Breytingar í samræmi við lög og breytt samfélag Þórhildur Ólöf Helgadóttir skrifar 23. október 2021 08:00 Íslandspóstur hefur náð góðum árangri í rekstri fyrirtækisins þrátt fyrir fjölbreyttar áskoranir undanfarin ár. Pósturinn hefur meðal annars þurft að takasta á við samfélagslegar breytingar á borð við samdrátt bréfasendinga og öra fjölgun pakkasendinga. Fjölgun pakkasendinga, sem m.a. má rekja til aukinnar netverslunar, hefur veitt Íslandspósti tækifæri til að stíga hraðar inn á markaðinn með tæknivæðingu og þéttingu afgreiðslustaða. Þannig höfum við sett upp fleiri póstbox og pakkaport, sem bætir afgreiðslunet fyrirtækisins um allt land til muna, neytendum og netverslunum til hagsbóta. Nýting póstboxanna kemur til með að aukast enn frekar þegar bæði verður hægt að taka á móti og senda pakka í gegnum þau. Með því verður stigið nýtt skref í póstþjónustu á Íslandi. Breytingar á lögum kalla á verðbreytingar Ein af þeim áskorunum sem við hjá Íslandspósti höfum þurft að fást við er gagnrýni vegna breytinga á verðskrám, breytinga sem fyrirtækið hefur vel að merkja ekki fullt forræði á, heldur sem leiðir af fyrirmælum Alþingis. Í ársbyrjun 2020 tóku gildi lög sem kváðu á um að sama verðskrá skyldi vera fyrir póstsendingar, óháð því hvar á landinu sendandi og móttakandi væru staddir. Markmið laganna var að kostnaður neytenda við pakkasendingar yrði sá sami, óháð búsetu. Útfærsla þessa markmiðs fól í sér greiðsluþátttöku ríkissjóðs í sendingarkostnaði á strjálbýlli svæðum. Greiðsluþátttaka ríkissjóðs mætti mikilli gagnrýni, m.a. af hálfu Íslandspósts. Alþingi brást við gagnrýninni og vatt kvæði sínu í kross með lagabreytingum sem tóku gildi í sumar. Í þeim var kveðið um að frá og með 1. nóvember 2021 yrði Póstinum einungis heimilt að bjóða sömu verðskrá um allt land fyrir bréf undir 51 g. Þessi lagabreyting hefur í för að Íslandspóstur er knúinn til að setja nýja verðskrá fyrir pakkasendingar í samræmi við raunkostnað þeirra. Um næstu mánaðamót mun sendingarkostnaður því sums staðar lækka en víðast hvar á landsbyggðinni hækka. Stjórnendur Íslandspósts geta ekki lagt mat á markmið Alþingis við gerð verðskrár fyrirtækisins. Verkefni okkar ráðast af þeim lagaramma sem fyrirtækið starfar og því að rekstur fyrirtæksins sé sjálfbær og í takti við þarfir viðskiptavina. Verðbreytingarnar taka mið af þessum þáttum. Samdráttur í bréfasendingum hefur áhrif á fjölpóst Íslandspóstur hefur undanfarin ár ekki aðeins þurft að bregðast við breytingum löggjafans heldur einnig unnið að lausnum þegar kemur að breyttri hegðun og þörfum neytenda. Á sama tíma og pakkasendingum hefur fjölgað hefur dregið mjög úr bréfasendingum. Fækkun þeirra hefur áhrif á aðra þætti rekstursins. Í gegnum tíðina hefur fjölpóstur fengið að fljóta með öðrum bréfasendingum. Viðbótarkostnaður vegna fjölpósts var óverulegur þar sem bréfin báru mestan hluta kostnaðarins. Með fækkun á bréfum hefur Pósturinn nú viðkomu á mun færri stöðum en áður. Fjölpóstur kallar hins vegar á að borið sé út í hverja lúgu og póstkassa og hefur kostnaður við dreifingu hans því vaxið. Ný verðskrá fyrir fjölpóst tekur mið að því. Póstinum hefur með markvissri vinnu á undanförnum misserum tekist að tryggja góðan rekstur samhliða því að halda uppi öflugri þjónustu og rækja skyldur sínar sem alþjónustuveitandi póstþjónustu um land allt. Að því erum við stolt. Höfundur er forstjóri Íslandspósts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pósturinn Neytendur Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Íslandspóstur hefur náð góðum árangri í rekstri fyrirtækisins þrátt fyrir fjölbreyttar áskoranir undanfarin ár. Pósturinn hefur meðal annars þurft að takasta á við samfélagslegar breytingar á borð við samdrátt bréfasendinga og öra fjölgun pakkasendinga. Fjölgun pakkasendinga, sem m.a. má rekja til aukinnar netverslunar, hefur veitt Íslandspósti tækifæri til að stíga hraðar inn á markaðinn með tæknivæðingu og þéttingu afgreiðslustaða. Þannig höfum við sett upp fleiri póstbox og pakkaport, sem bætir afgreiðslunet fyrirtækisins um allt land til muna, neytendum og netverslunum til hagsbóta. Nýting póstboxanna kemur til með að aukast enn frekar þegar bæði verður hægt að taka á móti og senda pakka í gegnum þau. Með því verður stigið nýtt skref í póstþjónustu á Íslandi. Breytingar á lögum kalla á verðbreytingar Ein af þeim áskorunum sem við hjá Íslandspósti höfum þurft að fást við er gagnrýni vegna breytinga á verðskrám, breytinga sem fyrirtækið hefur vel að merkja ekki fullt forræði á, heldur sem leiðir af fyrirmælum Alþingis. Í ársbyrjun 2020 tóku gildi lög sem kváðu á um að sama verðskrá skyldi vera fyrir póstsendingar, óháð því hvar á landinu sendandi og móttakandi væru staddir. Markmið laganna var að kostnaður neytenda við pakkasendingar yrði sá sami, óháð búsetu. Útfærsla þessa markmiðs fól í sér greiðsluþátttöku ríkissjóðs í sendingarkostnaði á strjálbýlli svæðum. Greiðsluþátttaka ríkissjóðs mætti mikilli gagnrýni, m.a. af hálfu Íslandspósts. Alþingi brást við gagnrýninni og vatt kvæði sínu í kross með lagabreytingum sem tóku gildi í sumar. Í þeim var kveðið um að frá og með 1. nóvember 2021 yrði Póstinum einungis heimilt að bjóða sömu verðskrá um allt land fyrir bréf undir 51 g. Þessi lagabreyting hefur í för að Íslandspóstur er knúinn til að setja nýja verðskrá fyrir pakkasendingar í samræmi við raunkostnað þeirra. Um næstu mánaðamót mun sendingarkostnaður því sums staðar lækka en víðast hvar á landsbyggðinni hækka. Stjórnendur Íslandspósts geta ekki lagt mat á markmið Alþingis við gerð verðskrár fyrirtækisins. Verkefni okkar ráðast af þeim lagaramma sem fyrirtækið starfar og því að rekstur fyrirtæksins sé sjálfbær og í takti við þarfir viðskiptavina. Verðbreytingarnar taka mið af þessum þáttum. Samdráttur í bréfasendingum hefur áhrif á fjölpóst Íslandspóstur hefur undanfarin ár ekki aðeins þurft að bregðast við breytingum löggjafans heldur einnig unnið að lausnum þegar kemur að breyttri hegðun og þörfum neytenda. Á sama tíma og pakkasendingum hefur fjölgað hefur dregið mjög úr bréfasendingum. Fækkun þeirra hefur áhrif á aðra þætti rekstursins. Í gegnum tíðina hefur fjölpóstur fengið að fljóta með öðrum bréfasendingum. Viðbótarkostnaður vegna fjölpósts var óverulegur þar sem bréfin báru mestan hluta kostnaðarins. Með fækkun á bréfum hefur Pósturinn nú viðkomu á mun færri stöðum en áður. Fjölpóstur kallar hins vegar á að borið sé út í hverja lúgu og póstkassa og hefur kostnaður við dreifingu hans því vaxið. Ný verðskrá fyrir fjölpóst tekur mið að því. Póstinum hefur með markvissri vinnu á undanförnum misserum tekist að tryggja góðan rekstur samhliða því að halda uppi öflugri þjónustu og rækja skyldur sínar sem alþjónustuveitandi póstþjónustu um land allt. Að því erum við stolt. Höfundur er forstjóri Íslandspósts.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar