Vinnustöðum í Rússlandi verði lokað í viku vegna veirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2021 23:05 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Alexei Druzhinin Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur samþykkt tillögu rússnesku ríkisstjórnarinnar um að loka öllum vinnustöðum landsins fyrstu vikuna í nóvember til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirusmita í landinu. Metfjöldi lést í Rússlandi síðasta sólarhringinn vegna Covid-19, eða 1.028 og 34.073 greindust smitaðir. Aldrei hafa fleiri dáið vegna veirunnar á einum sólarhring í landinu og fleiri hafa varla greinst smitaðir síðan bólusetningarátak hófst í landinu. Pútín kynnti fyrirhugaðar aðgerðir í sjónvarpsávarpi og greindi frá því að vikuna 30. október til 7. nóvember verði öllum vinnustöðum lokað. Fólk fái þó greidd laun og aðgerðirnar gætu byrjað fyrr eða varað lengur í sumum ríkjum Rússlands. „Staða faraldursins þróast mismunandi í hverju ríki fyrir sig. Þess vegna munu ríkisstjórar fá heimild til að boða frekari aðgerðir,“ sagði Pútín í ávarpinu. Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega í Rússlandi undanfarnar vikur vegna trega almennings til að vera bólusettur með rússneska bóluefninu Sputnik V. Borgarstjóri Moskvu tilkynnti á dögunum að allir yfir sextugu sem ekki væru bólusettir þyrftu að halda sig heima næstu fjóra mánuði. Þá hefur borgarstjórinn óskað eftir því að verslunarmiðstöðvar verði tilneyddar til að tengja öryggismyndavélar sínar við andlitsgreiningarkerfi, sem yfirvöld hafa aðgang að, svo hægt verði að tryggja að almenningur beri grímur fyrir vitum. Helmingur verslunarmiðstöðva í Moskvu, sem eru alls 600 talsins, hefur ekki tengt myndavélar sínar við kerfið en forseti stéttafélags verslunarmiðstöðva sagði í samtali við fréttastofu Kommersant að vegna aukningu smita í samfélaginu hafi yfirvöld ákveðið að herða tökin. Þær verslunarmiðstöðvar sem muni ekki fylgja fyrirskipuninni muni þurfa að loka. Ástandið í rússneska heilbrigðiskerfinu er sagt gríðarlega slæmt um þessar mundir. Haft er eftir Mikhail Murashko, heilbrigðisráðherra Rússlands, í frétt Reuters að um 650 þúsund heilbrigðisstarfsmenn hlúi um þessar mundir að Covid-19 sjúklingum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Bólusetningar Tengdar fréttir Metfjöldi smitaðra og látinna í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi greindu í morgun frá því að metfjöldi manna hefði bæði smitast af Covid-19 og dáið vegna sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Faraldurinn hefur náð nýjum hæðum í Rússlandi og er að reynast heilbrigðisstarfsmönnum erfiður. 14. október 2021 09:50 Rússar flykkjast til Serbíu í leit að öðrum bóluefnum Rússar hafa í auknum mæli ferðast til Serbíu til að freista þess að fá vestræn bóluefni á borð við Pfizer og Moderna. Ástæðu fyrir ferðalögunum má rekja til skorts á vottun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á bóluefninu Sputnik V en hún hefur enn ekki samþykkt efnið. 9. október 2021 10:11 Pútín einangrar sig vegna smitaðra í hans innsta hring Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ákveðið að einangra sig eftir að fólk í hans innsta hring greindist með Covid-19. Forsetinn ku vera við góða heilsu en hann hefur fengið tvo skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V. 14. september 2021 10:04 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Metfjöldi lést í Rússlandi síðasta sólarhringinn vegna Covid-19, eða 1.028 og 34.073 greindust smitaðir. Aldrei hafa fleiri dáið vegna veirunnar á einum sólarhring í landinu og fleiri hafa varla greinst smitaðir síðan bólusetningarátak hófst í landinu. Pútín kynnti fyrirhugaðar aðgerðir í sjónvarpsávarpi og greindi frá því að vikuna 30. október til 7. nóvember verði öllum vinnustöðum lokað. Fólk fái þó greidd laun og aðgerðirnar gætu byrjað fyrr eða varað lengur í sumum ríkjum Rússlands. „Staða faraldursins þróast mismunandi í hverju ríki fyrir sig. Þess vegna munu ríkisstjórar fá heimild til að boða frekari aðgerðir,“ sagði Pútín í ávarpinu. Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega í Rússlandi undanfarnar vikur vegna trega almennings til að vera bólusettur með rússneska bóluefninu Sputnik V. Borgarstjóri Moskvu tilkynnti á dögunum að allir yfir sextugu sem ekki væru bólusettir þyrftu að halda sig heima næstu fjóra mánuði. Þá hefur borgarstjórinn óskað eftir því að verslunarmiðstöðvar verði tilneyddar til að tengja öryggismyndavélar sínar við andlitsgreiningarkerfi, sem yfirvöld hafa aðgang að, svo hægt verði að tryggja að almenningur beri grímur fyrir vitum. Helmingur verslunarmiðstöðva í Moskvu, sem eru alls 600 talsins, hefur ekki tengt myndavélar sínar við kerfið en forseti stéttafélags verslunarmiðstöðva sagði í samtali við fréttastofu Kommersant að vegna aukningu smita í samfélaginu hafi yfirvöld ákveðið að herða tökin. Þær verslunarmiðstöðvar sem muni ekki fylgja fyrirskipuninni muni þurfa að loka. Ástandið í rússneska heilbrigðiskerfinu er sagt gríðarlega slæmt um þessar mundir. Haft er eftir Mikhail Murashko, heilbrigðisráðherra Rússlands, í frétt Reuters að um 650 þúsund heilbrigðisstarfsmenn hlúi um þessar mundir að Covid-19 sjúklingum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Bólusetningar Tengdar fréttir Metfjöldi smitaðra og látinna í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi greindu í morgun frá því að metfjöldi manna hefði bæði smitast af Covid-19 og dáið vegna sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Faraldurinn hefur náð nýjum hæðum í Rússlandi og er að reynast heilbrigðisstarfsmönnum erfiður. 14. október 2021 09:50 Rússar flykkjast til Serbíu í leit að öðrum bóluefnum Rússar hafa í auknum mæli ferðast til Serbíu til að freista þess að fá vestræn bóluefni á borð við Pfizer og Moderna. Ástæðu fyrir ferðalögunum má rekja til skorts á vottun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á bóluefninu Sputnik V en hún hefur enn ekki samþykkt efnið. 9. október 2021 10:11 Pútín einangrar sig vegna smitaðra í hans innsta hring Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ákveðið að einangra sig eftir að fólk í hans innsta hring greindist með Covid-19. Forsetinn ku vera við góða heilsu en hann hefur fengið tvo skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V. 14. september 2021 10:04 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Metfjöldi smitaðra og látinna í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi greindu í morgun frá því að metfjöldi manna hefði bæði smitast af Covid-19 og dáið vegna sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Faraldurinn hefur náð nýjum hæðum í Rússlandi og er að reynast heilbrigðisstarfsmönnum erfiður. 14. október 2021 09:50
Rússar flykkjast til Serbíu í leit að öðrum bóluefnum Rússar hafa í auknum mæli ferðast til Serbíu til að freista þess að fá vestræn bóluefni á borð við Pfizer og Moderna. Ástæðu fyrir ferðalögunum má rekja til skorts á vottun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á bóluefninu Sputnik V en hún hefur enn ekki samþykkt efnið. 9. október 2021 10:11
Pútín einangrar sig vegna smitaðra í hans innsta hring Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ákveðið að einangra sig eftir að fólk í hans innsta hring greindist með Covid-19. Forsetinn ku vera við góða heilsu en hann hefur fengið tvo skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V. 14. september 2021 10:04