Hvorki slakað á smitrakningu né sýnatöku Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. október 2021 13:37 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir smitrakningu sérstaklega mikilvæga nú þegar verið er að aflétta samkomutakmörkunum. Vísir/Egill Sóttvarnalæknir sér hvorki fyrir sér að slakað verði á smitrakningu eða sýnatökum á næstunni þó verulega sé verið að létta á sóttvarnaaðgerðum. Verið er að skoða leiðir til að einfalda sóttkví. Heldur færri greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en í fyrradag eða 66. Ríflega helmingur þeirra sem greindist með veiruna var í sóttkví. Mörg börn, sem ekki eru bólusett þar sem þau eru yngir en tólf ára, hafa undanfarið greinst með veiruna. „Það er svona kannski 30-35% af þeim sem eru að greinast hafa verið börn undir tólf ára og það er töluvert miklu meira heldur en hefur verið í fyrri bylgjum þessa faraldurs“, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Á miðnætti var takmörkunum vegna veirunnar aflétt verulega innanlands. Nú mega tvö þúsund manns koma saman í stað fimm hundruð áður og grímuskyldu hefur verið aflétt. Þórólfur segir mikilvægt að fólk fari í sýnatöku nú þegar verið er að aflétta aðgerðum. „Ég held að við getum ekki farið að draga úr sýnatökum og hvetjum alla sem eru með einkenni til að fara í sýnatöku. Því að það eiginlega eina ráðið sem við höfum til þess að fylgjast með útbreiðslunni og sjá hvað er að gerast. Ég held að við verðum að gera það áfram. Við erum ekki komin á þann stað að við getum farið að hætta að taka sýni nema kannski bara hjá allra veikasta fólkinu.“ Þórólfur segir nokkuð um umgangspestir í samfélaginu núna. „Það er mjög mikið af öndunarfæraveirum að ganga núna og það getur verið erfitt að greina á milli hvað er hvað núna eins og staðan er. Sérstaklega hjá börnum.“ Hann segir jafnframt að áfram verði lögð mikil áhersla á smitrakningu og sóttkví. „Ég held að það sé svona þungamiðjan í því sem við erum að gera og höfum gert frá byrjun. Ég held að við verðum að halda því áfram ef að viljum á annað borð hafa einhvern heimil á útbreiðslu veirunnar.“ Verið er að endurskoða leiðbeiningar um sóttkví með það í huga að einfalda þær. „Gert það minna íþyngjandi en verið hefur. Það verður birt núna á næstunni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Heldur færri greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en í fyrradag eða 66. Ríflega helmingur þeirra sem greindist með veiruna var í sóttkví. Mörg börn, sem ekki eru bólusett þar sem þau eru yngir en tólf ára, hafa undanfarið greinst með veiruna. „Það er svona kannski 30-35% af þeim sem eru að greinast hafa verið börn undir tólf ára og það er töluvert miklu meira heldur en hefur verið í fyrri bylgjum þessa faraldurs“, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Á miðnætti var takmörkunum vegna veirunnar aflétt verulega innanlands. Nú mega tvö þúsund manns koma saman í stað fimm hundruð áður og grímuskyldu hefur verið aflétt. Þórólfur segir mikilvægt að fólk fari í sýnatöku nú þegar verið er að aflétta aðgerðum. „Ég held að við getum ekki farið að draga úr sýnatökum og hvetjum alla sem eru með einkenni til að fara í sýnatöku. Því að það eiginlega eina ráðið sem við höfum til þess að fylgjast með útbreiðslunni og sjá hvað er að gerast. Ég held að við verðum að gera það áfram. Við erum ekki komin á þann stað að við getum farið að hætta að taka sýni nema kannski bara hjá allra veikasta fólkinu.“ Þórólfur segir nokkuð um umgangspestir í samfélaginu núna. „Það er mjög mikið af öndunarfæraveirum að ganga núna og það getur verið erfitt að greina á milli hvað er hvað núna eins og staðan er. Sérstaklega hjá börnum.“ Hann segir jafnframt að áfram verði lögð mikil áhersla á smitrakningu og sóttkví. „Ég held að það sé svona þungamiðjan í því sem við erum að gera og höfum gert frá byrjun. Ég held að við verðum að halda því áfram ef að viljum á annað borð hafa einhvern heimil á útbreiðslu veirunnar.“ Verið er að endurskoða leiðbeiningar um sóttkví með það í huga að einfalda þær. „Gert það minna íþyngjandi en verið hefur. Það verður birt núna á næstunni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52