Mikilvægt að barnabókin endurspegli raunveruleika barna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. október 2021 19:00 Kristín Helga Gunnarsdóttir hélt lokaávarp hátíðarinnar og skildi gesti eftir með mikilvæg skilaboð fyrir framtíðina. Mýrin, alþjóðleg barnabókahátíð, fór fram í Norræna húsinu á dögunum sem leið. Bergrún Íris Sævarsdóttir, barnabókahöfundur og einn af skipuleggjendum Mýrinnar, segir hátíðina hafa farið fram úr hennar björtustu vonum. „Ég er í hálfgerðu spennufalli eftir ótrúlega skemmtilega daga,“ segir Bergrún glöð í bragði. „Hátíðin átti að fara fram í fyrra en við tókum þá erfiðu en nauðsynlegu ákvörðun að fresta henni um ár vegna Covid. Þá vorum við bjartsýn um að lífið væri komið í eðlilegar skorður tólf mánuðum síðar en það reyndist samt erfið ákvörðun að láta vaða og halda hátíðina.“ Veðrið lék við gesti sem fengu leiðsögn um Reykjavík frá Lindu Ólafsdóttur og Margréti Tryggvadóttur. Bergrún segir ekki hlaupið að því að flytja hingað til lands erlenda rithöfunda frá fjölmörgum löndum enda heimsfaraldurinn enn ekki genginn yfir. Það hafðist þó að lokum og gátu erlendir höfundar notið nokkurra góðra daga á Íslandi. Bergrún Íris ásamt forseta Íslands sem bauð gestum og aðstandendum hátíðarinnar á Bessastaði þar sem hann ávarpaði hópinn með skemmtilegri ræðu um barnabækur. „Hingað komu margir af bestu rit- og myndhöfundum bransans auk þess sem við fengum tvo mjög sérstaka gesti, alla leið úr Múmíndal.“ Heimsókn Múmínsnáða og Míu litlu vakti sérstaka lukku hjá börnum jafnt sem fullorðnum. Starfsfólk Norræna hússins gladdist þegar Múmínsnáði og Mía litla kíktu í heimsókn. „Ég held að starfsfólk Norræna hússins hafi orðið enn æstara en börnin og allir fengu mynd með þessum dásamlegu persónum, sem segir okkur hversu mikil áhrif skáldaðar barnabókapersónur geta haft og hversu lengi þær lifa með okkur.“ Börn bjuggu til sína eigin fjölnota poka með þeim Agnese Vanaga og Anna Vaivare frá Litháen. Er þetta í tíunda skipti sem Mýrin fer fram og var þema ársins tengt loftslagsbreytingum, náttúru og samfélagi. Kennarar frá Íslenska myndasögusamfélaginu héldu fyrirlestur fyrir unglinga. „Þegar við í stjórninni litum yfir barnabækur nútímans sáum við að loftslagsmál og fólksflutningar koma gjarnan við sögu, enda liggja þau mál þungt á börnum rétt eins og öðrum jarðarbúum. Sjálf tel ég mikilvægt að barnabókin endurspegli raunveruleika barna. Vönduð og vel gerð barnabók getur hjálpað barni að átta sig betur á aðstæðum, stýrt þeim frá kvíða og hvatt til aðgerða. Þetta eru allt málefni sem við getum betur tekist á við saman og þess vegna varð yfirskrift hátíðarinnar „Saman úti í Mýri,“ segir Bergrún brosandi að lokum. Gestir hlýddu á fjölbreyttar og áhugvaverðar málstofur fyrsta daginn. Fleiri vel valdar myndir frá hátíðinni má sjá í albúminu hér fyrir neðan. Rit- og myndhöfundurinn Lára Garðarsdóttir las upp úr fallegu bókinni sinni Flökkusaga sem fjallar á einlægan hátt um fólksflutninga, eða öllu heldur bjarnar-flutninga.Indrek Koff hélt vinnustofu þar sem hann kenndi krökkum að finna innblástur frá hljóðum, dró af því tilefni upp kornett og blés nokkra tóna.Hópur barna teiknaði sinn uppáhalds stað í sólkerfinu með Stjörnu-Sævari.Kristín Helga Gunnarsdóttir hélt lokaávarp hátíðarinnar og skildi gesti eftir með mikilvæg skilaboð fyrir framtíðina.Teikninemar Myndlistaskólans í Reykjavík skissuðu á meðan pallborðsumræðum stóð.Norræna húsið hefur verið heimili hátíðarinnar frá upphafi. Bókmenntir Börn og uppeldi Menning Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Ég er í hálfgerðu spennufalli eftir ótrúlega skemmtilega daga,“ segir Bergrún glöð í bragði. „Hátíðin átti að fara fram í fyrra en við tókum þá erfiðu en nauðsynlegu ákvörðun að fresta henni um ár vegna Covid. Þá vorum við bjartsýn um að lífið væri komið í eðlilegar skorður tólf mánuðum síðar en það reyndist samt erfið ákvörðun að láta vaða og halda hátíðina.“ Veðrið lék við gesti sem fengu leiðsögn um Reykjavík frá Lindu Ólafsdóttur og Margréti Tryggvadóttur. Bergrún segir ekki hlaupið að því að flytja hingað til lands erlenda rithöfunda frá fjölmörgum löndum enda heimsfaraldurinn enn ekki genginn yfir. Það hafðist þó að lokum og gátu erlendir höfundar notið nokkurra góðra daga á Íslandi. Bergrún Íris ásamt forseta Íslands sem bauð gestum og aðstandendum hátíðarinnar á Bessastaði þar sem hann ávarpaði hópinn með skemmtilegri ræðu um barnabækur. „Hingað komu margir af bestu rit- og myndhöfundum bransans auk þess sem við fengum tvo mjög sérstaka gesti, alla leið úr Múmíndal.“ Heimsókn Múmínsnáða og Míu litlu vakti sérstaka lukku hjá börnum jafnt sem fullorðnum. Starfsfólk Norræna hússins gladdist þegar Múmínsnáði og Mía litla kíktu í heimsókn. „Ég held að starfsfólk Norræna hússins hafi orðið enn æstara en börnin og allir fengu mynd með þessum dásamlegu persónum, sem segir okkur hversu mikil áhrif skáldaðar barnabókapersónur geta haft og hversu lengi þær lifa með okkur.“ Börn bjuggu til sína eigin fjölnota poka með þeim Agnese Vanaga og Anna Vaivare frá Litháen. Er þetta í tíunda skipti sem Mýrin fer fram og var þema ársins tengt loftslagsbreytingum, náttúru og samfélagi. Kennarar frá Íslenska myndasögusamfélaginu héldu fyrirlestur fyrir unglinga. „Þegar við í stjórninni litum yfir barnabækur nútímans sáum við að loftslagsmál og fólksflutningar koma gjarnan við sögu, enda liggja þau mál þungt á börnum rétt eins og öðrum jarðarbúum. Sjálf tel ég mikilvægt að barnabókin endurspegli raunveruleika barna. Vönduð og vel gerð barnabók getur hjálpað barni að átta sig betur á aðstæðum, stýrt þeim frá kvíða og hvatt til aðgerða. Þetta eru allt málefni sem við getum betur tekist á við saman og þess vegna varð yfirskrift hátíðarinnar „Saman úti í Mýri,“ segir Bergrún brosandi að lokum. Gestir hlýddu á fjölbreyttar og áhugvaverðar málstofur fyrsta daginn. Fleiri vel valdar myndir frá hátíðinni má sjá í albúminu hér fyrir neðan. Rit- og myndhöfundurinn Lára Garðarsdóttir las upp úr fallegu bókinni sinni Flökkusaga sem fjallar á einlægan hátt um fólksflutninga, eða öllu heldur bjarnar-flutninga.Indrek Koff hélt vinnustofu þar sem hann kenndi krökkum að finna innblástur frá hljóðum, dró af því tilefni upp kornett og blés nokkra tóna.Hópur barna teiknaði sinn uppáhalds stað í sólkerfinu með Stjörnu-Sævari.Kristín Helga Gunnarsdóttir hélt lokaávarp hátíðarinnar og skildi gesti eftir með mikilvæg skilaboð fyrir framtíðina.Teikninemar Myndlistaskólans í Reykjavík skissuðu á meðan pallborðsumræðum stóð.Norræna húsið hefur verið heimili hátíðarinnar frá upphafi.
Bókmenntir Börn og uppeldi Menning Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira