Sérfræðingar pirraðir út í óbólusettan Kimmich Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. október 2021 23:31 Óbólusettur Kimmich skýtur að marki í leik í Meistaradeild Evrópu fyrr á leiktíðinni. EPA-EFE/Lukas Barth-Tuttas Joshua Kimmich, miðjumaður Þýskalandsmeistara Bayern München og þýska landsliðsins, viðurkenndi á dögunum að hann væri óbólusettur. Hann hefur fengið skammir í hattinn frá heilbrigðisyfirvöldum þar í landi sem og fyrrum landsliðsmanni Þýskalands. Hinn 26 ára gamli Kimmich er af mörgum talinn einn besti miðjumaður dagsins í dag. Hann er í lykilhlutverki bæði hjá félagsliði sínu sem og landsliði. Það vakti því mikla athygli þegar hann sagðist ekki vera bólusettur. Ástæðan var sú að hann sagði að það væri ekki búið að rannsaka langtímaáhrif bólusetninga. Kimmich segist fara eftir sóttvarnareglum, fara í skimun á tveggja til þriggja daga fresti. Hann vill þó meina að allir eigi rétt á að taka eigin ákvörðun út frá sínum forsendum. Ónæmisfræðingar í Þýskalandi telja að almennur misskilningur ríki meðal almennings varðandi það hvernig bólusetningar virka. Telja þeir að ummæli Kimmich ýti undir slíkan misskilning. German immunologists have warned that fundamental misunderstandings about the way vaccines work persist among the population, after Joshua Kimmich confirmed that he had declined to receive a Covid jab due to concerns over long-term side-effects https://t.co/Yt4svs4RGh— Guardian sport (@guardian_sport) October 25, 2021 Þá hefur Kimmich einnig verið gagnrýndur af Dietmar Hamann, fyrrum leikmanni Liverpool sem og þýska landsliðsins. Hann bendir á að óbólusettur einstaklingur sé líklegri til að smitast og smita aðra heldur en bólusettur einstaklingur. Hamann benti einnig á að til þess að komast á knattspyrnuvöll í Þýskalandi þyrfti stuðningsfólk að sýna fram á bólusetningar- eða mótefnavottorð. Það væri því fremur undarlegt ef eina óbólusetta fólkið væri það sem væri inn á vellinum. Fótbolti Þýski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Sjá meira
Hinn 26 ára gamli Kimmich er af mörgum talinn einn besti miðjumaður dagsins í dag. Hann er í lykilhlutverki bæði hjá félagsliði sínu sem og landsliði. Það vakti því mikla athygli þegar hann sagðist ekki vera bólusettur. Ástæðan var sú að hann sagði að það væri ekki búið að rannsaka langtímaáhrif bólusetninga. Kimmich segist fara eftir sóttvarnareglum, fara í skimun á tveggja til þriggja daga fresti. Hann vill þó meina að allir eigi rétt á að taka eigin ákvörðun út frá sínum forsendum. Ónæmisfræðingar í Þýskalandi telja að almennur misskilningur ríki meðal almennings varðandi það hvernig bólusetningar virka. Telja þeir að ummæli Kimmich ýti undir slíkan misskilning. German immunologists have warned that fundamental misunderstandings about the way vaccines work persist among the population, after Joshua Kimmich confirmed that he had declined to receive a Covid jab due to concerns over long-term side-effects https://t.co/Yt4svs4RGh— Guardian sport (@guardian_sport) October 25, 2021 Þá hefur Kimmich einnig verið gagnrýndur af Dietmar Hamann, fyrrum leikmanni Liverpool sem og þýska landsliðsins. Hann bendir á að óbólusettur einstaklingur sé líklegri til að smitast og smita aðra heldur en bólusettur einstaklingur. Hamann benti einnig á að til þess að komast á knattspyrnuvöll í Þýskalandi þyrfti stuðningsfólk að sýna fram á bólusetningar- eða mótefnavottorð. Það væri því fremur undarlegt ef eina óbólusetta fólkið væri það sem væri inn á vellinum.
Fótbolti Þýski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Sjá meira