Biðtími krabbameinssjúklinga lengist Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. október 2021 20:01 Anna Margrét Bjarnadóttir er formaður Brakkasamtakanna. stöð2 Formaður Brakkasamtakanna segir Ísland hafa dregist aftur úr hinum Norðurlöndunum þegar komi að skimun fyrir krabbameini. Þá hafi biðtími eftir fyrsta viðtali skurðlæknis eftir krabbameinsgreiningu lengst. Formaðurinn vill að ferlar verði einfaldaðir í heilbrigðiskerfinu. BRCA er brjóstkrabbameinsgen sem getur verið af tegundinni BRCA1 og BRCA2 en þær eru meinvaldandi stökkbreytingar. Í gær fjölluðum við um ljósmyndasýninguna: Of ung fyrir krabbamein? sem meðal annars er sett upp til þess að vekja athygli á því að endurskoða þurfi framkvæmd eftirlits hjá þeim sem bera meinvaldandi stökkbreytingu og þá sérstaklega ungu fólki. „Því miður eru tölur sem sýna fram á að síðastliðin ár er biðtími að lengjast frá því að þú greinist með krabbamein og þar til þú færð fyrsta viðtal hjá skurðlækni. Einnig er áhyggjuefni að við höfum dregist aftur úr varðandi skimun og eftirlit og erum komin langt niður fyrir Norðurlöndin varðandi þátttöku í skimun,“ sagði Anna Margrét Bjarnadóttir, formaður Brakkasamtakanna. Hún segir að þeir sem leiti til brakkasamtakanna hafi kvartað undan flóknum ferlum í kerfinu. Mikilvægt sé að einfalda kerfið og þá ferla sem fara í gang þegar einstaklingur greinist með krabbamein eða meinvaldandi stökkbreytingu. „Bæði varðandi hvert þú ferð í eftirlit og ef þú finnur hnút sjálfur við sjálfsskoðun, að þú vitir hvert þú átt að hringja og biðtími sé alls ekki langur að komast að.“ Árið 2018 var vefurinn arfgerð.is opnaður en hann er á vegum íslenskrar erfðagreiningar. Þar getur fólk óskað eftir upplýsingum um hvort það beri BRCA2 -stökkbreytingar sem auka verulega líkur á arfgengu krabbameini. Anna Margrét segir að eftir að vefurinn var opnaður hafi margir leitað til erfðaráðgjafar Landspítalans sem sé mjög jákvætt. Hún segir þó mikilvægt að hafa í huga aða arfgerð.is veiti eingöngu upplýsingar um BRCA 2 en ekki BRCA 1. „Ég hef fengið til mín konur sem hafa fengið neikvæða niðurstöðu þar og Halda jafnvel að þær séu ekki með hááhættu og ekki arfberi en þá er það önnur erfðabreyting sem gerði það að verkum að þú ert með krabbamein.“ Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir lækna hafa hlegið að sér og sagt að hún væri of ung til að greinast með krabbamein Sóley Björg Ingibergsdóttir greindist með krabbamein aðeins 27 ára. Hún segir að læknar hafi hlegið að henni og sagt að hún væri allt of ung til að greinast með krabbamein þegar hún leitaði til þeirra vegna gruns um sjúkdóminn. Hún vill að auðveldara verði fyrir ungt fólk að leita til læknis. 23. október 2021 20:04 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
BRCA er brjóstkrabbameinsgen sem getur verið af tegundinni BRCA1 og BRCA2 en þær eru meinvaldandi stökkbreytingar. Í gær fjölluðum við um ljósmyndasýninguna: Of ung fyrir krabbamein? sem meðal annars er sett upp til þess að vekja athygli á því að endurskoða þurfi framkvæmd eftirlits hjá þeim sem bera meinvaldandi stökkbreytingu og þá sérstaklega ungu fólki. „Því miður eru tölur sem sýna fram á að síðastliðin ár er biðtími að lengjast frá því að þú greinist með krabbamein og þar til þú færð fyrsta viðtal hjá skurðlækni. Einnig er áhyggjuefni að við höfum dregist aftur úr varðandi skimun og eftirlit og erum komin langt niður fyrir Norðurlöndin varðandi þátttöku í skimun,“ sagði Anna Margrét Bjarnadóttir, formaður Brakkasamtakanna. Hún segir að þeir sem leiti til brakkasamtakanna hafi kvartað undan flóknum ferlum í kerfinu. Mikilvægt sé að einfalda kerfið og þá ferla sem fara í gang þegar einstaklingur greinist með krabbamein eða meinvaldandi stökkbreytingu. „Bæði varðandi hvert þú ferð í eftirlit og ef þú finnur hnút sjálfur við sjálfsskoðun, að þú vitir hvert þú átt að hringja og biðtími sé alls ekki langur að komast að.“ Árið 2018 var vefurinn arfgerð.is opnaður en hann er á vegum íslenskrar erfðagreiningar. Þar getur fólk óskað eftir upplýsingum um hvort það beri BRCA2 -stökkbreytingar sem auka verulega líkur á arfgengu krabbameini. Anna Margrét segir að eftir að vefurinn var opnaður hafi margir leitað til erfðaráðgjafar Landspítalans sem sé mjög jákvætt. Hún segir þó mikilvægt að hafa í huga aða arfgerð.is veiti eingöngu upplýsingar um BRCA 2 en ekki BRCA 1. „Ég hef fengið til mín konur sem hafa fengið neikvæða niðurstöðu þar og Halda jafnvel að þær séu ekki með hááhættu og ekki arfberi en þá er það önnur erfðabreyting sem gerði það að verkum að þú ert með krabbamein.“
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir lækna hafa hlegið að sér og sagt að hún væri of ung til að greinast með krabbamein Sóley Björg Ingibergsdóttir greindist með krabbamein aðeins 27 ára. Hún segir að læknar hafi hlegið að henni og sagt að hún væri allt of ung til að greinast með krabbamein þegar hún leitaði til þeirra vegna gruns um sjúkdóminn. Hún vill að auðveldara verði fyrir ungt fólk að leita til læknis. 23. október 2021 20:04 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Segir lækna hafa hlegið að sér og sagt að hún væri of ung til að greinast með krabbamein Sóley Björg Ingibergsdóttir greindist með krabbamein aðeins 27 ára. Hún segir að læknar hafi hlegið að henni og sagt að hún væri allt of ung til að greinast með krabbamein þegar hún leitaði til þeirra vegna gruns um sjúkdóminn. Hún vill að auðveldara verði fyrir ungt fólk að leita til læknis. 23. október 2021 20:04