Neville heldur að Solskjær verði ekki rekinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2021 08:30 Ole Gunnar Solskjær er undir mikilli pressu. getty/Martin Rickett Pressan á Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United, eftir tapið stóra fyrir Liverpool verður óbærileg segir Gary Neville. Þrátt fyrir það telur hann að Solskjær verði áfram við stjórnvölinn hjá United. Liverpool hreinlega niðurlægði United á Old Trafford í gær og vann 0-5 sigur. United hefur aðeins fengið fjórtán stig í fyrstu níu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og er í 7. sæti hennar. Neville segist skilja kröfuna ákallið um að Solskjær verði látinn taka pokann sinn en telur að hann verði áfram í starfi. „Þetta er hræðilegur dagur fyrir Manchester United. Þetta setur mikla pressu á stjórnina. Stuðningsmennirnir hafa ekki snúist gegn stjóranum inni á vellinum, þeir gera það aldrei. En þeir vita að þetta er ekki boðlegt. Eitthvað verður að breytast í búningsklefanum og með þennan þjálfara og sem fyrst,“ sagði Neville á Sky Sports eftir leikinn í gær. „Það var átakanlegt að horfa á viðtalið við Solskjær. En þetta er hluti af leiknum. Þetta er Manchester United. Ef þetta hefði gerst strax eftir Sir Alex Ferguson tímann hefði Solskjær verið undir svakalega mikilli pressu. En ég held að félagið fari ekki á taugum. Þeir hafa ekki undirbúið að fá annan stjóra á þessu tímabili. Ég held að þeir haldi honum til loka tímabilsins.“ Neville segir forráðamenn United séu brenndir eftir tíma Louis van Gaal og José Mourinho hjá félaginu. „Það verður kröftugt ákall frá stuðningsmönnum og fjölmiðlum um að Ole verði rekinn og ég skil það eftir þennan leik. Þetta var hræðilegur dagur og það tekur tíma að jafna sig eftir hann. En hvað eigendurna varðar held ég að ástandið sé stöðugra. Ef þeir ætla að styðja við bakið á stjóranum, sem ég held að þeir geri, ættu þeir að koma þeim skilaboðum til stuðningsmannanna,“ sagði Neville. „Ástæðan fyrir því að stjórnin er stöðug er vegna þess sem gerðist með Van Gaal og Mourinho. Þeir ráða ekki mann til að koma inn fyrir tvö tímabil eða svo.“ Næsti leikur United er gegn Tottenham á útivelli á laugardaginn. Enski boltinn Mest lesið Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Enski boltinn Fleiri fréttir Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Sjá meira
Liverpool hreinlega niðurlægði United á Old Trafford í gær og vann 0-5 sigur. United hefur aðeins fengið fjórtán stig í fyrstu níu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og er í 7. sæti hennar. Neville segist skilja kröfuna ákallið um að Solskjær verði látinn taka pokann sinn en telur að hann verði áfram í starfi. „Þetta er hræðilegur dagur fyrir Manchester United. Þetta setur mikla pressu á stjórnina. Stuðningsmennirnir hafa ekki snúist gegn stjóranum inni á vellinum, þeir gera það aldrei. En þeir vita að þetta er ekki boðlegt. Eitthvað verður að breytast í búningsklefanum og með þennan þjálfara og sem fyrst,“ sagði Neville á Sky Sports eftir leikinn í gær. „Það var átakanlegt að horfa á viðtalið við Solskjær. En þetta er hluti af leiknum. Þetta er Manchester United. Ef þetta hefði gerst strax eftir Sir Alex Ferguson tímann hefði Solskjær verið undir svakalega mikilli pressu. En ég held að félagið fari ekki á taugum. Þeir hafa ekki undirbúið að fá annan stjóra á þessu tímabili. Ég held að þeir haldi honum til loka tímabilsins.“ Neville segir forráðamenn United séu brenndir eftir tíma Louis van Gaal og José Mourinho hjá félaginu. „Það verður kröftugt ákall frá stuðningsmönnum og fjölmiðlum um að Ole verði rekinn og ég skil það eftir þennan leik. Þetta var hræðilegur dagur og það tekur tíma að jafna sig eftir hann. En hvað eigendurna varðar held ég að ástandið sé stöðugra. Ef þeir ætla að styðja við bakið á stjóranum, sem ég held að þeir geri, ættu þeir að koma þeim skilaboðum til stuðningsmannanna,“ sagði Neville. „Ástæðan fyrir því að stjórnin er stöðug er vegna þess sem gerðist með Van Gaal og Mourinho. Þeir ráða ekki mann til að koma inn fyrir tvö tímabil eða svo.“ Næsti leikur United er gegn Tottenham á útivelli á laugardaginn.
Enski boltinn Mest lesið Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Enski boltinn Fleiri fréttir Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Sjá meira