Baldwin vissi ekki að skot væri í byssunni Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2021 23:58 Verið var að æfa atriði í þessari kirkju þegar Baldwin hleypti skoti úr byssu sem hann vissi ekki að væri hlaðin einu púðurskoti. AP/roberto E. Rosales Leikarinn Alec Baldwin vissi ekki að byssa sem aðstoðarleikstjóri kúrekamyndarinnar Rust rétti honum væri hlaðin skoti, annað hvort raunverulegu eða púðurskoti. Tökumenn og aðrir höfðu lagt niður störf nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins dó og Joel Souza, leikstjóri, særðist þegar Baldwin hleypti af byssunni við æfingar fyrir tökur. Sex klukkustundum áður höfðu myndatökumenn og aðrir starfsmenn kvikmyndarinnar lagt niður vinnu vegna aðstæðna og launa. Meðal annars höfðu þeir kvartað yfir því að vera gert að keyra langar vegalengdir til vinnu á hverjum degi og sömuleiðis yfir öryggismálum varðandi byssur á tökustaðnum. Áhættuleikari hafi fyrir nokkrum dögum hleypt af skotum fyrir slysni. Upplýsingar um atvikið eru enn takmarkaðar og lögreglan hefur ekki sagt nákvæmlega hvernig byssu var um að ræða né hvað það var sem lenti í þeim Hutchins og Souza. Hvort það hafi verið raunveruleg byssukúla eða einhvers konar brak í hlaupi byssunnar. Rétti Baldwin byssuna og sagði hana óhlaðna AP fréttaveitan segir ný dómsskjöl benda til þess að aðstoðarleikstjórinn sem afhenti Baldwin byssuna hafi ekki vitað að byssan væri hlaðin einu skoti. Héraðsmiðillinn Santa Fe New Mexican (áskriftarmiðill) segir þar að auki að í skjölunum komi fram að aðstoðarleikstjórinn hafi kallað „köld byssa“ sem táknar að byssa sé óhlaðin. LA Times hefur eftir heimildarmanni sem kom að tökunum að síðasta laugardag hafi áhættuleikari Alecs Baldwin, hleypt tveimur skotum af fyrir slysni, eftir að honum var rétt byssa og tilkynnt að hún væri „köld“. Það hafi verið í þriðja sinn sem skoti hafi verið hleypt af fyrir slysni. Tökur myndarinnar hófust þann 6. október og urðu starfsmenn fljótt óánægðir, samkvæmt LA Times. Þeim hafði verið lofað hótelgisting í Santa Fe en var þess í stað gert að keyra tugi kílómetra til vinnu á degi hverjum og vinna langa daga. Hutchins hafði kallað eftir auknu öryggi við tökur. Halyna Hutchins lést á sjúkrahúsi.AP/Adam Egypt Mortimer LA Times segir að atriði sem verið var að æfa hafi snúist um skotbardaga sem hófst í kirkju. Baldwin hafi átt að bakka út um dyr kirkjunnar og skjóta inn í hana. Birtu símtalið til Neyðarlínunnar Yfirvöld í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum hafa birt símtal til Neyðarlínunnar eftir atvikið. Þar kynnir kona sig sem yfirmann handrits og segir tvo vera særða eftir slys. Skömmu seinna virðist hún tala við einhvern annan og segir aðstoðarleikstjóra hafa öskrað á sig. „Hann á að skoða byssurnar. Hann ber ábyrgð á því sem gerðist," sagði konan. Hún sagði alla hafa hlaupið út og sagðist ekki vita til þess hve alvarleg sárin væru. Þá tók maður símann sem sagði þau sem særðust vera með meðvitund og verið væri að hlúa að þeim. Hutchens var flutt á sjúkrahús þar sem hún lést. Fréttin hefur verið uppfærð varðandi það að ekki liggi fyrir hvort púðurskot eða alvöru skot hafi verið í byssunni. Vert er að taka fram að „Live round“ eins og talað er um í dómsskjölunum sem fréttin fjallar um gæti átt við bæði púðurskot og hefðbundið skot. Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Öll í faginu taka slysaskotið til sín Bandaríski leikarinn Alec Baldwin segist í ólýsanlegu áfalli eftir að hafa orðið kvikmyndatökustjóra að bana á tökustað. Leikmyndahönnuður segir slysið víti til varnaðar fyrir kvikmyndaiðnaðinn. 22. október 2021 21:01 Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins Leikarinn Alec Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins sem dó eftir að hann hleypti af byssu við tökur á kvikmynd í Nýju Mexíkó í gær. Hutchins var kvikmyndatökustjóri en auk hennar særðist Joel Souza leikstjóri. 22. október 2021 17:29 Leikstjórinn fékk skot í öxlina en hefur verið útskrifaður Leikstjórinn Joel Souza hefur verið útskrifaður af spítala í Santa Fe, eftir að hafa fengið skot í sig úr leikbyssu við tökur á myndinni Rust. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins varð einnig fyrir skoti og var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús en það var leikarinn Alec Baldwin sem hleypti af vopninu. 22. október 2021 12:16 Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins dó og Joel Souza, leikstjóri, særðist þegar Baldwin hleypti af byssunni við æfingar fyrir tökur. Sex klukkustundum áður höfðu myndatökumenn og aðrir starfsmenn kvikmyndarinnar lagt niður vinnu vegna aðstæðna og launa. Meðal annars höfðu þeir kvartað yfir því að vera gert að keyra langar vegalengdir til vinnu á hverjum degi og sömuleiðis yfir öryggismálum varðandi byssur á tökustaðnum. Áhættuleikari hafi fyrir nokkrum dögum hleypt af skotum fyrir slysni. Upplýsingar um atvikið eru enn takmarkaðar og lögreglan hefur ekki sagt nákvæmlega hvernig byssu var um að ræða né hvað það var sem lenti í þeim Hutchins og Souza. Hvort það hafi verið raunveruleg byssukúla eða einhvers konar brak í hlaupi byssunnar. Rétti Baldwin byssuna og sagði hana óhlaðna AP fréttaveitan segir ný dómsskjöl benda til þess að aðstoðarleikstjórinn sem afhenti Baldwin byssuna hafi ekki vitað að byssan væri hlaðin einu skoti. Héraðsmiðillinn Santa Fe New Mexican (áskriftarmiðill) segir þar að auki að í skjölunum komi fram að aðstoðarleikstjórinn hafi kallað „köld byssa“ sem táknar að byssa sé óhlaðin. LA Times hefur eftir heimildarmanni sem kom að tökunum að síðasta laugardag hafi áhættuleikari Alecs Baldwin, hleypt tveimur skotum af fyrir slysni, eftir að honum var rétt byssa og tilkynnt að hún væri „köld“. Það hafi verið í þriðja sinn sem skoti hafi verið hleypt af fyrir slysni. Tökur myndarinnar hófust þann 6. október og urðu starfsmenn fljótt óánægðir, samkvæmt LA Times. Þeim hafði verið lofað hótelgisting í Santa Fe en var þess í stað gert að keyra tugi kílómetra til vinnu á degi hverjum og vinna langa daga. Hutchins hafði kallað eftir auknu öryggi við tökur. Halyna Hutchins lést á sjúkrahúsi.AP/Adam Egypt Mortimer LA Times segir að atriði sem verið var að æfa hafi snúist um skotbardaga sem hófst í kirkju. Baldwin hafi átt að bakka út um dyr kirkjunnar og skjóta inn í hana. Birtu símtalið til Neyðarlínunnar Yfirvöld í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum hafa birt símtal til Neyðarlínunnar eftir atvikið. Þar kynnir kona sig sem yfirmann handrits og segir tvo vera særða eftir slys. Skömmu seinna virðist hún tala við einhvern annan og segir aðstoðarleikstjóra hafa öskrað á sig. „Hann á að skoða byssurnar. Hann ber ábyrgð á því sem gerðist," sagði konan. Hún sagði alla hafa hlaupið út og sagðist ekki vita til þess hve alvarleg sárin væru. Þá tók maður símann sem sagði þau sem særðust vera með meðvitund og verið væri að hlúa að þeim. Hutchens var flutt á sjúkrahús þar sem hún lést. Fréttin hefur verið uppfærð varðandi það að ekki liggi fyrir hvort púðurskot eða alvöru skot hafi verið í byssunni. Vert er að taka fram að „Live round“ eins og talað er um í dómsskjölunum sem fréttin fjallar um gæti átt við bæði púðurskot og hefðbundið skot.
Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Öll í faginu taka slysaskotið til sín Bandaríski leikarinn Alec Baldwin segist í ólýsanlegu áfalli eftir að hafa orðið kvikmyndatökustjóra að bana á tökustað. Leikmyndahönnuður segir slysið víti til varnaðar fyrir kvikmyndaiðnaðinn. 22. október 2021 21:01 Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins Leikarinn Alec Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins sem dó eftir að hann hleypti af byssu við tökur á kvikmynd í Nýju Mexíkó í gær. Hutchins var kvikmyndatökustjóri en auk hennar særðist Joel Souza leikstjóri. 22. október 2021 17:29 Leikstjórinn fékk skot í öxlina en hefur verið útskrifaður Leikstjórinn Joel Souza hefur verið útskrifaður af spítala í Santa Fe, eftir að hafa fengið skot í sig úr leikbyssu við tökur á myndinni Rust. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins varð einnig fyrir skoti og var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús en það var leikarinn Alec Baldwin sem hleypti af vopninu. 22. október 2021 12:16 Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Öll í faginu taka slysaskotið til sín Bandaríski leikarinn Alec Baldwin segist í ólýsanlegu áfalli eftir að hafa orðið kvikmyndatökustjóra að bana á tökustað. Leikmyndahönnuður segir slysið víti til varnaðar fyrir kvikmyndaiðnaðinn. 22. október 2021 21:01
Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins Leikarinn Alec Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins sem dó eftir að hann hleypti af byssu við tökur á kvikmynd í Nýju Mexíkó í gær. Hutchins var kvikmyndatökustjóri en auk hennar særðist Joel Souza leikstjóri. 22. október 2021 17:29
Leikstjórinn fékk skot í öxlina en hefur verið útskrifaður Leikstjórinn Joel Souza hefur verið útskrifaður af spítala í Santa Fe, eftir að hafa fengið skot í sig úr leikbyssu við tökur á myndinni Rust. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins varð einnig fyrir skoti og var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús en það var leikarinn Alec Baldwin sem hleypti af vopninu. 22. október 2021 12:16
Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27