Fáir ánægðari með líkleg goslok en landeigendur Ísólfsskála Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2021 14:30 Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, formaður Landeigendafélags Ísólfsskála og prófessor við Háskóla Íslands. Arnar Halldórsson „Það bara hljómar alveg rosalega vel,“ segir Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, formaður Landeigendafélags Ísólfsskála, um fréttir um að eldgosið við Fagradalsfjall sé mögulega á lokametrunum. Fjallað var um það á forsíðu Morgunblaðsins í dag að lítið líf væri eftir í eldgosinu við Fagradalsfjall, þó að tekið sé fram að tveir mánuðir séu í það að hægt sé að lýsa yfir formlegum goslokum. Sagði Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, við blaðið að margt bendi til þess að elgosið væri á lokametrunum. Fáir eru ánægðari með þessi tíðindi en landeigendur í Ísólfsskála, en snemma sumars voru fluttar fréttir af því að líklegt væri að jörðin og hús þar myndu lenda undir hrauni, eftir að það tók að flæða niður Nátthaga. Var því spáð að hraunið myndi flæða út úr Nátthaga, yfir Suðurstrandarveg og þaðan út í sjó. „Það var það sem spáð var akkúrat þá, alltaf eftir tvær vikur, eftir tvær vikur, alveg endalaust,“ segir Guðrún. Jörðin Ísólfsskáli stendur við Suðurstrandarveg austan Grindavíkur.Egill Aðalsteinsson Á milli Suðurstrandarvegur og Atlantshafsins er jörðin Ísólfsskáli. Hefðbundnum búskap var hætt á Ísólfsskála fyrir um aldarfjórðungi en jörðin er í eigu um þrjátíu afkomenda bændanna og er hún einkum nýtt til orlofsdvalar. Lýstu landeigendur yfir miklum áhyggjum af því að jörðin og fornar minjar sem þar má finna myndu fara undir hraun. „Fyrstu upplýsingar til mín voru þær að það væri einn dagur til vika þangað til að hraun færi að flæða út úr Nátthaga,“ segir Guðrún en þessar upplýsingar bárust í maí-mánuði. „Það eru þrjú hús þarna, það er fjölskylduhúsið og svo eru tveir úr fjölskyldunni sem að eiga sína bústaði. Við tókum allt sem að okkur var annt um og færðum út úr húsinu. Það voru einu ráðstafanirnar,“ segir hún aðspurð um til hvaða aðgerða þau hafi gripið til að vernda húsin. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í júní, þar sem landeigendur Ísólfsskála voru í verðmætabjörgun. Þá voru gerðar ráðstafanir til að vernda ljósleiðara sem var verið að leggja að jörðinni þegar tíðindi bárust af því að hraun gæti runnið yfir jörðina. Ekki fyrr en langa stoppið kom að þau gátu farið að anda léttar EkkÞrátt fyrir að töluverð vegalengd sé frá hraunjaðrinum að húsunum á jörðinni og að spár um að stutt væri í að hraunið myndi flæða yfir Suðurstrandarveginn hafi ekki raungerst, segir Guðrún að landeigendur hafi alltaf haft áhyggjur aftast í kollinum. „Það er eiginlega ekki fyrr en þetta langa stopp kom fyrr en við finnum okkur óhult,“ segir Guðrún og vísar til þess að lítil sem engin virkni hefur mælst í gígnum síðan í september. „Ég held að við öndum bara öll léttar. Af því að þetta leit svo lengi illa út,“ segir hún. Ýmsar ástæður, bæði sögulegar og tilfinningalegar séu fyrir því að landeigendum sé annt um jörðina. „Ein af mörgum ástæðum fyrir því að okkur finnst landið mikilvægt, þetta eru ekki grasi grónir akrar eða neitt svoleiðis, en það er rosalega mikið af minjum, bæði við Ísólfskála og Selatanga, sjóminjum sem eru alveg hreint aftur í landnám. Okkur hefði þótt það skelfilegt að missa þetta undir hraun,“ segir Guðrún. Hraunflæðilíkan sem Veðurstofan gerði í júní sýndi að mögulegt væri að Ísólfsskáli færi undir hraun.Veðurstofan Fyrirsögn Morgunblaðsins hljómar á þá leið að talið sé að gosið sé í andarslitrunum og Guðrún er afdráttarlaus þegar hún er innt eftir viðbrögðum við þessum tíðindum: „Það bara hljómar alveg rosalega vel.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði. 23. júní 2021 22:26 Hrauninu verður leyft að flæða yfir Suðurstrandarveg Ekki verður reynt að koma í veg fyrir að hraun úr Geldingadölum flæði yfir Suðurstrandarveg, en þess í stað verður hugað að því að verja Grindavíkurbæ og nærliggjandi vegi. Búist er við að hraunið muni skríða yfir veginn á næstu vikum. 18. júní 2021 18:31 Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. 25. maí 2021 22:44 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Sjá meira
Fjallað var um það á forsíðu Morgunblaðsins í dag að lítið líf væri eftir í eldgosinu við Fagradalsfjall, þó að tekið sé fram að tveir mánuðir séu í það að hægt sé að lýsa yfir formlegum goslokum. Sagði Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, við blaðið að margt bendi til þess að elgosið væri á lokametrunum. Fáir eru ánægðari með þessi tíðindi en landeigendur í Ísólfsskála, en snemma sumars voru fluttar fréttir af því að líklegt væri að jörðin og hús þar myndu lenda undir hrauni, eftir að það tók að flæða niður Nátthaga. Var því spáð að hraunið myndi flæða út úr Nátthaga, yfir Suðurstrandarveg og þaðan út í sjó. „Það var það sem spáð var akkúrat þá, alltaf eftir tvær vikur, eftir tvær vikur, alveg endalaust,“ segir Guðrún. Jörðin Ísólfsskáli stendur við Suðurstrandarveg austan Grindavíkur.Egill Aðalsteinsson Á milli Suðurstrandarvegur og Atlantshafsins er jörðin Ísólfsskáli. Hefðbundnum búskap var hætt á Ísólfsskála fyrir um aldarfjórðungi en jörðin er í eigu um þrjátíu afkomenda bændanna og er hún einkum nýtt til orlofsdvalar. Lýstu landeigendur yfir miklum áhyggjum af því að jörðin og fornar minjar sem þar má finna myndu fara undir hraun. „Fyrstu upplýsingar til mín voru þær að það væri einn dagur til vika þangað til að hraun færi að flæða út úr Nátthaga,“ segir Guðrún en þessar upplýsingar bárust í maí-mánuði. „Það eru þrjú hús þarna, það er fjölskylduhúsið og svo eru tveir úr fjölskyldunni sem að eiga sína bústaði. Við tókum allt sem að okkur var annt um og færðum út úr húsinu. Það voru einu ráðstafanirnar,“ segir hún aðspurð um til hvaða aðgerða þau hafi gripið til að vernda húsin. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í júní, þar sem landeigendur Ísólfsskála voru í verðmætabjörgun. Þá voru gerðar ráðstafanir til að vernda ljósleiðara sem var verið að leggja að jörðinni þegar tíðindi bárust af því að hraun gæti runnið yfir jörðina. Ekki fyrr en langa stoppið kom að þau gátu farið að anda léttar EkkÞrátt fyrir að töluverð vegalengd sé frá hraunjaðrinum að húsunum á jörðinni og að spár um að stutt væri í að hraunið myndi flæða yfir Suðurstrandarveginn hafi ekki raungerst, segir Guðrún að landeigendur hafi alltaf haft áhyggjur aftast í kollinum. „Það er eiginlega ekki fyrr en þetta langa stopp kom fyrr en við finnum okkur óhult,“ segir Guðrún og vísar til þess að lítil sem engin virkni hefur mælst í gígnum síðan í september. „Ég held að við öndum bara öll léttar. Af því að þetta leit svo lengi illa út,“ segir hún. Ýmsar ástæður, bæði sögulegar og tilfinningalegar séu fyrir því að landeigendum sé annt um jörðina. „Ein af mörgum ástæðum fyrir því að okkur finnst landið mikilvægt, þetta eru ekki grasi grónir akrar eða neitt svoleiðis, en það er rosalega mikið af minjum, bæði við Ísólfskála og Selatanga, sjóminjum sem eru alveg hreint aftur í landnám. Okkur hefði þótt það skelfilegt að missa þetta undir hraun,“ segir Guðrún. Hraunflæðilíkan sem Veðurstofan gerði í júní sýndi að mögulegt væri að Ísólfsskáli færi undir hraun.Veðurstofan Fyrirsögn Morgunblaðsins hljómar á þá leið að talið sé að gosið sé í andarslitrunum og Guðrún er afdráttarlaus þegar hún er innt eftir viðbrögðum við þessum tíðindum: „Það bara hljómar alveg rosalega vel.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði. 23. júní 2021 22:26 Hrauninu verður leyft að flæða yfir Suðurstrandarveg Ekki verður reynt að koma í veg fyrir að hraun úr Geldingadölum flæði yfir Suðurstrandarveg, en þess í stað verður hugað að því að verja Grindavíkurbæ og nærliggjandi vegi. Búist er við að hraunið muni skríða yfir veginn á næstu vikum. 18. júní 2021 18:31 Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. 25. maí 2021 22:44 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Sjá meira
Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði. 23. júní 2021 22:26
Hrauninu verður leyft að flæða yfir Suðurstrandarveg Ekki verður reynt að koma í veg fyrir að hraun úr Geldingadölum flæði yfir Suðurstrandarveg, en þess í stað verður hugað að því að verja Grindavíkurbæ og nærliggjandi vegi. Búist er við að hraunið muni skríða yfir veginn á næstu vikum. 18. júní 2021 18:31
Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. 25. maí 2021 22:44