Innlent

Út­línur ein­stakra mála­flokka stjórn­mála­sátt­mála að teiknast upp

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Bjarni Benediktsson segir útlínur einstakra málefna í stjórnarsáttmála að teiknast upp en of snemmt sé að segja hvenær hann verði kynntur. 
Bjarni Benediktsson segir útlínur einstakra málefna í stjórnarsáttmála að teiknast upp en of snemmt sé að segja hvenær hann verði kynntur.  Vísir/Vilhelm

Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra segir stjórnarmyndunarviðræður ganga vel og útlínur einstkra málaflokka farnar að teiknast upp. Það sé þó of snemmt að segja til um hvenær nýr stjórnarsáttmáli verði kynntur. 

Þetta sagði Bjarni að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu nú í morgun. Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstrihreyfingar - græns framboðs, núverandi stjórnarflokka, hafa staðið yfir síðustu vikur en rúmar fjórar vikur eru liðnar frá Alþingiskosningum. 

„Þetta gengur alveg eðlilega bara og skref fyrir skref þá erum við að komast í gegn um atriðin sem þarf að ræða,“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu. 

Greint var frá því á Vísi í gær að leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna séu farnir að leggja drög að stjórnarsáttmála. Niðurstöðu gæti verið að vænta í næstu eða þarnæstu viku. Allt stefni í að sáttmálinn geti tekið á sig heildstæða mynd frá og með næstu viku. 

„Útlínur að einstaka málaflokkum eru að teiknast upp en þetta er ekkert búið fyrr en þetta er búið,“segir Bjarni. 

Hvenær má búast við að stjórnarsáttmálinn verði kynntur?

„Ég veit það ekki alveg, það er best að segja sem minnst um það.“


Tengdar fréttir

Leggja drög að stjórnarsáttmála

Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna eru farnir að leggja drög að stjórnarsáttmála samkvæmt heimildum fréttastofu. Niðurstöðu gæti verið að vænta í næstu eða þarnæstu viku.

Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar

Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×