Óvissa hvert nemendur fara vegna myglunnar í Myllubakkaskóla Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. október 2021 13:47 Ekkert húsnæði rúmar alla 370 nemendur Myllubakkaskóla og því útlit fyrir að þeir fari tímabundið annað. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að 370 nemendur í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ verði fluttir yfir í nokkur önnur húsnæði þegar umfangsmiklar framkvæmdir við að ráða bug á myglu í húsnæðinu hefjast. Bæði starfsfólk og nemendur hafa fundið fyrir einkennum vegna myglunnar. Víkurfréttir greindu frá því í morgun að mygla hefði fundist í Myllubakkaskóla í Keflavík, elsta skóla Reykjanesbæjar og að lagfæringar hefðu ekki skilað árangri. Helgi Arnarson, fræðslustjóri Reykjanesbæjar, segir að farið verði í heildstæðar athuganir. „Við höfum verið að vinna í samstarfi við sérfræðinga í talsverðan tíma. Það hafa verið gerðar sjö athuganir á vegum Mannvits, sem við höfum leitað til, og lagfæringar á milli en það er þannig komið að þær hafa ekki skilað fullnægjandi árangri,” segir Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar. Tengibygging skólans hefur verið innsigluð en að öðru leyti er allt annað húsnæði í notkun. Verið er að skoða hvort loka þurfi skólanum öllum. „Það er þegar farið af stað með það að skoða hvaða möguleikar eru í sveitarfélaginu okkar. Þar er verið að horfa til þess að sé hentugt húsnæði í nálægð við skólann og henti fyrir kennslu. Það eru þegar komnar nokkrar hugmyndir fram í þeim hópi en það á eftir að vinna það aðeins betur.” Það myndi hafa áhrif á alla 370, og 40 starfsmenn skólans. Helgi segir að ekkert húsnæði geti tekið á móti öllum þessum fjölda og því myndi kennsla fara fram á nokkrum stöðum. Nokkrir starfsmenn, meðal annars skólastjórinn, eru komnir í veikindaleyfi vegna myglunnar og nokkrir nemendur fundið fyrir einkennum. Helgi segir viðbúið að framkvæmdir verði umfangsmiklar. „Auðvitað er búið að lagfæra ýmislegt alltaf á milli en þetta greinist víða um skólann þannig að við erum á þeim stað núna að við sjáum fyrir okkur að þetta gætu orðið umtalsverðar framkvæmdir.” Uppfært: Í fyrstu var sagt að nemendur yrðu fluttir í aðra skóla, en hið rétta er að ekki liggur fyrir hvort nemendur verði fluttir í aðra skóla eða hvort fundið verði nýtt húsnæði sem verði nýtt tímabundið undir kennslu. Reykjanesbær Skóla - og menntamál Grunnskólar Mygla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira
Víkurfréttir greindu frá því í morgun að mygla hefði fundist í Myllubakkaskóla í Keflavík, elsta skóla Reykjanesbæjar og að lagfæringar hefðu ekki skilað árangri. Helgi Arnarson, fræðslustjóri Reykjanesbæjar, segir að farið verði í heildstæðar athuganir. „Við höfum verið að vinna í samstarfi við sérfræðinga í talsverðan tíma. Það hafa verið gerðar sjö athuganir á vegum Mannvits, sem við höfum leitað til, og lagfæringar á milli en það er þannig komið að þær hafa ekki skilað fullnægjandi árangri,” segir Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar. Tengibygging skólans hefur verið innsigluð en að öðru leyti er allt annað húsnæði í notkun. Verið er að skoða hvort loka þurfi skólanum öllum. „Það er þegar farið af stað með það að skoða hvaða möguleikar eru í sveitarfélaginu okkar. Þar er verið að horfa til þess að sé hentugt húsnæði í nálægð við skólann og henti fyrir kennslu. Það eru þegar komnar nokkrar hugmyndir fram í þeim hópi en það á eftir að vinna það aðeins betur.” Það myndi hafa áhrif á alla 370, og 40 starfsmenn skólans. Helgi segir að ekkert húsnæði geti tekið á móti öllum þessum fjölda og því myndi kennsla fara fram á nokkrum stöðum. Nokkrir starfsmenn, meðal annars skólastjórinn, eru komnir í veikindaleyfi vegna myglunnar og nokkrir nemendur fundið fyrir einkennum. Helgi segir viðbúið að framkvæmdir verði umfangsmiklar. „Auðvitað er búið að lagfæra ýmislegt alltaf á milli en þetta greinist víða um skólann þannig að við erum á þeim stað núna að við sjáum fyrir okkur að þetta gætu orðið umtalsverðar framkvæmdir.” Uppfært: Í fyrstu var sagt að nemendur yrðu fluttir í aðra skóla, en hið rétta er að ekki liggur fyrir hvort nemendur verði fluttir í aðra skóla eða hvort fundið verði nýtt húsnæði sem verði nýtt tímabundið undir kennslu.
Reykjanesbær Skóla - og menntamál Grunnskólar Mygla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira