Minnst þrír hafi fallið í valdaráni súdanska hersins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2021 16:16 Hundruð ef ekki þúsundir Súdana hafa leitað á götur út til að mótmæla valdaráni hersins sem framið var í morgun. Minnst þrír hafa fallið og áttatíu særst samkvæmt upplýsingum frá Samtökum súdanskra lækna. AP Photo/Ashraf Idris Súdanski herinn hefur tekið völd í landinu og handtekið ráðherra. Mikil átök hafa verið milli hersins og mótmælenda og talið að minnst þrír hafi fallið í óeirðum í dag. Minnst áttatíu eru særðir eftir átök dagsins. Þetta kemur fram í umfjöllun Reuters um valdaránið. Samband lækna í Súdan birti færslu á Facebook í dag þar sem fram kemur að minnst þrír hafi fallið eftir að hafa verið skotnir í átökum við herinn. Þá hafi minnst áttatíu særst í átökunum. Greint var frá því í morgun að nokkrir ráðherrar úr bráðabirgðastjórn Súdans hafi verið handteknir á heimilum sínum í nótt. Forsætisráðherrann Abdallah Hamdok er meðal hinna handteknu og fjórir ráðherrar til viðbótar hið minnsta. Bráðabirgðastjórnin var sett á laggirnar til að koma á lýðræði í landinu eftir að Omar al-Bashir var steypt af stóli eftir áratuga setu á valdastóli fyrir tveimur árum síðan. Abdel Fattah al-Burhan, herforingi og formaður ráðs sem herinn og almenningur áttu sæti í, lýsti í morgun yfir neyðarástandi í landinu og hvatti herinn til að tryggja öryggi landsmanna. Fregnir hafa borist af því að fulltrúar almennings í ráðinu sem al-Burhan fer fyrir hafi verið handteknir. „Við lofum því að herinn mun standa við að koma á lýðræði í landinu og að almenningur muni fá að kjósa í ríkisstjórn,“ sagði hann og boðaði kosningar í júlí 2023. Hamdok forsætisráðherra er haldið ásamt nokkrum ráðherra sinna á óþekktum stað en hann er sagður neita að gefa út yfirlýsingu um stuðning við herinn. Þetta sagði í tilkynningu frá upplýsingaráðuneyti landsins sem virðist enn undir stjórn stuðningsmanna Hamdoks. Ráðuneytið kallaði yfirlýsingu al-Burhans merki um valdarán hersins og kallaði eftir að almenningur streitist á móti. Tugir þúsunda hafa í dag leitað á götur út og mótmælt hernum en þeim mætt kúlnahríð, að minnsta kosti í höfuðborginni Khartoum. Í borginni Omdurman hafa mótmælendur sett upp vegatálma og kalla þeir nú eftir því að almenningur fái að stjórna landinu, í fyrsta sinn í áratugi. Fréttin var uppfærð með nýjum tölum frá Sambandi súdanskra lækna. Súdan Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Reuters um valdaránið. Samband lækna í Súdan birti færslu á Facebook í dag þar sem fram kemur að minnst þrír hafi fallið eftir að hafa verið skotnir í átökum við herinn. Þá hafi minnst áttatíu særst í átökunum. Greint var frá því í morgun að nokkrir ráðherrar úr bráðabirgðastjórn Súdans hafi verið handteknir á heimilum sínum í nótt. Forsætisráðherrann Abdallah Hamdok er meðal hinna handteknu og fjórir ráðherrar til viðbótar hið minnsta. Bráðabirgðastjórnin var sett á laggirnar til að koma á lýðræði í landinu eftir að Omar al-Bashir var steypt af stóli eftir áratuga setu á valdastóli fyrir tveimur árum síðan. Abdel Fattah al-Burhan, herforingi og formaður ráðs sem herinn og almenningur áttu sæti í, lýsti í morgun yfir neyðarástandi í landinu og hvatti herinn til að tryggja öryggi landsmanna. Fregnir hafa borist af því að fulltrúar almennings í ráðinu sem al-Burhan fer fyrir hafi verið handteknir. „Við lofum því að herinn mun standa við að koma á lýðræði í landinu og að almenningur muni fá að kjósa í ríkisstjórn,“ sagði hann og boðaði kosningar í júlí 2023. Hamdok forsætisráðherra er haldið ásamt nokkrum ráðherra sinna á óþekktum stað en hann er sagður neita að gefa út yfirlýsingu um stuðning við herinn. Þetta sagði í tilkynningu frá upplýsingaráðuneyti landsins sem virðist enn undir stjórn stuðningsmanna Hamdoks. Ráðuneytið kallaði yfirlýsingu al-Burhans merki um valdarán hersins og kallaði eftir að almenningur streitist á móti. Tugir þúsunda hafa í dag leitað á götur út og mótmælt hernum en þeim mætt kúlnahríð, að minnsta kosti í höfuðborginni Khartoum. Í borginni Omdurman hafa mótmælendur sett upp vegatálma og kalla þeir nú eftir því að almenningur fái að stjórna landinu, í fyrsta sinn í áratugi. Fréttin var uppfærð með nýjum tölum frá Sambandi súdanskra lækna.
Súdan Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Sjá meira