Vítaspyrnumark á lokamínútunni bjargaði stigi fyrir Juve 24. október 2021 21:03 Jöfnunarmarkinu fagnað. vísir/Getty Juventus hefur alls ekki verið sannfærandi í upphafi leiktíðar og mátti alls ekki við því að tapa gegn ríkjandi Ítalíumeisturum Inter í kvöld. Edin Dzeko kom Inter yfir eftir sautján mínútna leik og stefndi lengi í að þeir myndu hirða öll þrjú stigin. Á lokamínútu venjulegs leiktíma fengu gestirnir hins vegar dæmda vítaspyrnu við kröftug mótmæli heimamanna sem leiddi meðal annars til þess að Simone Inzaghi, þjálfari Inter, fékk að líta rauða spjaldið. Paulo Dybala fór á vítapunktinn og skoraði og tryggði Juventus þar með eitt stig. Inter í 3.sæti með átján stig en Juventus í því sjötta með fimmtán stig. Ítalski boltinn
Juventus hefur alls ekki verið sannfærandi í upphafi leiktíðar og mátti alls ekki við því að tapa gegn ríkjandi Ítalíumeisturum Inter í kvöld. Edin Dzeko kom Inter yfir eftir sautján mínútna leik og stefndi lengi í að þeir myndu hirða öll þrjú stigin. Á lokamínútu venjulegs leiktíma fengu gestirnir hins vegar dæmda vítaspyrnu við kröftug mótmæli heimamanna sem leiddi meðal annars til þess að Simone Inzaghi, þjálfari Inter, fékk að líta rauða spjaldið. Paulo Dybala fór á vítapunktinn og skoraði og tryggði Juventus þar með eitt stig. Inter í 3.sæti með átján stig en Juventus í því sjötta með fimmtán stig.
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti