Mikið áfall að fara á breytingaskeiðið aðeins 32 ára Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2021 21:00 Jónína Margrét Sigurðardóttir er á breytingaskeiðinu, aðeins 32 ára. Vísir/Einar Kona um þrítugt sem gengur nú í gegnum breytingaskeið segir það hafa verið mikið áfall að fá greininguna. Hún mun ekki geta eignast fleiri börn og stendur frammi fyrir strangri lyfjagjöf næstu áratugina. Meðalaldur kvenna við upphaf breytingaskeiðs, eða tíðahvörf, er um fimmtugt en Jónína Margrét Sigurðardóttir var ekki nema um 25 ára þegar hún byrjaði að finna fyrir einkennum snemmbúins breytingaskeiðs. Jónína, sem nú er 32 ára, leitaði loks til kvensjúkdómalæknis fyrir um ári síðan þegar hún hætti að fara á blæðingar. Jónína kveðst enga skýringu hafa fengið á því hvað veldur. „Af því þetta er svo ofboðslega sjaldgæft þá er þetta ekki rannsakað. Þetta er ekki skoðað. Ég myndi helst vilja fá einhver svör við því. En það er ekki. Þetta var mikið áfall, þetta var ofboðslega erfitt. Ég var rosalega feimin að tala um þetta því staðalímyndin af konum á breytingaskeiðinu eru sveittar, þreyttar og pirraðar kellingar. En ég var ekki tilbúin til þess að falla undir þann hatt,“ segir Jónína. Missti hárið og fékk svitaköst Hormónalyf, sem Jónína mun þurfa að taka næstu áratugina, slá á einkenni tíðahvarfanna, sem voru ýmiss konar. „Þetta voru miklir liðverkir. Sjónin hjá mér er orðin verri, hárlos, hita- og svitaköst. Ég svaf kannski fjóra tíma á nóttunni,“ segir Jónína. Jónína á eina dóttur á unglingsaldri. Hún segir frekari barneignir svo gott sem ómögulegar. „Öll egg hjá mér eru búin og það var náttúrulega rosa stórt og ég var mjög lengi að eiga við það með sjálfri mér. En ég var ekki viss um hvort mig langaði að eignast fleiri börn og ég er einhleyp. Svo flækir það líka málið.“ Hún hafi mætt skilningsleysi í heilbrigðiskerfinu. „Ég hef til dæmis ekki fengið það í gegn að fara í beinþéttnimælingu af því að ég er ekki nógu gömul. Skilaboðin sem ég fæ eru: Við skoðum það kannski ef þú ferð að brjóta stór bein. Sem mér finnst hljóma svolítið seint í rassinn gripið,“ segir Jónína. Ítarlega var fjallað um breytingaskeiðið, kulnun og gagnsemi nýrra hormónameðferða í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina. Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Meðalaldur kvenna við upphaf breytingaskeiðs, eða tíðahvörf, er um fimmtugt en Jónína Margrét Sigurðardóttir var ekki nema um 25 ára þegar hún byrjaði að finna fyrir einkennum snemmbúins breytingaskeiðs. Jónína, sem nú er 32 ára, leitaði loks til kvensjúkdómalæknis fyrir um ári síðan þegar hún hætti að fara á blæðingar. Jónína kveðst enga skýringu hafa fengið á því hvað veldur. „Af því þetta er svo ofboðslega sjaldgæft þá er þetta ekki rannsakað. Þetta er ekki skoðað. Ég myndi helst vilja fá einhver svör við því. En það er ekki. Þetta var mikið áfall, þetta var ofboðslega erfitt. Ég var rosalega feimin að tala um þetta því staðalímyndin af konum á breytingaskeiðinu eru sveittar, þreyttar og pirraðar kellingar. En ég var ekki tilbúin til þess að falla undir þann hatt,“ segir Jónína. Missti hárið og fékk svitaköst Hormónalyf, sem Jónína mun þurfa að taka næstu áratugina, slá á einkenni tíðahvarfanna, sem voru ýmiss konar. „Þetta voru miklir liðverkir. Sjónin hjá mér er orðin verri, hárlos, hita- og svitaköst. Ég svaf kannski fjóra tíma á nóttunni,“ segir Jónína. Jónína á eina dóttur á unglingsaldri. Hún segir frekari barneignir svo gott sem ómögulegar. „Öll egg hjá mér eru búin og það var náttúrulega rosa stórt og ég var mjög lengi að eiga við það með sjálfri mér. En ég var ekki viss um hvort mig langaði að eignast fleiri börn og ég er einhleyp. Svo flækir það líka málið.“ Hún hafi mætt skilningsleysi í heilbrigðiskerfinu. „Ég hef til dæmis ekki fengið það í gegn að fara í beinþéttnimælingu af því að ég er ekki nógu gömul. Skilaboðin sem ég fæ eru: Við skoðum það kannski ef þú ferð að brjóta stór bein. Sem mér finnst hljóma svolítið seint í rassinn gripið,“ segir Jónína. Ítarlega var fjallað um breytingaskeiðið, kulnun og gagnsemi nýrra hormónameðferða í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina.
Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira