Stefnt að aðgerðum vegna búsetu í atvinnuhúsnæði Heimir Már Pétursson skrifar 27. október 2021 21:00 Upplýsingum um könnun á búsetu fólks í atvinnuhúsnæði verður komið til fólks á sjö tungumálum. Stöð 2/Egill Borgarstjóri segir að reikna megi með því að minnsta kosti hundruð manna búi í atvinnuhúsnæði þar sem aðbúnaði og öryggi fólks sé ábótavant. Gera eigi gangskör að því að meta umfangið og grípa til aðgerða í framhaldinu án þess þó að ógna húsnæðisöryggi fólks. Borgarstjóri sem einnig er stjórnarformaður Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins og aðstoðarforstjóri Húnsæðis- og mannvirkjastofnunar kynntu átakið á fréttamannafundi í morgun. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mun sjá um að kanna þetta mál. Til þess hefur verið ráðin sérstök sveit fólks sem talar mörg tungumál. Auk þess sem hópurinn nýtur stuðnings frá starfsliði Alþýðusambands Íslands. Markmiðið er að þessari könnun ljúki á þremur mánuðum. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Halla Gunnarsdóttir kynntu aðgerðirnar á slökkvistöðinni í Skógarhlíð.Stöð 2/Sigurjón Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem einnig er stjórnarformaður Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir að reikna megi með að hundruð fólks búi við þessar aðstæður. „Markmiðið er ekki í raun að finna fólk og henda því út á götu heldur að koma öllum í öryggt húsnæði. Oft er húsnæði öruggt þótt það sé atvinnuhúsnæði,“ segir Dagur. Þá þurfi meðal annars að meta hvort hverfi væri að þróast í átt til íbúasvæðis eða hvort gera mætti breytingar þannig að hægt væri að búa í húsnæðinu. „Eða eins og hefur komið upp á undanförnum árum er beinlínis um að ræða hættulegt eða óöruggt húsnæði. Sem þarf þá að rýma og finna annað húsnæði fyrir þá sem þar búa,“ segir borgarstjóri. Í sumum tilfellum þurfi jafnvel að kæra ósamvinnuþýða húsráðendur. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hrinti þessu verkefni af stað eftir brunann á Bræðraborgarstíg. Þótt þar hafi ekki verið um atvinnuhúsnæði að ræða var mikill fjöldi fólks skráður þar til húsa og öryggi mjög ábótavant. Þrír létust í brunanum á Bræðraborgarstíg.Vísir/Vilhelm Halla Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins segir sambandið vilja taka þátt í að binda enda á að verkafólk búi í óviðunandi húsnæði. Þetta væri mjög fjölbreyttur hópur fólks. „Það er alveg líklegt að það sé einhver hluti þess hóps sem óttast yfirvöld og telur að við séum að fara að henda þeim út á Guð og gaddinn. Þannig að það er mjög þung áhersla í þessu verkefni að þetta sé kortlagning og við erum að reyna að tryggja öryggi fólks þar sem það er,“ segir Halla. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að þetta verði ekki enn ein skýrslan sem endi ofan í skúffu. Það væri sameiginlegur skilningur í samráðshópnum sem félagsmálaráðherra hafði frumkvæði að. „Ég hef fulla trú á því að þetta verði aðgerðir og aðgerðabundið. Því við erum í raun búin að gera skýrsluna. Það voru allir í samráðshópnum sammála um að það verður ekki unað við þetta ástand lengur. Þannig að aðgerðir eru næsta skref,“ segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir. Húsnæðismál Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Borgarstjóri sem einnig er stjórnarformaður Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins og aðstoðarforstjóri Húnsæðis- og mannvirkjastofnunar kynntu átakið á fréttamannafundi í morgun. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mun sjá um að kanna þetta mál. Til þess hefur verið ráðin sérstök sveit fólks sem talar mörg tungumál. Auk þess sem hópurinn nýtur stuðnings frá starfsliði Alþýðusambands Íslands. Markmiðið er að þessari könnun ljúki á þremur mánuðum. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Halla Gunnarsdóttir kynntu aðgerðirnar á slökkvistöðinni í Skógarhlíð.Stöð 2/Sigurjón Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem einnig er stjórnarformaður Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir að reikna megi með að hundruð fólks búi við þessar aðstæður. „Markmiðið er ekki í raun að finna fólk og henda því út á götu heldur að koma öllum í öryggt húsnæði. Oft er húsnæði öruggt þótt það sé atvinnuhúsnæði,“ segir Dagur. Þá þurfi meðal annars að meta hvort hverfi væri að þróast í átt til íbúasvæðis eða hvort gera mætti breytingar þannig að hægt væri að búa í húsnæðinu. „Eða eins og hefur komið upp á undanförnum árum er beinlínis um að ræða hættulegt eða óöruggt húsnæði. Sem þarf þá að rýma og finna annað húsnæði fyrir þá sem þar búa,“ segir borgarstjóri. Í sumum tilfellum þurfi jafnvel að kæra ósamvinnuþýða húsráðendur. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hrinti þessu verkefni af stað eftir brunann á Bræðraborgarstíg. Þótt þar hafi ekki verið um atvinnuhúsnæði að ræða var mikill fjöldi fólks skráður þar til húsa og öryggi mjög ábótavant. Þrír létust í brunanum á Bræðraborgarstíg.Vísir/Vilhelm Halla Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins segir sambandið vilja taka þátt í að binda enda á að verkafólk búi í óviðunandi húsnæði. Þetta væri mjög fjölbreyttur hópur fólks. „Það er alveg líklegt að það sé einhver hluti þess hóps sem óttast yfirvöld og telur að við séum að fara að henda þeim út á Guð og gaddinn. Þannig að það er mjög þung áhersla í þessu verkefni að þetta sé kortlagning og við erum að reyna að tryggja öryggi fólks þar sem það er,“ segir Halla. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að þetta verði ekki enn ein skýrslan sem endi ofan í skúffu. Það væri sameiginlegur skilningur í samráðshópnum sem félagsmálaráðherra hafði frumkvæði að. „Ég hef fulla trú á því að þetta verði aðgerðir og aðgerðabundið. Því við erum í raun búin að gera skýrsluna. Það voru allir í samráðshópnum sammála um að það verður ekki unað við þetta ástand lengur. Þannig að aðgerðir eru næsta skref,“ segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir.
Húsnæðismál Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira