Þórólfur svartsýnn og segir ekki lengur samstöðu um aðgerðir Birgir Olgeirsson skrifar 27. október 2021 12:02 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Sóttvarnalæknir er afar svartsýnn vegna fjölda smitaðra síðustu daga. Hann óttast álag á spítalann og róðurinn sé þungur núna þegar sóttvarnaaðgerðir njóti minni stuðnings í samfélaginu, þar á meðal lítils stuðnings meðal ráðherra. Áttatíu og fjórir greindust með kórónuveiruna í gær og eru nú þrettán inniliggjandi. Einn er á gjörgæslu líkt og í gær. Sóttvarnalæknir segist ekki vera með hertar aðgerðir á teikniborðinu eins og er en að hann eigi í stöðugu samtali við sinn ráðherra. Staðan sé mjög viðkvæm og því seinna sem er brugðist við því erfiðara sé að ná fjölda smitaðra niður. 2.000 manns mega nú koma saman og sóttvarnalæknir segir stöðuna alvarlega. „Ég er búinn að tala um þetta langan tíma og það er alltaf verið að spyrja mig um þetta sama. Ég er alltaf að segja og benda á það sama. Ýmist er það kallað hræðsluáróður eða maður sé ekki með hlutina alveg í réttu ljósi. Ég veit ekki hvað þarf til til að menn sjái þetta,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þar segist hann ekki bara eiga við stjórnvöld. „Ég er að tala um fjölmiðla til dæmis, hvernig þeir ræða um þessi mál. Almenning og áhrifamenn og stjórnvöld þar á meðal. Meðan það er ekki samstaða um þetta og menn eru ekki að sjá að það þurfi að halda þessu á þessum nótum þá er mjög erfitt að eiga við þetta. Við erum varla fyrr búin að ná faraldrinum niður og ná góðri stöðu þá vilja menn hætta öllu og þá byrjar þessi leikur upp á nýtt. Staðan er bara þannig og það er bara spurning hvernig tökum viljum við ná á þessu,“ segir Þórólfur.Finnst þér þú ekki njóta stuðnings hjá stjórnvöldum?„Ég nýt stuðnings míns ráðherra en ríkisstjórnin heyrist mér ekki standa einhuga á bak við þetta. Það er algjörlega ljóst. Og svo stjórnvöld, margir hverjir og umræðan í fjölmiðlum er þannig að menn eru ekki núna á þessari línu greinilega, margir hverjir. Auðvitað eru margir sem sjá þetta í þessu ljósi og þá erum við alltaf að brenna okkur á þessu aftur og aftur,“ segir Þórólfur.Hann segist vera í samtali við heilbrigðisráðherra og fleiri um stöðuna. Hann sé ekki farinn að huga að minnisblaði um hertar aðgerðir að svo stöddu en staðan sé metin dag frá degi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Áttatíu og fjórir greindust með kórónuveiruna í gær og eru nú þrettán inniliggjandi. Einn er á gjörgæslu líkt og í gær. Sóttvarnalæknir segist ekki vera með hertar aðgerðir á teikniborðinu eins og er en að hann eigi í stöðugu samtali við sinn ráðherra. Staðan sé mjög viðkvæm og því seinna sem er brugðist við því erfiðara sé að ná fjölda smitaðra niður. 2.000 manns mega nú koma saman og sóttvarnalæknir segir stöðuna alvarlega. „Ég er búinn að tala um þetta langan tíma og það er alltaf verið að spyrja mig um þetta sama. Ég er alltaf að segja og benda á það sama. Ýmist er það kallað hræðsluáróður eða maður sé ekki með hlutina alveg í réttu ljósi. Ég veit ekki hvað þarf til til að menn sjái þetta,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þar segist hann ekki bara eiga við stjórnvöld. „Ég er að tala um fjölmiðla til dæmis, hvernig þeir ræða um þessi mál. Almenning og áhrifamenn og stjórnvöld þar á meðal. Meðan það er ekki samstaða um þetta og menn eru ekki að sjá að það þurfi að halda þessu á þessum nótum þá er mjög erfitt að eiga við þetta. Við erum varla fyrr búin að ná faraldrinum niður og ná góðri stöðu þá vilja menn hætta öllu og þá byrjar þessi leikur upp á nýtt. Staðan er bara þannig og það er bara spurning hvernig tökum viljum við ná á þessu,“ segir Þórólfur.Finnst þér þú ekki njóta stuðnings hjá stjórnvöldum?„Ég nýt stuðnings míns ráðherra en ríkisstjórnin heyrist mér ekki standa einhuga á bak við þetta. Það er algjörlega ljóst. Og svo stjórnvöld, margir hverjir og umræðan í fjölmiðlum er þannig að menn eru ekki núna á þessari línu greinilega, margir hverjir. Auðvitað eru margir sem sjá þetta í þessu ljósi og þá erum við alltaf að brenna okkur á þessu aftur og aftur,“ segir Þórólfur.Hann segist vera í samtali við heilbrigðisráðherra og fleiri um stöðuna. Hann sé ekki farinn að huga að minnisblaði um hertar aðgerðir að svo stöddu en staðan sé metin dag frá degi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira