Senda Seðlabankanum tóninn og hyggjast sækja hverja einustu krónu Eiður Þór Árnason skrifar 26. október 2021 22:25 Vilhjálmur og Ragnar við undirritun kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara árið 2019. Vísir/vilhelm Verkalýðshreyfingin mun ekki veita neinn afslátt í komandi kjaraviðræðum og hyggst sækja hverja einustu viðbótarkrónu sem heimilin hafa greitt í kjölfar vaxtahækkana Seðlabankans. Þetta segja Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Þeir gagnrýna vaxtahækkanir Seðlabankans og segja í grein sem birtist á Vísi að við gerð síðustu kjarasamninga hafi verið litið til þess að samningar hefðu í för með sér lækkun vaxta. Sökum þess hafi verið samið með hófstilltari hætti til að leggja grunn að því að auka ráðstöfunartekjur launafólks með fleiri þáttum en beinum launahækkunum. „Það er mikilvægt að Seðlabankinn sé upplýstur um það að við munum sækja hverja einustu krónu sem þeir leggja á heimilin, í formi hærri vaxta, í næstu kjarasamningum. Við munum ekki sætta okkur við að aukin verðbólga vegna aðgerðarleysis stjórnmálanna í húsnæðismálum eða ytri áhrifa vegna erlendra hækkanna verði settar á herðar okkar félagsmanna með hærri vöxtum.“ Hið sama eigi við um hið opinbera, bankana, tryggingafélögin og fyrirtæki í þjónustu og verslun sem hafi að mati verkalýðsforkólfanna hækkað verð til neytenda langt umfram það sem eðlilegt getur talist, skert þjónustu og skilað met afkomu. Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti þrisvar sinnum frá því í vor. Stöð 2/Sigurjón Styttist í næstu kjaraviðræðulotu Lífskjarasamingarnir svokölluðu renna formlega út þann 1. nóvember á næsta ári og styttist því óðum í að aðilar vinnumarkaðarins setjist aftur að samningaborðinu. Stýrivextir Seðlabankans hafa tvöfaldast frá því í lok mars með tilheyrandi áhrifum á óverðtryggða húsnæðislánavexti viðskiptabankanna. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði síðast stýrivexti upp í 1,5% í byrjun október. Hagfræðideild Landsbankans hefur spáð því að þeir verði komnir upp í 4,25% árið 2023. Gangi það eftir verða þeir komnir á sama stað og vorið 2019 þegar samið var um Lífskjarasamninginn en Seðlabankinn lækkaði vexti hratt til að bregðast við áhrifum heimsfaraldursins. Í kjölfarið tók við vaxtahækkunartímabil. „Við munum sækja hverja einustu krónu sem þið takið af fólkinu okkar í næstu kjarasamningum,“ skrifa Ragnar og Vilhjálmur í grein sinni. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.vísir/vilhelm Varaði við launahækkunum Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri varaði við því í maí að brugðist yrði við launahækkunum með frekari vaxtahækkunum. Þá var Seðlabankinn nýbúinn að hækka stýrivexti úr 0,75% í 1,0% og sagði Ásgeir að framhaldið myndi velta á viðbrögðum aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. „Ef það verður ekkert lát á hallarekstri ríkissjóðs eftir lok farsóttarinnar, eða við sjáum áframhald á launahækkunum sem eru margfaldar á við það sem þekkist í öðrum löndum, þá er ljóst að það verður auðvelt að eyðileggja þá góðu samkeppnisstöðu sem við njótum núna,“ var haft eftir seðlabankastjóra í Markaðinum. „Ef við erum til dæmis að fara að sjá ákall um launahækkanir til að bregðast við minni kaupmætti vegna aukinnar verðbólgu, þá verður Seðlabankinn neyddur til þess að bregðast við strax. Það er engin spurning,“ bætti hann við. Kjaramál Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Telja að stýrivextir nái 4,25 prósentum árið 2023 Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti á þessu og næsta ári. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs. 20. október 2021 09:32 Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. 6. október 2021 11:50 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Sjá meira
Þetta segja Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Þeir gagnrýna vaxtahækkanir Seðlabankans og segja í grein sem birtist á Vísi að við gerð síðustu kjarasamninga hafi verið litið til þess að samningar hefðu í för með sér lækkun vaxta. Sökum þess hafi verið samið með hófstilltari hætti til að leggja grunn að því að auka ráðstöfunartekjur launafólks með fleiri þáttum en beinum launahækkunum. „Það er mikilvægt að Seðlabankinn sé upplýstur um það að við munum sækja hverja einustu krónu sem þeir leggja á heimilin, í formi hærri vaxta, í næstu kjarasamningum. Við munum ekki sætta okkur við að aukin verðbólga vegna aðgerðarleysis stjórnmálanna í húsnæðismálum eða ytri áhrifa vegna erlendra hækkanna verði settar á herðar okkar félagsmanna með hærri vöxtum.“ Hið sama eigi við um hið opinbera, bankana, tryggingafélögin og fyrirtæki í þjónustu og verslun sem hafi að mati verkalýðsforkólfanna hækkað verð til neytenda langt umfram það sem eðlilegt getur talist, skert þjónustu og skilað met afkomu. Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti þrisvar sinnum frá því í vor. Stöð 2/Sigurjón Styttist í næstu kjaraviðræðulotu Lífskjarasamingarnir svokölluðu renna formlega út þann 1. nóvember á næsta ári og styttist því óðum í að aðilar vinnumarkaðarins setjist aftur að samningaborðinu. Stýrivextir Seðlabankans hafa tvöfaldast frá því í lok mars með tilheyrandi áhrifum á óverðtryggða húsnæðislánavexti viðskiptabankanna. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði síðast stýrivexti upp í 1,5% í byrjun október. Hagfræðideild Landsbankans hefur spáð því að þeir verði komnir upp í 4,25% árið 2023. Gangi það eftir verða þeir komnir á sama stað og vorið 2019 þegar samið var um Lífskjarasamninginn en Seðlabankinn lækkaði vexti hratt til að bregðast við áhrifum heimsfaraldursins. Í kjölfarið tók við vaxtahækkunartímabil. „Við munum sækja hverja einustu krónu sem þið takið af fólkinu okkar í næstu kjarasamningum,“ skrifa Ragnar og Vilhjálmur í grein sinni. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.vísir/vilhelm Varaði við launahækkunum Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri varaði við því í maí að brugðist yrði við launahækkunum með frekari vaxtahækkunum. Þá var Seðlabankinn nýbúinn að hækka stýrivexti úr 0,75% í 1,0% og sagði Ásgeir að framhaldið myndi velta á viðbrögðum aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. „Ef það verður ekkert lát á hallarekstri ríkissjóðs eftir lok farsóttarinnar, eða við sjáum áframhald á launahækkunum sem eru margfaldar á við það sem þekkist í öðrum löndum, þá er ljóst að það verður auðvelt að eyðileggja þá góðu samkeppnisstöðu sem við njótum núna,“ var haft eftir seðlabankastjóra í Markaðinum. „Ef við erum til dæmis að fara að sjá ákall um launahækkanir til að bregðast við minni kaupmætti vegna aukinnar verðbólgu, þá verður Seðlabankinn neyddur til þess að bregðast við strax. Það er engin spurning,“ bætti hann við.
Kjaramál Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Telja að stýrivextir nái 4,25 prósentum árið 2023 Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti á þessu og næsta ári. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs. 20. október 2021 09:32 Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. 6. október 2021 11:50 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Sjá meira
Telja að stýrivextir nái 4,25 prósentum árið 2023 Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti á þessu og næsta ári. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs. 20. október 2021 09:32
Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. 6. október 2021 11:50