600 óbólusettir starfsmenn Landspítalans grafalvarlegt mál Birgir Olgeirsson skrifar 27. október 2021 18:00 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill vart trúa því að 10 prósent starfsmanna Landspítalans séu óbólusett. Vísir/vilhelm Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill vart trúa því að 600 starfsmenn Landspítalans séu óbólusettir og það hljóti að koma til álita hjá stjórnendum spítalans að breyta því hvaða afskipti þeir hafa af viðkvæmum sjúklingum. Í bréfi sem Már Kristjánsson, forstöðumaður lyflækninga og bráðaþjónustu Landspítalans, sendi starfsfólki í dag kom fram að 600 starfsmenn Landspítalans eru óbólusettir. Fréttastofa ræddi við Má í dag um þetta mál. Hann sagði að starsfólkið væri í grunninn eins og annað fólk í samfélaginu. Þetta sagði hann í ljósi þess að hafa þurft að brýna fyrir heilbrigðisstarsfólki að huga að sóttvörnum innan spítalans. Þar á meðal grímunotkun, handþvotti og fjarlægðarmörkum. Már segir að starsfólkið sé eins og aðrir Íslendingar, orðið þreytt á ástandinu og þurfi því á brýningu að halda nú þegar faraldurinn er á uppleið. En, ef reglum um sóttvarnir og bólusetningar sé fylgt, þá sé hægt að lágmarka hættuna á því að upp komi hópsýking á spítalanum. Spurður hverjar reglurnar séu á Landspítalanum um bólusetningar segir hann alla starfsmenn hvatta til að þiggja hana. Spurður hvort Landspítalinn hafi heimild til að meina þessum sex hundruð starfsmönnum, sem eru óbólusettir, að mæta í vinnuna svarar Már: „Það hefur ekki verið tekin afstaða til þess en það getur verið að við þurfum að skoða það,“ svarar Már. Kára er ekki skemmt. Vísir/Baldur Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, var ekki skemmt þegar hann las þessa tölu, 600 starfsmenn Landspítalans óbólusettir. „Ég vona að þetta sé rangt, því ég fæ ekki séð að það sé nokkur réttlæting á því að 10 prósent starfsmanna sé óbólusettur í dag,“ segir Kári. Hann hefði trúað þessari tölu fyrir sex mánuðum, en ekki miðað við framboð bóluefnis í dag. „Ég held að þetta hljóti að leiða til þess að spítalinn verði að breyta að einhverju leyti hvernig þessir 600 starfsmenn sinna sínum störfum. Það hlítur að vera vafasamt að láta þá ráfa um spítalann sem er fullur af fólki sem er veikt fyrir.“ Hann segir eðlilegt að gera ríkari kröfur til heilbrigðisstarfsfólks um bólusetningar en aðra í samfélaginu. „Vegna þess að það er að umgangast fólk sem er veikt fyrir. Við sáum hvað gerðist á Landakoti fyrr í þessari farsótt. Ég held að þetta sé grafalvarlegt mál.“ Már kallar eftir því að landsmenn hugi nú að persónubundnum sóttvörnum. Noti grímur í verslunum og á öðrum mannfögnuðum, hugi að hreinlæti og fjarlægðartakmörkum. Kári tekur undir þetta, að ekki eigi að herða reglur um sóttvarnir, heldur hvetja fólk til að huga að persónubundnum sóttvörnum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Sex hundruð starfsmenn á Landspítalanum eru óbólusettir „Gripið hefur um sig óraunsæ bjartsýni í samfélaginu sem hefur smitast inn í stjórnmálin og lýsir sér með umræðum um miklar afléttingar og frelsi - nokkuð sem faraldurinn leyfir ekki endilega því ennþá eru að greinast 50-90 nýir sjúklingar á dag.“ 27. október 2021 13:10 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Í bréfi sem Már Kristjánsson, forstöðumaður lyflækninga og bráðaþjónustu Landspítalans, sendi starfsfólki í dag kom fram að 600 starfsmenn Landspítalans eru óbólusettir. Fréttastofa ræddi við Má í dag um þetta mál. Hann sagði að starsfólkið væri í grunninn eins og annað fólk í samfélaginu. Þetta sagði hann í ljósi þess að hafa þurft að brýna fyrir heilbrigðisstarsfólki að huga að sóttvörnum innan spítalans. Þar á meðal grímunotkun, handþvotti og fjarlægðarmörkum. Már segir að starsfólkið sé eins og aðrir Íslendingar, orðið þreytt á ástandinu og þurfi því á brýningu að halda nú þegar faraldurinn er á uppleið. En, ef reglum um sóttvarnir og bólusetningar sé fylgt, þá sé hægt að lágmarka hættuna á því að upp komi hópsýking á spítalanum. Spurður hverjar reglurnar séu á Landspítalanum um bólusetningar segir hann alla starfsmenn hvatta til að þiggja hana. Spurður hvort Landspítalinn hafi heimild til að meina þessum sex hundruð starfsmönnum, sem eru óbólusettir, að mæta í vinnuna svarar Már: „Það hefur ekki verið tekin afstaða til þess en það getur verið að við þurfum að skoða það,“ svarar Már. Kára er ekki skemmt. Vísir/Baldur Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, var ekki skemmt þegar hann las þessa tölu, 600 starfsmenn Landspítalans óbólusettir. „Ég vona að þetta sé rangt, því ég fæ ekki séð að það sé nokkur réttlæting á því að 10 prósent starfsmanna sé óbólusettur í dag,“ segir Kári. Hann hefði trúað þessari tölu fyrir sex mánuðum, en ekki miðað við framboð bóluefnis í dag. „Ég held að þetta hljóti að leiða til þess að spítalinn verði að breyta að einhverju leyti hvernig þessir 600 starfsmenn sinna sínum störfum. Það hlítur að vera vafasamt að láta þá ráfa um spítalann sem er fullur af fólki sem er veikt fyrir.“ Hann segir eðlilegt að gera ríkari kröfur til heilbrigðisstarfsfólks um bólusetningar en aðra í samfélaginu. „Vegna þess að það er að umgangast fólk sem er veikt fyrir. Við sáum hvað gerðist á Landakoti fyrr í þessari farsótt. Ég held að þetta sé grafalvarlegt mál.“ Már kallar eftir því að landsmenn hugi nú að persónubundnum sóttvörnum. Noti grímur í verslunum og á öðrum mannfögnuðum, hugi að hreinlæti og fjarlægðartakmörkum. Kári tekur undir þetta, að ekki eigi að herða reglur um sóttvarnir, heldur hvetja fólk til að huga að persónubundnum sóttvörnum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Sex hundruð starfsmenn á Landspítalanum eru óbólusettir „Gripið hefur um sig óraunsæ bjartsýni í samfélaginu sem hefur smitast inn í stjórnmálin og lýsir sér með umræðum um miklar afléttingar og frelsi - nokkuð sem faraldurinn leyfir ekki endilega því ennþá eru að greinast 50-90 nýir sjúklingar á dag.“ 27. október 2021 13:10 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Sex hundruð starfsmenn á Landspítalanum eru óbólusettir „Gripið hefur um sig óraunsæ bjartsýni í samfélaginu sem hefur smitast inn í stjórnmálin og lýsir sér með umræðum um miklar afléttingar og frelsi - nokkuð sem faraldurinn leyfir ekki endilega því ennþá eru að greinast 50-90 nýir sjúklingar á dag.“ 27. október 2021 13:10