Félagið hefur fengið skipulegsleyfi fyrir því að bæta við fleiri sætum á völlinn, en London Stadium tekur 60.000 manns í sæti.
Með leyfinu getur félagið bætt við 2.500 sætum í þessum fyrsta áfanga, en það gerir völlinn að þeim næst stærsta meðal félaga í ensku úrvalsdeildinni.
Stærstur er heimavöllur Manchester United, Old Trafford, en hann tekur rúmlega 74.000 áhorfendur. Næstur þar á eftir kemur nýbyggður völlur Tottenham, en hann tekur 62.303 áhorfendur, og mun West Ham því toppa nágranna sína um 197 sæti í fyrsta áfanga.