„Hvers vegna að vakna á Íslandi ef þú getur vaknað í Napolí?“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 23. október 2021 10:00 Mótorhjólið er aðalfarartæki Vilhjálms Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns frá apríl til október enda segir hann það góða byrjun á deginum að vera aðeins 10 mínútur á leið til vinnu í staðinn fyrir að vera 30-40 mínútur. Vilhjálmur dvelur annars langdvölum í Napólí á Ítalíu. Vísir/Vilhelm Hæstaréttarlögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segist vera allt múlígt maður á lögfræðiskrifstofunni sinni en segir vinnutímann oftast stjórnast af öðrum en honum sjálfum. Vilhjálmur dvelur langdvölum í Napólí á Ítalíu og segir að sá sem ekki elskar þá borg eigi hreinlega eftir að læra að elska lífið eða hefur farið of oft til Tenerife. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Heyrðu ég vakna klukkan sjö, reyndar líka um helgar. Ég vakna bara yfirleitt alltaf klukkan sjö. Það eru öll þessi ár held ég. Þau virðast vera komin til að vera. Eða eins og Stuðmenn sungu „Og eftir því sem árin færast yfir, takk fyrir”. Merkilegt hvað maður kann að meta litlu hlutina í lífinu betur með árunum. Einstöku sinnum ríf ég mig upp klukkan hálf sex og mæti í hjólatíma í World Class á Tjarnarvöllum klukkan sex hjá henni Helgu Kristínu. Hún er frábær þjálfari. En mætti að ósekju spila meiri Nick Cave í tímum. Mér skilst reyndar að ég sé einn um þá skoðun. Sem ég neita reyndar að trúa. Það ættu allir að hafa smá Nick Cave í sínu lífi. Og ef ég er að fara í málflutning þá vakna ég yfirleitt líka klukkan hálf sex og tek lokarennsli á málinu sem ég er að fara að flytja í það skiptið.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég byrja alla morgna á hugleiðslu og yoga. Svo fæ ég mér spirulínu boost og á netfund með markþjálfanum mínum um verkefni dagsins. Þá er ég klár í slaginn og daginn … … en nei að öllu gamni slepptu þá leiðist mér rútína. Dagarnir byrja því með jafn misjöfnum hætti og þeir eru margir. Stundum tek ég stutta vinnutörn áður en ég vek prinsinn og kem honum skólann. Ef sá gállinn er á mér þá ég að það til að detta á æfingu, annað hvort heima eða í World Class. Þá á ég það til að rjúka beint í sund í Garðabænum eða Sundhöll Reykjavíkur. Ég á reyndar orðið árskort í sund í tveimur bæjarfélögum. Það er klárlega ekki kúl. En frábært fyrir heilsuna. Ég hef óbilandi trú á gufuböðum og heitum pottum fyrir líkamlega og andlega heilsu. Hvað sem líður óbeit minni á rútínu þá gái ég alltaf til veðurs þegar ég vakna. Það er samt eingöngu af praktískum ástæðum og snýst um það hvort að ég fari á mótorhjólinu eða bílnum í vinnuna. Reyndar verður hjólið nánast alltaf fyrir valinu þó að veðrið sé válynt. X-diavelinn er því mitt aðalfarartæki frá sirka apríl til október. Það er gott start inn í daginn að vera 10 mínútur í vinnuna en ekki 30-40 mínútur. Svo gerir aukið súrefni öllum gott.“ Hvers vegna Napólí á Ítalíu? Ég spyr á móti. Hvers vegna að vakna á Íslandi ef þú getur vaknað í Napolí? Svarið er augljóst það er engin ástæða til þess. Napolí er paradís. Gull af borg. Þar sem lífsgleðin hefur alltaf yfirhöndina yfir daglegt amstur og áhyggjur líðandi stundar. Napolí er borg andstæðna. Suðupottur þar sem öllur ægir saman, ríkidæmi og fátækt, menntun og andlegri örorku, dugnaði og leti, hámenningu og lágmenningu, fegurð og ljótleika, sem við lok dags gerir Napoli að Napoli og borgarbúa að Napoletani sem eiga lítið skylt við Ítali og Ítalíu nema landsliðið í fótbolta. Það er ekki hægt að hugsa sér meira hrós úr munni innfæddra en: Tu sei uno di noi. Eða þú ert einn af okkur. Það yljar meira en sólin. Öllu þessu til viðbótar er það svo sólin, sjórinn, Maradona, maturinn og vínið og ef það er ekki nóg þá eru eyjarnar þrjár, Ischia, Capri og Procida ásamt Amalfi ströndinni handan við hornið. Því þegar öllu er á botnin hvolft þá á sá sem elskar ekki Napolí eftir að læra að elska lífið eða hefur farið of oft til Tenerife og Hörður Bess; for the record þá eru þessum orðum ekki beint að þér. Bara alls ekki.“ Vilhjálmur segir aðra oft skipuleggja tímann hans, til dæmis dómstóla. Hann notar Google Apps til að halda utan um skipulagið en segir þó ekkert koma í stað daglega handskrifaða verkefnalistans, það sé góð tilfinning að sjá mál hverfa af listanum í lok vinnudags.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Mörgum eins og alltaf. Ég held að alla lögmenn dreymi um það geta mætt á office og verið að vinna í einu máli yfir daginn. Það mun aldrei gerast. Þess vegna fer stór hluti af vinnu lögmannsins fram utan hefðbundins vinnutíma. Þá fylgir það starfinu að vera sífellt að vinna í kapphlaupi við tímafresti sem aðrir hafa ákveðið. Þannig eru það dómstólarnir sem ráða því að stærstum hluta hvaða verkefnum ég er að sinna á hverjum tíma. En eins og stendur er ég að reka mál fyrir fimm dómstólum/dómstigum. Héraðsdómi, Landsrétti, Hæstarétti, Endurupptökudómi og mannréttindadómstól Evrópu þar sem ég er með þrettán mál til meðferðar. Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Eins og ég kom inn á hér áðan er það oftast vinnan sem skipuleggur mig. Það er einfaldlega ekkert val. Fresturinn til þess að skila greinargerð og þingfesta mál rennur einfaldlega út á tilteknum degi og ef það er ekki gert þá getur það valdið réttarspjöllum. Ég nota Google Apps til þess að skipuleggja og vinna það sem ég þarf að gera og væri í verulegum vandræðum ef ég hefði ekki dagbókina alltaf við hendina í símanum. Að því sögðu þá held ég enn í þann sið að vera með handskrifaðann lista yfir þau verkefni sem ég þarf að sinna og skila af mér hverju sinni. Engin „vélritaður” listi getur komið í staðinn fyrir þann handskrifaða og engu verkefni er raunverulega lokið nema að að það hafi verið yfirstrikað á handskrifaða listanum. Ég veit ekki hvers vegna en þetta einhvern veginn raungerir hlutina hjá mér og það er ótrúlega góð tilfinning að sjá mál hverfa af listanum í lok vinnudags. Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Klárlega allt of seint eða um klukkan eitt. En ég er að reyna að breyta því. Það gengur hins vegar illa. Ástæðan er líklega sú að mér finnst bæði tíminn síðla kvölds og snemma morguns algjörlega ómissandi. Svo líklega er það mér fyrir bestu að hætta að berja höfðinu við steininn og sætta mig við að sex tíma svefninn er kominn til að vera. Hvað sem líður kenningunni um að svefn er allt sem þarf.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir „Ég byrja á því að setja löppina utan um Bjössa minn“ Svava Johansen, forstjóri og eigandi NTC ehf., byrjar daginn á kúri með því að setja löppina utan um eiginmanninn. Hún leggur áherslu á að taka vel á móti hverjum degi; Býður góðan daginn og tekur eftir því ef sólarglæta skín inn um gluggann. 16. október 2021 10:00 Ætlaði að verða atvinnumaður í fótbolta en skemmtanahaldið heillaði Tómas Númi Sigurðsson rekstrarstjóri Pablo Discobar hvetur landsmenn hreinlega til að dusta rykið af dansskónnum, drífa sig í glimmergallann og skella sér á diskó en skemmtistaðurinn Pablo Discobar opnaði á ný um síðustu helgi. Þegar Tómas var gutti ætlaði hann að verða atvinnumaður í fótbolta þegar hann yrði stór. 9. október 2021 10:00 Liðin tíð að vaka frameftir og allt betra eftir fjölskyldusund Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, vaknar snemma og klárar helst hreyfingu dagsins á „ókristilegum tíma“ að eiginmanninum finnst. Hún segir það liðna tíð að geta vakað lengi fram eftir, reynir að vera með fyrri part vinnuvikunnar þyngri en síðari hlutann og í uppáhaldi eru sundferðir fjölskyldunnar. Þar stendur Sundhöll Reykjavíkur meðal annars upp úr, sem Ásta upplifir eins og að fara í sund á safni. 25. september 2021 10:00 „Ég er eiginlega bara partí plötusnúður“ Kristján Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Fiskikóngsisn og Heitirpottar.is, segist vakna á nóttunni enda vekjaraklukkan stillt á rúmlega klukkan fimm. Þá þarf að huga að hvernig bátum hefur gengið að afla. Eitt það skemmtilegasta sem Kristján gerir er að vera plötusnúður og skemmta fólki. 2. október 2021 10:00 „Það eru bara fyrstu tvö skrefin sem eru erfið“ Unnur Guðrún Pálsdóttir, sem alltaf er kölluð Lukka, viðurkennir að vinnan í Greenfit á hug hennar allan. Hún segir markmið Greenfit að bjarga heilbrigðiskerfinu og fjárhag landsmanna því þar er viðskiptavinum kennt að lesa lykiltölur sínar varðandi heilsu. Sjálf elskar hún þennan árstíma þegar haustið er að byrja. Sérstaklega þá morgna þegar hún vaknar snemma og skellir sér út að hjóla. 11. september 2021 10:01 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Heyrðu ég vakna klukkan sjö, reyndar líka um helgar. Ég vakna bara yfirleitt alltaf klukkan sjö. Það eru öll þessi ár held ég. Þau virðast vera komin til að vera. Eða eins og Stuðmenn sungu „Og eftir því sem árin færast yfir, takk fyrir”. Merkilegt hvað maður kann að meta litlu hlutina í lífinu betur með árunum. Einstöku sinnum ríf ég mig upp klukkan hálf sex og mæti í hjólatíma í World Class á Tjarnarvöllum klukkan sex hjá henni Helgu Kristínu. Hún er frábær þjálfari. En mætti að ósekju spila meiri Nick Cave í tímum. Mér skilst reyndar að ég sé einn um þá skoðun. Sem ég neita reyndar að trúa. Það ættu allir að hafa smá Nick Cave í sínu lífi. Og ef ég er að fara í málflutning þá vakna ég yfirleitt líka klukkan hálf sex og tek lokarennsli á málinu sem ég er að fara að flytja í það skiptið.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég byrja alla morgna á hugleiðslu og yoga. Svo fæ ég mér spirulínu boost og á netfund með markþjálfanum mínum um verkefni dagsins. Þá er ég klár í slaginn og daginn … … en nei að öllu gamni slepptu þá leiðist mér rútína. Dagarnir byrja því með jafn misjöfnum hætti og þeir eru margir. Stundum tek ég stutta vinnutörn áður en ég vek prinsinn og kem honum skólann. Ef sá gállinn er á mér þá ég að það til að detta á æfingu, annað hvort heima eða í World Class. Þá á ég það til að rjúka beint í sund í Garðabænum eða Sundhöll Reykjavíkur. Ég á reyndar orðið árskort í sund í tveimur bæjarfélögum. Það er klárlega ekki kúl. En frábært fyrir heilsuna. Ég hef óbilandi trú á gufuböðum og heitum pottum fyrir líkamlega og andlega heilsu. Hvað sem líður óbeit minni á rútínu þá gái ég alltaf til veðurs þegar ég vakna. Það er samt eingöngu af praktískum ástæðum og snýst um það hvort að ég fari á mótorhjólinu eða bílnum í vinnuna. Reyndar verður hjólið nánast alltaf fyrir valinu þó að veðrið sé válynt. X-diavelinn er því mitt aðalfarartæki frá sirka apríl til október. Það er gott start inn í daginn að vera 10 mínútur í vinnuna en ekki 30-40 mínútur. Svo gerir aukið súrefni öllum gott.