Tvöfalt líklegri til að vera tekin kyrkingartaki af maka en í slag niðri í bæ Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. október 2021 22:21 Drífa Jónasdóttir vann rannsóknina sem hluta af doktorsnámi sínu við læknadeild Háskóla Íslands. Vísir/Egill Konum sem leitað hafa á spítala vegna ofbeldis hefur fækkað mikið á síðustu fimmtán árum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Rannsakandi segir niðurstöðurnar óvæntar, sérstaklega í ljósi þeirrar vitundarvakningar sem hefur orðið í samfélaginu síðustu ár. Í rannsókninni voru bornir saman hópar kvenna sem leitað hafa á bráðamóttöku frá 2005 til 2019 vegna heimilisofbeldis annars vegar og annars konar ofbeldis hins vegar, til dæmis slagsmála niðri í bæ eða ofbeldis á vinnustað. Rannsóknin náði til fjögur þúsund kvenna. Fjórar af hverjum tíu konum sem leituðu á bráðamóttöku voru með áverka eftir heimilisofbeldi. Drífa Jónasdóttir, doktorsnemi við læknadeild Háskóla Íslands og einn rannsakenda, segir þetta mjög hátt hlutfall. „Þær voru að koma alveg ítrekað, voru að koma aftur og aftur út af líkamlegum áverkum á slysó,“ segir Drífa. Áhyggjuefni og algjörlega galið Áverkar á hópunum tveimur voru sambærilegir en í einu tilliti var afgerandi munur. Konur sem leituðu á spítala vegna heimilisofbeldis voru tvöfalt líklegri til að vera með áverka eftir hálstak en konur í hinum hópnum. „Sem er auðvitað áhyggjuefni og algjörlega galið að makar séu að taka konurnar sínar kyrkingartaki. Og athyglisvert að fá það staðfest að það er mikið algengara að ég myndi lenda í því sem þolandi heimilisofbeldis heldur en ef ég myndi lenda í slag einhvers staðar niðri í bæ,“ segir Drífa. Á umræddu fimmtán ára tímabili hefur jafnframt orðið 45 prósent fækkun í komum kvenna sem leita á bráðamóttöku vegna heimilisofbeldis. Fækkunin í almenna hópnum er meiri, eða 61 prósent. Drífa segir þetta hafa komið sér á óvart. „Á ekki lengra tímabili en þetta og á þessum tímum þar sem er verið að tala um þessa vitundarvakningu og fólk skammast sín kannski ekki eins mikið kannski og fyrir fimmtán árum fyrir að vera í ofbeldissambandi og vill koma fram. Og líka þessi mikla fækkun í almenna ofbeldinu. Það er sextíu og eitt prósent. Það er mjög mikið á þessum tíma,“ segir Drífa. „Þannig að af hverju virðast konur vera hættar að koma á bráðamóttökuna í Fossvogi? Ég veit það ekki, það er bara næsta doktorsverkefni.“ Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Í rannsókninni voru bornir saman hópar kvenna sem leitað hafa á bráðamóttöku frá 2005 til 2019 vegna heimilisofbeldis annars vegar og annars konar ofbeldis hins vegar, til dæmis slagsmála niðri í bæ eða ofbeldis á vinnustað. Rannsóknin náði til fjögur þúsund kvenna. Fjórar af hverjum tíu konum sem leituðu á bráðamóttöku voru með áverka eftir heimilisofbeldi. Drífa Jónasdóttir, doktorsnemi við læknadeild Háskóla Íslands og einn rannsakenda, segir þetta mjög hátt hlutfall. „Þær voru að koma alveg ítrekað, voru að koma aftur og aftur út af líkamlegum áverkum á slysó,“ segir Drífa. Áhyggjuefni og algjörlega galið Áverkar á hópunum tveimur voru sambærilegir en í einu tilliti var afgerandi munur. Konur sem leituðu á spítala vegna heimilisofbeldis voru tvöfalt líklegri til að vera með áverka eftir hálstak en konur í hinum hópnum. „Sem er auðvitað áhyggjuefni og algjörlega galið að makar séu að taka konurnar sínar kyrkingartaki. Og athyglisvert að fá það staðfest að það er mikið algengara að ég myndi lenda í því sem þolandi heimilisofbeldis heldur en ef ég myndi lenda í slag einhvers staðar niðri í bæ,“ segir Drífa. Á umræddu fimmtán ára tímabili hefur jafnframt orðið 45 prósent fækkun í komum kvenna sem leita á bráðamóttöku vegna heimilisofbeldis. Fækkunin í almenna hópnum er meiri, eða 61 prósent. Drífa segir þetta hafa komið sér á óvart. „Á ekki lengra tímabili en þetta og á þessum tímum þar sem er verið að tala um þessa vitundarvakningu og fólk skammast sín kannski ekki eins mikið kannski og fyrir fimmtán árum fyrir að vera í ofbeldissambandi og vill koma fram. Og líka þessi mikla fækkun í almenna ofbeldinu. Það er sextíu og eitt prósent. Það er mjög mikið á þessum tíma,“ segir Drífa. „Þannig að af hverju virðast konur vera hættar að koma á bráðamóttökuna í Fossvogi? Ég veit það ekki, það er bara næsta doktorsverkefni.“
Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira