Sala á graskerjum fjórtánfaldast og hrekkjavakan tekið fram úr öskudeginum Kristín Ólafsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 27. október 2021 22:59 Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. Stöð 2 Sala á graskerjum í aðdraganda hrekkjavöku hefur fjórtánfaldast í Krónunni frá árinu 2017. Þá hefur hrekkjavakan nú tekið fram úr öskudegi í búningaverslunum. Það er ekki langt síðan hrekkjavakan, sem ber upp nú um helgina, tók að ryðja sér til rúms hér á landi en áhugi á henni hefur aukist afar hratt síðustu ár. Börn ganga hús úr húsi og krefja nágranna um grikk eða gott og fullorðnir gera sér glaðan dag búningaklæddir í hrekkjavökusamkvæmum. En aukinn áhuga má einkum merkja í sölu á einkennismerki hátíðarinnar, graskerinu. > „Fyrir svona fimm árum síðan hófum við þessa vegferð smám saman, til að prufa okkur áfram, og síðan hefur þetta bara stigmagnast. Það sem við horfum helst til er salan á þessum graskerjum sem fólk er að skera út á mismunandi skemmtilegan hátt, það hefur farið frá því að við keyptum fimm hundruð grasker árið 2017 í það að nú erum við með sjö þúsund grasker í ár og þau eru að seljast upp. Þau eru bara að hverfa frá okkur,“ segir Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. Vinsælasta spurning mánaðarins Íslendingar eru brjálaðir í grasker og byrjuðu strax í byrjun mánaðar að birgja sig upp. Til vitnis um þetta er verslunarstjóri í Krónunni í Austurveri. „Þetta er örugglega vinsælasta spurningin í október: „Áttu grasker? Eða færðu fleiri grasker?“ segir Aníta Rós Tómasdóttir, verslunarstjóri í Krónunni Austurveri. En þá liggur ef til vill beint við að spyrja hvort Íslendingar megi nokkuð við enn einni neysluhátíðinni að bandarískri fyrirmynd. „En er hún bandarísk? Hún er upprunalega frá Írlandi. Við erum Írar eitthvað lengst aftur í ættir og ég held að þetta kalli bara til okkar og höfði til okkar. Af hverju ekki? Er ekki gaman að lyfta sér aðeins upp og gera eitthvað skemmtilegt?“ segir Ásta, framkvæmdastjóri Krónunnar. Því ógeðslegra því betra Samhliða þessu hefur orðið algjör sprenging í sölu á alls konar hrekkjavökuvarningi og var brjálað að gera í Partýbúðinni þegar fréttamaður leit þar við á sjöunda tímanum. „Þetta er búið að vera brjálæði, það er búið að vera stanslaus atgangur á okkur síðan um mánaðamótin og við sjáum ekki alveg hvernig það endar. Fólk er orðið mjög partýþyrst,“ segir Valgerður María Gunnarsdóttir, verslunarstjóri Partýbúðarinnar. Hvað er svona vinsælast? „Það er bara allur gangur á því, yfirleitt því ógeðslegra því betra. Við erum komin með mjög skemmtileg latexsár sem hafa alveg slegið í gegn og svo eru það linsurnar.“ Valgerður segir engan vafa leika á því að hrekkjavakan sé nú orðinn margfalt stærri en öskudagurinn. Því er greinilegt að hrekkjavakan er komin til að vera.
Það er ekki langt síðan hrekkjavakan, sem ber upp nú um helgina, tók að ryðja sér til rúms hér á landi en áhugi á henni hefur aukist afar hratt síðustu ár. Börn ganga hús úr húsi og krefja nágranna um grikk eða gott og fullorðnir gera sér glaðan dag búningaklæddir í hrekkjavökusamkvæmum. En aukinn áhuga má einkum merkja í sölu á einkennismerki hátíðarinnar, graskerinu. > „Fyrir svona fimm árum síðan hófum við þessa vegferð smám saman, til að prufa okkur áfram, og síðan hefur þetta bara stigmagnast. Það sem við horfum helst til er salan á þessum graskerjum sem fólk er að skera út á mismunandi skemmtilegan hátt, það hefur farið frá því að við keyptum fimm hundruð grasker árið 2017 í það að nú erum við með sjö þúsund grasker í ár og þau eru að seljast upp. Þau eru bara að hverfa frá okkur,“ segir Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. Vinsælasta spurning mánaðarins Íslendingar eru brjálaðir í grasker og byrjuðu strax í byrjun mánaðar að birgja sig upp. Til vitnis um þetta er verslunarstjóri í Krónunni í Austurveri. „Þetta er örugglega vinsælasta spurningin í október: „Áttu grasker? Eða færðu fleiri grasker?“ segir Aníta Rós Tómasdóttir, verslunarstjóri í Krónunni Austurveri. En þá liggur ef til vill beint við að spyrja hvort Íslendingar megi nokkuð við enn einni neysluhátíðinni að bandarískri fyrirmynd. „En er hún bandarísk? Hún er upprunalega frá Írlandi. Við erum Írar eitthvað lengst aftur í ættir og ég held að þetta kalli bara til okkar og höfði til okkar. Af hverju ekki? Er ekki gaman að lyfta sér aðeins upp og gera eitthvað skemmtilegt?“ segir Ásta, framkvæmdastjóri Krónunnar. Því ógeðslegra því betra Samhliða þessu hefur orðið algjör sprenging í sölu á alls konar hrekkjavökuvarningi og var brjálað að gera í Partýbúðinni þegar fréttamaður leit þar við á sjöunda tímanum. „Þetta er búið að vera brjálæði, það er búið að vera stanslaus atgangur á okkur síðan um mánaðamótin og við sjáum ekki alveg hvernig það endar. Fólk er orðið mjög partýþyrst,“ segir Valgerður María Gunnarsdóttir, verslunarstjóri Partýbúðarinnar. Hvað er svona vinsælast? „Það er bara allur gangur á því, yfirleitt því ógeðslegra því betra. Við erum komin með mjög skemmtileg latexsár sem hafa alveg slegið í gegn og svo eru það linsurnar.“ Valgerður segir engan vafa leika á því að hrekkjavakan sé nú orðinn margfalt stærri en öskudagurinn. Því er greinilegt að hrekkjavakan er komin til að vera.
Verslun Hrekkjavaka Öskudagur Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira