Telur ofbeldisfullar hópsenur í klámi geta stuðlað að fjölgun hópnauðgunarmála Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. október 2021 11:33 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Vísir/vilhelm Talskona Stígamóta telur opnari umræðu en áður, sem og áhrif úr klámi, geta stuðlað að fjölgun tilkynninga um hópnauðganir til neyðarmóttöku í ár. Erfiðara sé fyrir þolendur hópnauðgana en aðra að fara með mál sín í gegnum dómskerfið þar sem gerendur geti talað sig saman. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að nítján hafi leitað til neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana það sem af er ári. Þrettán leituðu til móttökunnar árið 2020 og sex árið 2019. Haft er eftir Hrönn Stefánsdóttur, hjúkrunarfræðingi og verkefnastjóra á neyðarmóttökunni, að um sé að ræða ógnvænlega þróun. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta segir það alltaf koma á óvart þegar ofbeldi aukist. Á sama tíma hafi hins vegar umræða um kynferðisofbeldi opnast mikið síðustu misseri og því eðlilegt að fleiri leiti sér aðstoðar. „Og síðan er það auðvitað líka annað sem getur verið að hafa áhrif og það er klámið og klámvæðingin. Við höfum verið að sjá talsvert mikil áhrif af kláminu í þeim ofbeldisbrotum sem koma hérna inn á Stígamót og í kláminu er ekkert óalgengt að sjá ofbeldisfullar hópsenur,“ segir Steinunn. Gerendur geti talað sig saman Um 20-25 þolendur hópnauðgunar leiti til Stígamóta á ári hverju en málin sem þangað koma séu þó yfirleitt ekki ný. „Þetta er allt frá því að vera frelsissviptingar þar sem manneskja er yfirbuguð og það er hópur sem níðist á henni kynferðislega, jafnvel með byrlun, yfir í að þetta er maki eða kærasti sem býður allt í einu einhverjum öðrum inn í kynlífið og þar með breytist það úr kynlífi og í hópnauðgun,“ segir Steinunn. Steinunn tekur undir það með Hrönn að það geti verið enn erfiðara fyrir þolendur hópnauðgana að tilkynna mál sín til lögreglu en aðra þolendur. „Vegna þess að þar geta gerendurnir talað sig saman og verið sammála um vitnisburðinn. Og þannig höfum við auðvitað séð mál fara fyrir dómstóla þar sem þrír eða fjórir tala sig saman og það er náttúrulega mjög sterkt gegn einum vitnisburði brotaþola. Það virðist vera sem þolendur hópnauðgana eigi lítinn séns í réttarkerfinu okkar.“ Kynferðisofbeldi Klám Tengdar fréttir Nítján leitað til neyðarmóttöku kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana Nítján hafa leitað til neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana það sem af er ári. Árið 2020 leituðu þrettán einstaklingar til móttökunnar og sex árið 2019. 26. október 2021 06:45 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í morgun að nítján hafi leitað til neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana það sem af er ári. Þrettán leituðu til móttökunnar árið 2020 og sex árið 2019. Haft er eftir Hrönn Stefánsdóttur, hjúkrunarfræðingi og verkefnastjóra á neyðarmóttökunni, að um sé að ræða ógnvænlega þróun. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta segir það alltaf koma á óvart þegar ofbeldi aukist. Á sama tíma hafi hins vegar umræða um kynferðisofbeldi opnast mikið síðustu misseri og því eðlilegt að fleiri leiti sér aðstoðar. „Og síðan er það auðvitað líka annað sem getur verið að hafa áhrif og það er klámið og klámvæðingin. Við höfum verið að sjá talsvert mikil áhrif af kláminu í þeim ofbeldisbrotum sem koma hérna inn á Stígamót og í kláminu er ekkert óalgengt að sjá ofbeldisfullar hópsenur,“ segir Steinunn. Gerendur geti talað sig saman Um 20-25 þolendur hópnauðgunar leiti til Stígamóta á ári hverju en málin sem þangað koma séu þó yfirleitt ekki ný. „Þetta er allt frá því að vera frelsissviptingar þar sem manneskja er yfirbuguð og það er hópur sem níðist á henni kynferðislega, jafnvel með byrlun, yfir í að þetta er maki eða kærasti sem býður allt í einu einhverjum öðrum inn í kynlífið og þar með breytist það úr kynlífi og í hópnauðgun,“ segir Steinunn. Steinunn tekur undir það með Hrönn að það geti verið enn erfiðara fyrir þolendur hópnauðgana að tilkynna mál sín til lögreglu en aðra þolendur. „Vegna þess að þar geta gerendurnir talað sig saman og verið sammála um vitnisburðinn. Og þannig höfum við auðvitað séð mál fara fyrir dómstóla þar sem þrír eða fjórir tala sig saman og það er náttúrulega mjög sterkt gegn einum vitnisburði brotaþola. Það virðist vera sem þolendur hópnauðgana eigi lítinn séns í réttarkerfinu okkar.“
Kynferðisofbeldi Klám Tengdar fréttir Nítján leitað til neyðarmóttöku kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana Nítján hafa leitað til neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana það sem af er ári. Árið 2020 leituðu þrettán einstaklingar til móttökunnar og sex árið 2019. 26. október 2021 06:45 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira
Nítján leitað til neyðarmóttöku kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana Nítján hafa leitað til neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana það sem af er ári. Árið 2020 leituðu þrettán einstaklingar til móttökunnar og sex árið 2019. 26. október 2021 06:45