Sex ákærð fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og peningaþvætti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 25. október 2021 14:30 Lagt var hald á um 522 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Myndin er úr safni. Getty/Konstantinos Tsakalidis Héraðssaksóknari hefur ákært nokkra einstaklinga fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og peningaþvætti í tengslum við ræktun á fíkniefnum í iðnaðarbili í Kópavogi. Hjón og sonur þeirra eru á meðal þess eru ákærð í málinu. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur en í ákæru málsins segir að fimm karlmenn hafi verið staðnir að því að hafa 522 kannabisplöntur, níu kíló af maríjúana og sautján kíló af kannabislaufum í fórum sínum í iðnaðarhúsnæði við Smiðjuveg í Kópavogi árið 2016, þar sem plönturnar voru ræktaðar. Þá er eiginkona eins þeirra, sem ákærður er fyrir fíkniefnalagabrotm ákærð fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við og aflað sér ávinnings af refsiverðri háttsemi að fjárhæð að lágmarki 27 milljónir króna. Er hún sökuð um að hafa nýtt fjármunina til að kaupa umrætt iðnarhúsnæði en sama dag og afsal vegna þess var gefið út afsalaði hún húsinu til eignarhaldsfélags í eigu eiginmans hennar og sonar þeirra, sem einnig er ákærður í málinu. Þá er eiginmaður hennar jafnframt ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, geymt, aflað sér og ráðstafað ávinningi af refsiverðum brotum að lágmarksfjárhæð tæpum 20 milljónum króna. Er hann sakaður um að hafa tekið við fjármunum frá öðrum ákærðum í málinu, geymt þá og ráðstafað hluta fjármunanna til kaupa á iðnaðarhúsnæðinu. Krafin um að allt að tíu milljónir verði gerðar upptækar Eru hinir fjórir meðákærðu jafnframt ákærðir fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, geymt, aflað sér og ráðstafað ávinningi af refsiverðu brotum. Nema þær fjárhæðir milli 2,6 milljónum króna og 18 milljónum króna. Tveir mannanna, eiginmaðurinn og samstarfsmaður hans, sem eru fyrrum forsvarsmenn og eigendur eignarhaldsfélagsins ákærðir fyrir að hafa tekið á móti ávinningi af refsiverðum brotum á bankareikning félagsins: milljónunum 27 sem þeir vörðu í kaup á iðnaðarbilinu. Gerð er krafa til þess að sexmenningarnir verði dæmdir til refsingar auk þess sem krafist er að 522 kannabisplöntur, rúm níu kíló af maríhúana og rúm sautján grömm af kannabislaufum verði gerð upptæk. Þá er þess krafist að 110 gróðurlampar, 31 vifta, 110 straumbreytar, 66 svartir plastbakkar og ýmsir aðrir munir notaðir til kannabisræktunar veðri gerðir upptækir. Þá hefur verið gerð krafa að ákærðu verði gert að sæta upptöku á fjárhæðum, allt frá 600 þúsund krónum upp í 10 milljónir króna. Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Fíkniefnabrot Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Sjá meira
Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur en í ákæru málsins segir að fimm karlmenn hafi verið staðnir að því að hafa 522 kannabisplöntur, níu kíló af maríjúana og sautján kíló af kannabislaufum í fórum sínum í iðnaðarhúsnæði við Smiðjuveg í Kópavogi árið 2016, þar sem plönturnar voru ræktaðar. Þá er eiginkona eins þeirra, sem ákærður er fyrir fíkniefnalagabrotm ákærð fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við og aflað sér ávinnings af refsiverðri háttsemi að fjárhæð að lágmarki 27 milljónir króna. Er hún sökuð um að hafa nýtt fjármunina til að kaupa umrætt iðnarhúsnæði en sama dag og afsal vegna þess var gefið út afsalaði hún húsinu til eignarhaldsfélags í eigu eiginmans hennar og sonar þeirra, sem einnig er ákærður í málinu. Þá er eiginmaður hennar jafnframt ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, geymt, aflað sér og ráðstafað ávinningi af refsiverðum brotum að lágmarksfjárhæð tæpum 20 milljónum króna. Er hann sakaður um að hafa tekið við fjármunum frá öðrum ákærðum í málinu, geymt þá og ráðstafað hluta fjármunanna til kaupa á iðnaðarhúsnæðinu. Krafin um að allt að tíu milljónir verði gerðar upptækar Eru hinir fjórir meðákærðu jafnframt ákærðir fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, geymt, aflað sér og ráðstafað ávinningi af refsiverðu brotum. Nema þær fjárhæðir milli 2,6 milljónum króna og 18 milljónum króna. Tveir mannanna, eiginmaðurinn og samstarfsmaður hans, sem eru fyrrum forsvarsmenn og eigendur eignarhaldsfélagsins ákærðir fyrir að hafa tekið á móti ávinningi af refsiverðum brotum á bankareikning félagsins: milljónunum 27 sem þeir vörðu í kaup á iðnaðarbilinu. Gerð er krafa til þess að sexmenningarnir verði dæmdir til refsingar auk þess sem krafist er að 522 kannabisplöntur, rúm níu kíló af maríhúana og rúm sautján grömm af kannabislaufum verði gerð upptæk. Þá er þess krafist að 110 gróðurlampar, 31 vifta, 110 straumbreytar, 66 svartir plastbakkar og ýmsir aðrir munir notaðir til kannabisræktunar veðri gerðir upptækir. Þá hefur verið gerð krafa að ákærðu verði gert að sæta upptöku á fjárhæðum, allt frá 600 þúsund krónum upp í 10 milljónir króna.
Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Fíkniefnabrot Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Sjá meira