Stöð 2 Sport 2
Klukkan 17.00 hefst Körfuboltakvöld kvenna. Þar verður farið yfir allt það helsta í síðustu umferð Subway-deildarinnar í körfubolta.
Klukkan 18.05 er komið að leik Grindavíkur og KR í Subway-deild karla. Eftir leik er svo komið að Tilþrifinum. Þar verða helstu tilþrif kvöldsins sýnd.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 16.35 hefst útsending fyrir leik FC Kaupmannahafnar og PAOK frá Grikklandi í Evrópudeildinni í fótbolta. Ísak Bergmann Jóhannesson, Andri Fannar Baldursson, Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson leika allir með FCK á meðan Sverrir Ingi Ingason er í liði PAOK. Sá síðastnefndi hefur þó verið meiddur undanfarið og ólíklegt að hann verði með í kvöld.
Klukkan 18.50 er leikur CFR Cluj og AZ Alkmaar á dagskrá. Rúnar Már Sigurjónsson er á mála hjá Cluj á meðan Albert Guðmundsson leikur með AZ.
Stöð 2 Sport 3
PSV tekur á móti Mónakó klukkan 16.35 í Evrópudeildinni. Klukkan 18.50 hefst útsending frá leik Rangers og Bröndby.
Stöð 2 Sport 4
Elías Rafn Ólafsson og félagar í Midtjylland taka á móti Rauðu Stjörnunni í Evrópudeildinni klukkan 16.35. Klukkan 18.50 er komið að leik Eintracht Frankfurt og Olympiacos. Ögmundur Kristinsson er á mála hjá gríska félaginu.
Stöð 2 E-Sport
Klukkan 21.00 hefst Rauðvín og klakar.
Stöð 2 Golf
Klukkan 11.30 hefst fer Evrópumótaröðin af stað með Mallorca Open.