Siggi hakkari í gæsluvarðhaldi grunaður um umfangsmikil fjársvik Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. október 2021 12:09 Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, hefur sætt síbrotagæslu í fjórar vikur sem hefur verið framlengd, vegna gruns um að hann sé höfuðpaurinn í umfangsmiklu fjársvikamáli. Stöð 2 Einn sætir gæsluvarðhaldi og fjórtán til viðbótar eru með réttarstöðu sakbornings í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fjársvikum, peningaþvætti og skjalafalsi. Tugir milljóna eru undir í málinu að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Ríkisútvarpið greinir frá þessu en Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, staðfestir í samtali við fréttastofu. Fólkið er grunað um að hafa stofnað til reikningsviðskipta við tugi fyrirtækja og svikið þau. Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins í rúman mánuð en það hefur nú verið framlengt um fjórar vikur til viðbótar. Hann er grunaður um að vera höfuðpaur í málinu samkvæmt frétt RÚV. „Það er svolítið síðan þetta kom inn á borð lögreglunnar. Það var farið í þessar aðgerðir lögreglu fyrir einhverjum fjórum vikum síðan,“ segir Margeir Sveinsson í samtali við fréttastofu. „Það er einn í gæsluvarðhaldi, það er ekkert meira en það. Það er verið að fara að tala við fólk og svoleiðis. Rannsókn er í fullum gangi. Þetta skiptir einhverjum tugum milljóna.“ Margeir segist ekki geta sagt til um hvenær málið verði sent á borð ákærusviðs lögreglu. Játaði að hafa logið í máli Julians Assange Stundin fjallaði um málið 6. október síðastliðinn en þar kom fram að Sigurður hafi verið handtekinn 23. september síðastliðinn og hafi síðar verið dæmdur í síbrotagæslu í Héraðsdómi Reykjavíkur og sendur á Litla Hraun. Ástæðan fyrir því að hann hafi verið dæmdur í síbrotagæslu, samkvæmt heimildum Stundarinnar, sé fjöldi fjársvikamála og tilrauna til fjársvika sem séu nú til rannsóknar hjá lögreglu. Þá sé Sigurður grunaður um að hafa falsað undirskrift síns eigin lögmanns til þess að láta líta svo út að lögmaðurinn hafi greitt fé inn á reikninga fyrirtækis sem Sigurður er sjálfur hluthafi í. Sigurður hafi notast við fjölda fyrirtækja og félagasamtaka til að svíkja tugi milljóna króna af einstaklingum og fyrirtækjum á undanförnum árum. Sigurður játaði fyrr á þessu ári í viðtali við Stundina að hafa logið til um ásakanir sem bandarísk yfirvöld hafa notað í máli sínu gegn Assange. Dæmdur í einu umfangsmesta kynferðisbrotamáli landsins Sigurður á að baki langan sakaferil og hefur meðal annars verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn pilti undir lögaldri. Sama ár var hann sakfelldur fyrir fjársvik og fleiri brot og dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Var hann í því máli meðal annars sakfelldur fyrir að hafa villt á sér heimildir og þóst vera Julian Assange. Sigurður hefur verið dæmdur fyrir fjölda kynferðisbrota en hann fékk þriggja ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum á aldrinum fimmtán til sextán ára. Játaði hann að hafa tælt fimm drengi og brotið á þeim í tugi skipta. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Efnahagsbrot Mál Sigga hakkara Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Ríkisútvarpið greinir frá þessu en Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, staðfestir í samtali við fréttastofu. Fólkið er grunað um að hafa stofnað til reikningsviðskipta við tugi fyrirtækja og svikið þau. Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins í rúman mánuð en það hefur nú verið framlengt um fjórar vikur til viðbótar. Hann er grunaður um að vera höfuðpaur í málinu samkvæmt frétt RÚV. „Það er svolítið síðan þetta kom inn á borð lögreglunnar. Það var farið í þessar aðgerðir lögreglu fyrir einhverjum fjórum vikum síðan,“ segir Margeir Sveinsson í samtali við fréttastofu. „Það er einn í gæsluvarðhaldi, það er ekkert meira en það. Það er verið að fara að tala við fólk og svoleiðis. Rannsókn er í fullum gangi. Þetta skiptir einhverjum tugum milljóna.“ Margeir segist ekki geta sagt til um hvenær málið verði sent á borð ákærusviðs lögreglu. Játaði að hafa logið í máli Julians Assange Stundin fjallaði um málið 6. október síðastliðinn en þar kom fram að Sigurður hafi verið handtekinn 23. september síðastliðinn og hafi síðar verið dæmdur í síbrotagæslu í Héraðsdómi Reykjavíkur og sendur á Litla Hraun. Ástæðan fyrir því að hann hafi verið dæmdur í síbrotagæslu, samkvæmt heimildum Stundarinnar, sé fjöldi fjársvikamála og tilrauna til fjársvika sem séu nú til rannsóknar hjá lögreglu. Þá sé Sigurður grunaður um að hafa falsað undirskrift síns eigin lögmanns til þess að láta líta svo út að lögmaðurinn hafi greitt fé inn á reikninga fyrirtækis sem Sigurður er sjálfur hluthafi í. Sigurður hafi notast við fjölda fyrirtækja og félagasamtaka til að svíkja tugi milljóna króna af einstaklingum og fyrirtækjum á undanförnum árum. Sigurður játaði fyrr á þessu ári í viðtali við Stundina að hafa logið til um ásakanir sem bandarísk yfirvöld hafa notað í máli sínu gegn Assange. Dæmdur í einu umfangsmesta kynferðisbrotamáli landsins Sigurður á að baki langan sakaferil og hefur meðal annars verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn pilti undir lögaldri. Sama ár var hann sakfelldur fyrir fjársvik og fleiri brot og dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Var hann í því máli meðal annars sakfelldur fyrir að hafa villt á sér heimildir og þóst vera Julian Assange. Sigurður hefur verið dæmdur fyrir fjölda kynferðisbrota en hann fékk þriggja ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum á aldrinum fimmtán til sextán ára. Játaði hann að hafa tælt fimm drengi og brotið á þeim í tugi skipta. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Efnahagsbrot Mál Sigga hakkara Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira