Skapari Squid Game svarar LeBron: Getur gert sitt eigið framhald Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2021 13:01 Hwang Dong-Hyuk segir LeBron James vera svalan en deilir ekki skoðun hans á endinum á Squid Game. getty/Han Myung-Gu/Kevork Djansezian Höfundur sjónvarpsþáttanna vinsælu, Squid Game, hefur svarað körfuboltastjörnunni LeBron James eftir að hann gagnrýndi hvernig þáttaröðin endaði. Eins og svo margir horfði LeBron á Squid Game sem eru vinsælustu þættir í sögu Netflix. LeBron var þó ekki nógu sáttur með endinn á þáttaröðinni eins og hann lýsti fyrir samherja sínum, Anthony Davis. „Já, ég er búinn að horfa, ert þú búinn með þá? Þú horfðir á þá? Ertu búinn með þá alla,“ spurði LeBron James liðsfélaga sinn Anthony Davis og spenningurinn leyndi sér ekki. Davis var þarna mættur í fjölmiðlaherbergið til að halda sinn blaðamannafund. „Já, en ég var ekki hrifinn af endinum samt. Nei, ég veit að þeir voru að fara að byrja með næstu seríu en bara, farðu í andskotans flugið, farðu að hitta dóttur þína. Hvað ertu að gera?“ sagði LeBron. Í viðtali við The Guardian var skapari Squid Game, Hwang Dong-Hyuk, spurður út í ummæli LeBrons. Hann stakk upp á því að körfuboltastjarnan myndi bara gera sitt eigið framhald eins og hann gerði með Space Jam 2. „LeBron er svalur og er frjálst að segja það sem hann vill. Ég er mjög þakklátur fyrir að hann horfði á alla þáttaröðina. En ég myndi ekki breyta endinum. Þetta er minn endir. Ef hann er með annan endi sem hann er sáttari við gæti hann kannski bara gert sitt eigið framhald,“ sagði Hwang. „Ég myndi horfa á það og svo kannski senda honum skilaboð að ég væri sáttur með þáttaröðina, nema endinn.“ Hwang skrifaði handritið að Squid Game fyrir áratug en erfiðlega gekk að fá einhvern til að framleiða þáttaröðina þar til Netflix kom inn í myndina. LeBron lék ekki með Los Angeles Lakers í sigrinum á San Antonio Spurs í nótt vegna meiðsla. Hinn 36 ára LeBron er á sínu nítjánda tímabili í NBA-deildinni. Hann hefur fjórum sinnum orðið meistari og þrisvar sinnum verið valinn besti leikmaður deildarinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Bíó og sjónvarp Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Sjá meira
Eins og svo margir horfði LeBron á Squid Game sem eru vinsælustu þættir í sögu Netflix. LeBron var þó ekki nógu sáttur með endinn á þáttaröðinni eins og hann lýsti fyrir samherja sínum, Anthony Davis. „Já, ég er búinn að horfa, ert þú búinn með þá? Þú horfðir á þá? Ertu búinn með þá alla,“ spurði LeBron James liðsfélaga sinn Anthony Davis og spenningurinn leyndi sér ekki. Davis var þarna mættur í fjölmiðlaherbergið til að halda sinn blaðamannafund. „Já, en ég var ekki hrifinn af endinum samt. Nei, ég veit að þeir voru að fara að byrja með næstu seríu en bara, farðu í andskotans flugið, farðu að hitta dóttur þína. Hvað ertu að gera?“ sagði LeBron. Í viðtali við The Guardian var skapari Squid Game, Hwang Dong-Hyuk, spurður út í ummæli LeBrons. Hann stakk upp á því að körfuboltastjarnan myndi bara gera sitt eigið framhald eins og hann gerði með Space Jam 2. „LeBron er svalur og er frjálst að segja það sem hann vill. Ég er mjög þakklátur fyrir að hann horfði á alla þáttaröðina. En ég myndi ekki breyta endinum. Þetta er minn endir. Ef hann er með annan endi sem hann er sáttari við gæti hann kannski bara gert sitt eigið framhald,“ sagði Hwang. „Ég myndi horfa á það og svo kannski senda honum skilaboð að ég væri sáttur með þáttaröðina, nema endinn.“ Hwang skrifaði handritið að Squid Game fyrir áratug en erfiðlega gekk að fá einhvern til að framleiða þáttaröðina þar til Netflix kom inn í myndina. LeBron lék ekki með Los Angeles Lakers í sigrinum á San Antonio Spurs í nótt vegna meiðsla. Hinn 36 ára LeBron er á sínu nítjánda tímabili í NBA-deildinni. Hann hefur fjórum sinnum orðið meistari og þrisvar sinnum verið valinn besti leikmaður deildarinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Bíó og sjónvarp Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Sjá meira