“ Hvers vegna Napólí á Ítalíu? Ég spyr á móti. Hvers vegna að vakna á Íslandi ef þú getur vaknað í Napolí? Svarið er augljóst það er engin ástæða til þess. Napolí er paradís. Gull af borg. Þar sem lífsgleðin hefur alltaf yfirhöndina yfir daglegt amstur og áhyggjur líðandi stundar. Napolí er borg andstæðna. Suðupottur þar sem öllur ægir saman, ríkidæmi og fátækt, menntun og andlegri örorku, dugnaði og leti, hámenningu og lágmenningu, fegurð og ljótleika, sem við lok dags gerir Napoli að Napoli og borgarbúa að Napoletani sem eiga lítið skylt við Ítali og Ítalíu nema landsliðið í fótbolta. Það er ekki hægt að hugsa sér meira hrós úr munni innfæddra en: Tu sei uno di noi. Eða þú ert einn af okkur. Það yljar meira en sólin. Öllu þessu til viðbótar er það svo sólin, sjórinn, Maradona, maturinn og vínið og ef það er ekki nóg þá eru eyjarnar þrjár, Ischia, Capri og Procida ásamt Amalfi ströndinni handan við hornið. Því þegar öllu er á botnin hvolft þá á sá sem elskar ekki Napolí eftir að læra að elska lífið eða hefur farið of oft til Tenerife og Hörður Bess; for the record þá eru þessum orðum ekki beint að þér. Bara alls ekki.“ Vilhjálmur segir aðra oft skipuleggja tímann hans, til dæmis dómstóla. Hann notar Google Apps til að halda utan um skipulagið en segir þó ekkert koma í stað daglega handskrifaða verkefnalistans, það sé góð tilfinning að sjá mál hverfa af listanum í lok vinnudags.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Mörgum eins og alltaf. Ég held að alla lögmenn dreymi um það geta mætt á office og verið að vinna í einu máli yfir daginn. Það mun aldrei gerast. Þess vegna fer stór hluti af vinnu lögmannsins fram utan hefðbundins vinnutíma. Þá fylgir það starfinu að vera sífellt að vinna í kapphlaupi við tímafresti sem aðrir hafa ákveðið. Þannig eru það dómstólarnir sem ráða því að stærstum hluta hvaða verkefnum ég er að sinna á hverjum tíma. En eins og stendur er ég að reka mál fyrir fimm dómstólum/dómstigum. Héraðsdómi, Landsrétti, Hæstarétti, Endurupptökudómi og mannréttindadómstól Evrópu þar sem ég er með þrettán mál til meðferðar. Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Eins og ég kom inn á hér áðan er það oftast vinnan sem skipuleggur mig. Það er einfaldlega ekkert val. Fresturinn til þess að skila greinargerð og þingfesta mál rennur einfaldlega út á tilteknum degi og ef það er ekki gert þá getur það valdið réttarspjöllum. Ég nota Google Apps til þess að skipuleggja og vinna það sem ég þarf að gera og væri í verulegum vandræðum ef ég hefði ekki dagbókina alltaf við hendina í símanum. Að því sögðu þá held ég enn í þann sið að vera með handskrifaðann lista yfir þau verkefni sem ég þarf að sinna og skila af mér hverju sinni. Engin „vélritaður” listi getur komið í staðinn fyrir þann handskrifaða og engu verkefni er raunverulega lokið nema að að það hafi verið yfirstrikað á handskrifaða listanum. Ég veit ekki hvers vegna en þetta einhvern veginn raungerir hlutina hjá mér og það er ótrúlega góð tilfinning að sjá mál hverfa af listanum í lok vinnudags. Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Klárlega allt of seint eða um klukkan eitt. En ég er að reyna að breyta því. Það gengur hins vegar illa. Ástæðan er líklega sú að mér finnst bæði tíminn síðla kvölds og snemma morguns algjörlega ómissandi. Svo líklega er það mér fyrir bestu að hætta að berja höfðinu við steininn og sætta mig við að sex tíma svefninn er kominn til að vera. Hvað sem líður kenningunni um að svefn er allt sem þarf.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir „Ég byrja á því að setja löppina utan um Bjössa minn“ Svava Johansen, forstjóri og eigandi NTC ehf., byrjar daginn á kúri með því að setja löppina utan um eiginmanninn. Hún leggur áherslu á að taka vel á móti hverjum degi; Býður góðan daginn og tekur eftir því ef sólarglæta skín inn um gluggann. 16. október 2021 10:00 Ætlaði að verða atvinnumaður í fótbolta en skemmtanahaldið heillaði Tómas Númi Sigurðsson rekstrarstjóri Pablo Discobar hvetur landsmenn hreinlega til að dusta rykið af dansskónnum, drífa sig í glimmergallann og skella sér á diskó en skemmtistaðurinn Pablo Discobar opnaði á ný um síðustu helgi. Þegar Tómas var gutti ætlaði hann að verða atvinnumaður í fótbolta þegar hann yrði stór. 9. október 2021 10:00 Liðin tíð að vaka frameftir og allt betra eftir fjölskyldusund Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, vaknar snemma og klárar helst hreyfingu dagsins á „ókristilegum tíma“ að eiginmanninum finnst. Hún segir það liðna tíð að geta vakað lengi fram eftir, reynir að vera með fyrri part vinnuvikunnar þyngri en síðari hlutann og í uppáhaldi eru sundferðir fjölskyldunnar. Þar stendur Sundhöll Reykjavíkur meðal annars upp úr, sem Ásta upplifir eins og að fara í sund á safni. 25. september 2021 10:00 „Ég er eiginlega bara partí plötusnúður“ Kristján Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Fiskikóngsisn og Heitirpottar.is, segist vakna á nóttunni enda vekjaraklukkan stillt á rúmlega klukkan fimm. Þá þarf að huga að hvernig bátum hefur gengið að afla. Eitt það skemmtilegasta sem Kristján gerir er að vera plötusnúður og skemmta fólki. 2. október 2021 10:00 „Það eru bara fyrstu tvö skrefin sem eru erfið“ Unnur Guðrún Pálsdóttir, sem alltaf er kölluð Lukka, viðurkennir að vinnan í Greenfit á hug hennar allan. Hún segir markmið Greenfit að bjarga heilbrigðiskerfinu og fjárhag landsmanna því þar er viðskiptavinum kennt að lesa lykiltölur sínar varðandi heilsu. Sjálf elskar hún þennan árstíma þegar haustið er að byrja. Sérstaklega þá morgna þegar hún vaknar snemma og skellir sér út að hjóla. 11. september 2021 10:01 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Ég byrja á því að setja löppina utan um Bjössa minn“ Svava Johansen, forstjóri og eigandi NTC ehf., byrjar daginn á kúri með því að setja löppina utan um eiginmanninn. Hún leggur áherslu á að taka vel á móti hverjum degi; Býður góðan daginn og tekur eftir því ef sólarglæta skín inn um gluggann. 16. október 2021 10:00
Ætlaði að verða atvinnumaður í fótbolta en skemmtanahaldið heillaði Tómas Númi Sigurðsson rekstrarstjóri Pablo Discobar hvetur landsmenn hreinlega til að dusta rykið af dansskónnum, drífa sig í glimmergallann og skella sér á diskó en skemmtistaðurinn Pablo Discobar opnaði á ný um síðustu helgi. Þegar Tómas var gutti ætlaði hann að verða atvinnumaður í fótbolta þegar hann yrði stór. 9. október 2021 10:00
Liðin tíð að vaka frameftir og allt betra eftir fjölskyldusund Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, vaknar snemma og klárar helst hreyfingu dagsins á „ókristilegum tíma“ að eiginmanninum finnst. Hún segir það liðna tíð að geta vakað lengi fram eftir, reynir að vera með fyrri part vinnuvikunnar þyngri en síðari hlutann og í uppáhaldi eru sundferðir fjölskyldunnar. Þar stendur Sundhöll Reykjavíkur meðal annars upp úr, sem Ásta upplifir eins og að fara í sund á safni. 25. september 2021 10:00
„Ég er eiginlega bara partí plötusnúður“ Kristján Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Fiskikóngsisn og Heitirpottar.is, segist vakna á nóttunni enda vekjaraklukkan stillt á rúmlega klukkan fimm. Þá þarf að huga að hvernig bátum hefur gengið að afla. Eitt það skemmtilegasta sem Kristján gerir er að vera plötusnúður og skemmta fólki. 2. október 2021 10:00
„Það eru bara fyrstu tvö skrefin sem eru erfið“ Unnur Guðrún Pálsdóttir, sem alltaf er kölluð Lukka, viðurkennir að vinnan í Greenfit á hug hennar allan. Hún segir markmið Greenfit að bjarga heilbrigðiskerfinu og fjárhag landsmanna því þar er viðskiptavinum kennt að lesa lykiltölur sínar varðandi heilsu. Sjálf elskar hún þennan árstíma þegar haustið er að byrja. Sérstaklega þá morgna þegar hún vaknar snemma og skellir sér út að hjóla. 11. september 2021 10:01