Sóttvarnalæknir birtir færslur um þróun faraldursins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. október 2021 21:46 Þórólfur (fyrir miðju) mun iðulega birta stuttar færslur á covid.is. Með honum á myndinni eru Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Alma Möller landlæknir. Vísir/Vilhelm Frá og með deginum í dag má vænta þess að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir birti stuttar færslur á Covid.is, vef Landlæknis og almannavarna, nokkrum sinnum í viku og fjalla um stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. Fyrsta færslan birtist í dag en þar segir sóttvarnalæknir fyllstu ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun faraldursins hér á landi. Í tilkynningu sem Hjördís Guðmundsóttir, samskiptastjóri almannavarna, sendi fjölmiðlum í dag kemur fram að færslurnar muni birtast flesta virka daga, en engin sérstök tímasetning verði á þeim. Telur ástæðu til að hafa áhyggjur Í fyrstu færslunni, sem birtist í dag, bendir Þórólfur á að 14 daga nýgengi smita hér á landi sé um 230 á hverja 100.000 íbúa. Það sé með því hæsta sem sést hafi hér á landi frá upphafi faraldursins. „Innlögnum á Landspítalann hefur einnig fjölgað og á spítalanum liggja nú 11 einstaklingar og þar af einn á gjörgæsludeild. Síðustu vikur og mánuði hafa um 2% þeirra sem greinast lagst inn á sjúkrahús, 0,4%lagst inn á gjörgæsludeild og um 0,2% þurft aðstoð öndunarvéla. Um helmingur innlagðra var full bólusettur,“ skrifar Þórólfur. Þá segir hann fyllstu ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun faraldursins hér á landi, og setur hana í samhengi við auknar afléttingar sóttvarnatakmarkana. „Með vaxandi afléttingu takmarkana þá hefur dreifing smits aukist og greinilegt að einstaklingsbundnar sóttvarnir duga ekki til að halda faraldrinum í skefjum. Þó að útbreidd bólusetning komi í veg fyrir smit og einkum alvarleg veikindi þá virðist hún ekki duga til að stöðva þá bylgju sem nú er í gangi né heldur að koma í veg fyrir innlagnir alvarlegra veikra.“ Líkt og greint var frá í dag telur sóttvarnalæknir að mögulega sé tilefni til þess að endurskoða fyrirhugaðar allsherjarafléttingar takmarkana, sem stjórnvöld hafa boðað að verði að veruleika 18. nóvember. Þrátt fyrir það hafa bæði forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra sagt að ekki sé stefnan að skipta um stefnu, í það minnsta ekki að svo stöddu. Í niðurlagi færslu sinnar hvetur sóttvarnalæknir til þess að allir hugi að einstaklingsbundnum sóttvörnum, svo síður þurfi að koma til takmarkana á umgengni fólks. „Munum að margar innlagnir á sjúkrahús koma ekki einungis niður á umönnun þeirra sem veikst hafa alvarlega af COVID-19 heldur einnig annarri mikilvægri þjónustu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fella niður skólahald og herða heimsóknarreglur vegna útbreiðslu Covid Skólahald í Auðarskóla í Dalabyggð hefur verið fellt niður út þessa viku og heimsóknarreglur á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni verið hertar, vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í sveitarfélaginu. 26. október 2021 17:16 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Í tilkynningu sem Hjördís Guðmundsóttir, samskiptastjóri almannavarna, sendi fjölmiðlum í dag kemur fram að færslurnar muni birtast flesta virka daga, en engin sérstök tímasetning verði á þeim. Telur ástæðu til að hafa áhyggjur Í fyrstu færslunni, sem birtist í dag, bendir Þórólfur á að 14 daga nýgengi smita hér á landi sé um 230 á hverja 100.000 íbúa. Það sé með því hæsta sem sést hafi hér á landi frá upphafi faraldursins. „Innlögnum á Landspítalann hefur einnig fjölgað og á spítalanum liggja nú 11 einstaklingar og þar af einn á gjörgæsludeild. Síðustu vikur og mánuði hafa um 2% þeirra sem greinast lagst inn á sjúkrahús, 0,4%lagst inn á gjörgæsludeild og um 0,2% þurft aðstoð öndunarvéla. Um helmingur innlagðra var full bólusettur,“ skrifar Þórólfur. Þá segir hann fyllstu ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun faraldursins hér á landi, og setur hana í samhengi við auknar afléttingar sóttvarnatakmarkana. „Með vaxandi afléttingu takmarkana þá hefur dreifing smits aukist og greinilegt að einstaklingsbundnar sóttvarnir duga ekki til að halda faraldrinum í skefjum. Þó að útbreidd bólusetning komi í veg fyrir smit og einkum alvarleg veikindi þá virðist hún ekki duga til að stöðva þá bylgju sem nú er í gangi né heldur að koma í veg fyrir innlagnir alvarlegra veikra.“ Líkt og greint var frá í dag telur sóttvarnalæknir að mögulega sé tilefni til þess að endurskoða fyrirhugaðar allsherjarafléttingar takmarkana, sem stjórnvöld hafa boðað að verði að veruleika 18. nóvember. Þrátt fyrir það hafa bæði forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra sagt að ekki sé stefnan að skipta um stefnu, í það minnsta ekki að svo stöddu. Í niðurlagi færslu sinnar hvetur sóttvarnalæknir til þess að allir hugi að einstaklingsbundnum sóttvörnum, svo síður þurfi að koma til takmarkana á umgengni fólks. „Munum að margar innlagnir á sjúkrahús koma ekki einungis niður á umönnun þeirra sem veikst hafa alvarlega af COVID-19 heldur einnig annarri mikilvægri þjónustu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fella niður skólahald og herða heimsóknarreglur vegna útbreiðslu Covid Skólahald í Auðarskóla í Dalabyggð hefur verið fellt niður út þessa viku og heimsóknarreglur á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni verið hertar, vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í sveitarfélaginu. 26. október 2021 17:16 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Fella niður skólahald og herða heimsóknarreglur vegna útbreiðslu Covid Skólahald í Auðarskóla í Dalabyggð hefur verið fellt niður út þessa viku og heimsóknarreglur á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni verið hertar, vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í sveitarfélaginu. 26. október 2021 17:16