neðan. "He's doing everything he can do to help the team." Ole Gunnar Solskjaer defends Cristiano Ronaldo after the striker received criticism for "not running" pic.twitter.com/9LxCpHvN88— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 20, 2021 Leikur Manchester United og Atalanta verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.50. Á undan verður upphitun fyrir Meistaradeildarkvöldið frá klukkan 18.15 og eftir leikinn verða Meistaradeildarmörkin á dagskrá á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira
Ronaldo hefur ekki skorað í þremur deildarleikjum í röð og Manchester United hefur aðeins náði í eitt stig samanlagt út úr þeim. Ronaldo fann sig engan veginn í síðasta leik á móti Leicester City sem tapaðist 4-2 um síðustu helgi. Eftir hann voru sumir að gagnrýna Ronaldo fyrir að vera ekki nógu duglegan í pressunni. Ole Gunnar Solskjær ræddi þetta á blaðamannafund fyrir Meistaradeildarleikinn á móti Atlanta í kvöld. Hann kom sínum manni til varnar. „Við erum með ellefu leikmenn inn á vellinum og hver þeirra hefur mismunandi hlutverk og ábyrgð á ólíkum hlutum. Við setjum lið út á völlinn sem við trúum að muni færa okkur sigur í þeim leik,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Við unnum ekki á móti Leicester og þá kemur alltaf gagnrýni. Cristiano er algjör toppleikmaður og við vitum hvað hann getur gert fyrir okkur. Hann er að gera allt sem hann getur til að hjálpa liðinu,“ sagði Solskjær. Sky Sports tók líka saman tölfræði um hlaup og spretti Ronaldo og þar kemur í ljós að hann er með svipaðar tölur og bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í hans stöðu. Ronaldo hleypur 9,3 kílómetra á hverjar níutíu mínútur og tekur 15,1 spretti á sama tíma. Ronaldo er að hlaupa næstum því jafnmikið og Mo Salah hjá Liverpool og meira en Romelu Lukaku hjá Chelsea. Hann er líka að taka fleiri spretti en Harry Kane hjá Tottenham og Lukaku. Það má sjá ummæli Solskjær og þessa tölfræði hér fyrir neðan. "He's doing everything he can do to help the team." Ole Gunnar Solskjaer defends Cristiano Ronaldo after the striker received criticism for "not running" pic.twitter.com/9LxCpHvN88— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 20, 2021 Leikur Manchester United og Atalanta verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.50. Á undan verður upphitun fyrir Meistaradeildarkvöldið frá klukkan 18.15 og eftir leikinn verða Meistaradeildarmörkin á dagskrá á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn