Reiknistofa lífeyrissjóða tekur yfir reksturinn eftir samningsbrot rekstraraðila Eiður Þór Árnason skrifar 21. október 2021 17:17 Reiknistofa lífeyrissjóðanna er til húsa í Guðrúnatúni. Þar deilir félagið húsi með Gildi lífeyrissjóði og Eflingu sem eru meðal fjölmargra notenda Jóakims. Vísir/Egill Reiknistofa lífeyrissjóða (RL) hyggst taka yfir rekstur á hugbúnaðarkerfinu Jóakim. Kerfið, sem hefur verið rekið af fyrirtækinu Init, heldur utan um réttindi og iðgjöld sjóðfélaga hjá fjölda lífeyrissjóða og verkalýðsfélaga. Er þetta gert í framhaldi þess að samningi RL og Init var sagt upp í júnímánuði. Ráðgjafafyrirtækið Ernst & Young komst að þeirri niðurstöðu í sumar að hugbúnaðarfyrirtækið hafi brotið samninga við RL með því að semja við undirverktaka án heimildar. Greint var frá því í fréttaskýringaþættinum Kveik í apríl að Init hefði um árabil rukkað lífeyrissjóði fyrir vinnu sem efasemdir eru um að standist lög. Þá hefðu hundruð milljóna króna streymt úr félaginu til dótturfélagsins Init-reksturs, sem virtist ekki hafa annan tilgang en að fela arðgreiðslur þess. Greint er frá yfirtökunni á rekstri Jóakims á vef RL en kerfið sjálft er í eigu Reiknistofu lífeyrissjóða. Í tilkynningunni segir að starfsfólk Init hafi verið upplýst um þessa niðurstöðu. Vilja draga úr kostnaði Stefnir RL að því að draga úr kostnaði við rekstur á Jóakim kerfinu til lengri tíma, meðal annars með því að einfalda rekstrarfyrirkomulagið. Einnig verði lögð áhersla á að tryggja áfram öruggan rekstur hugbúnaðarkerfisins og öryggi þeirra gagna sem kerfið heldur utan um. „Á næstu mánuðum verður unnið að yfirfærslu rekstrarins með starfsfólki Inits sem hafa síðustu árin séð um rekstur og þróun Jóakim tölvukerfisins. Mikilvægt er að tryggja áframhaldandi aðkomu þeirra að rekstrinum, enda býr starfsfólkið yfir yfirgripsmikilli þekkingu á Jóakim kerfinu sem og lífeyriskerfinu í heild sinni,“ segir á vef RL. Yfirtakan er sögð vera aðeins eitt skref í umfangsmikilli vinnu sem unnin hefur verið innan Reiknistofu lífeyrissjóða og þeirra lífeyrissjóða sem aðild eiga að Jóakim kerfinu. Aukinn kraftur hafi verið settur í verkefnið eftir að upp komst um brot Inits á samningi fyrirtækisins við RL sem voru síðar staðfest í óháðri úttekt. Í kjölfarið hafi nánast öll atriði sem snúa að rekstri og þróun kerfisins ásamt samningum við Init verið teknir til skoðunar. Að sögn RL mun sú vinna halda áfram næstu mánuði og misseri. Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Fyrirtæki sem greiddi út hundruð milljóna braut samning við Reiknistofu lífeyrissjóða Hugbúnaðarfyrirtækið Init braut samninga við Reiknistofu lífeyrissjóða (RL) með því að semja við undirverktaka án heimildar. Þetta er niðurstaða úttektar ráðgjafafyrirtækisins Ernst & Young (EY) á samningi aðilanna um rekstur tölvukerfisins Jóakims. 7. júlí 2021 20:54 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Er þetta gert í framhaldi þess að samningi RL og Init var sagt upp í júnímánuði. Ráðgjafafyrirtækið Ernst & Young komst að þeirri niðurstöðu í sumar að hugbúnaðarfyrirtækið hafi brotið samninga við RL með því að semja við undirverktaka án heimildar. Greint var frá því í fréttaskýringaþættinum Kveik í apríl að Init hefði um árabil rukkað lífeyrissjóði fyrir vinnu sem efasemdir eru um að standist lög. Þá hefðu hundruð milljóna króna streymt úr félaginu til dótturfélagsins Init-reksturs, sem virtist ekki hafa annan tilgang en að fela arðgreiðslur þess. Greint er frá yfirtökunni á rekstri Jóakims á vef RL en kerfið sjálft er í eigu Reiknistofu lífeyrissjóða. Í tilkynningunni segir að starfsfólk Init hafi verið upplýst um þessa niðurstöðu. Vilja draga úr kostnaði Stefnir RL að því að draga úr kostnaði við rekstur á Jóakim kerfinu til lengri tíma, meðal annars með því að einfalda rekstrarfyrirkomulagið. Einnig verði lögð áhersla á að tryggja áfram öruggan rekstur hugbúnaðarkerfisins og öryggi þeirra gagna sem kerfið heldur utan um. „Á næstu mánuðum verður unnið að yfirfærslu rekstrarins með starfsfólki Inits sem hafa síðustu árin séð um rekstur og þróun Jóakim tölvukerfisins. Mikilvægt er að tryggja áframhaldandi aðkomu þeirra að rekstrinum, enda býr starfsfólkið yfir yfirgripsmikilli þekkingu á Jóakim kerfinu sem og lífeyriskerfinu í heild sinni,“ segir á vef RL. Yfirtakan er sögð vera aðeins eitt skref í umfangsmikilli vinnu sem unnin hefur verið innan Reiknistofu lífeyrissjóða og þeirra lífeyrissjóða sem aðild eiga að Jóakim kerfinu. Aukinn kraftur hafi verið settur í verkefnið eftir að upp komst um brot Inits á samningi fyrirtækisins við RL sem voru síðar staðfest í óháðri úttekt. Í kjölfarið hafi nánast öll atriði sem snúa að rekstri og þróun kerfisins ásamt samningum við Init verið teknir til skoðunar. Að sögn RL mun sú vinna halda áfram næstu mánuði og misseri.
Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Fyrirtæki sem greiddi út hundruð milljóna braut samning við Reiknistofu lífeyrissjóða Hugbúnaðarfyrirtækið Init braut samninga við Reiknistofu lífeyrissjóða (RL) með því að semja við undirverktaka án heimildar. Þetta er niðurstaða úttektar ráðgjafafyrirtækisins Ernst & Young (EY) á samningi aðilanna um rekstur tölvukerfisins Jóakims. 7. júlí 2021 20:54 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Fyrirtæki sem greiddi út hundruð milljóna braut samning við Reiknistofu lífeyrissjóða Hugbúnaðarfyrirtækið Init braut samninga við Reiknistofu lífeyrissjóða (RL) með því að semja við undirverktaka án heimildar. Þetta er niðurstaða úttektar ráðgjafafyrirtækisins Ernst & Young (EY) á samningi aðilanna um rekstur tölvukerfisins Jóakims. 7. júlí 2021 20:54