Eiki hljóðmaður hefur slegið í gegn og kom aftur með skemmtilega spurningu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2021 14:31 Eiríkur Hilmisson var að vinna í Ljónagryfjunni en kom samt spurningu inn í þáttinn. Skjámynd/S2 Sport Nýr fastur liður í Subway-Körfuboltakvöldi er spurningin frá Eika hljóðmanni sem fékk að spyrja sérfræðinga þáttarins góða spurningu. Fjórða umferð Subway-deildar karla í körfubolta fer af stað í kvöld og gott innlegg fyrir kvöldið er brot úr síðasta Körfuboltakvöldi þar sem sérfræðingarnir fengu góða spurningu beint úr Njarðvík. „Stundum orðar maður hlutina dálítið skringilega í beinni útsendingu og ég sagði í síðasta þætti að við hefðum leyft Eika hljóðmanni að koma með spurningu en við báðum hann um að koma með spurningu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Subway-Körfuboltakvölds. Eiríkur Hilmisson, okkar uppáhaldsmaður í íslenskum körfubolta. Hann hefur svo miklar skoðanir og hann er alltaf að koma til okkar og ræða um körfubolta. Okkur datt í hug hvort hann væri ekki til í að vera með okkur og þetta sló í gegn. Sérstaklega á Króknum því Krókurinn elskar Eika,“ sagði Kjartan Atli og sendi boltann yfir á Eirík Hilmisson hljóðmann sem var staddur í Ljónagryfjunni að vinna við stórleik Njarðvíkur og Vals. Klippa: Körfuboltakvöld: Spurning frá Eika hljóðmanni um einkenni liða „Já ég er með eina spurningu. Um miðja síðustu öld þá voru Keflvíkingar með Guðjón Skúlason, Jón Kr. Gíslason, Sigurð Ingimundarson og fleiri hetjur. Algjörlega vægðarlausir. Þeir komu og slátruðu liðum ef þeir mögulega gátu. Eins með Njarðvíkinga þar var Gunnar Þorvarðarson, Ingimar Jónsson og Valur Ingimundar. Þetta var svona þrautseigja, þeir seiluðust áfram og unnu einn og einn leik. Reyndar ansi marga,“ sagði Eiríkur Hilmisson. „Þetta voru þeirra einkenni. Nú spyr ég: Hvaða lið í Subway-deildinni hefur náð að búa sér til einkenni og hversu mikilvægt er það að vera með einkenni,“ spurði Eiríkur. „Hversu góðar spurningar eru þetta hjá Eika,“ spurði Kjartan Atli þegar þeir fengu aftur boltann frá Eiríki úr Njarðvíkinni. „Ég myndi segja að skýrasta dæmið væri Þór Þorlákshöfn. Þeir spila sama bolta og í fyrra þrátt fyrir að vera með mikinn breyttan mannskap. Lalli spilar hraðann bolta, hátt tempó og eru mjög beittir sóknarlega en samt hafa þeir stjórn á sínum leik. Þeir taka ekki mikið af vitlausum skotum,“ sagði Friðrik Ragnarsson, sérfræðingur í Subway-Körfuboltakvöldi. Það má sjá svörin hans Friðriks og Hermanns Haukssonar hér fyrir ofan. Tveir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Fyrst er sýndur leikur Þórs Þorlákshafnar og ÍR klukkan 18.15 og strax á eftir er sýndur leikur Vals og Vestra sem á að byrja klukkan 20.15. Kjartan Atli Kjartansson gerir síðan upp kvöldið í Subway-Tilþrifunum eftir leikinn á Hlíðarenda en alls fara fjórir leikir fram í kvöld. Subway deild karla Fim. 28. okt. LIVEstatt á https://t.co/mkXPRdeKeM 18:15 ÞÓR Þ.-ÍR BEINT | @st2sport 19:15 TINDASTÓLL-GRINDAVÍK BREIÐABLIK-KEFLAVÍK 20:15 VALUR-VESTRI BEINT | St2Sport #subwaydeildin #korfubolti pic.twitter.com/i3PodPXvLy— KKÍ (@kkikarfa) October 28, 2021 Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina Sjá meira
Fjórða umferð Subway-deildar karla í körfubolta fer af stað í kvöld og gott innlegg fyrir kvöldið er brot úr síðasta Körfuboltakvöldi þar sem sérfræðingarnir fengu góða spurningu beint úr Njarðvík. „Stundum orðar maður hlutina dálítið skringilega í beinni útsendingu og ég sagði í síðasta þætti að við hefðum leyft Eika hljóðmanni að koma með spurningu en við báðum hann um að koma með spurningu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Subway-Körfuboltakvölds. Eiríkur Hilmisson, okkar uppáhaldsmaður í íslenskum körfubolta. Hann hefur svo miklar skoðanir og hann er alltaf að koma til okkar og ræða um körfubolta. Okkur datt í hug hvort hann væri ekki til í að vera með okkur og þetta sló í gegn. Sérstaklega á Króknum því Krókurinn elskar Eika,“ sagði Kjartan Atli og sendi boltann yfir á Eirík Hilmisson hljóðmann sem var staddur í Ljónagryfjunni að vinna við stórleik Njarðvíkur og Vals. Klippa: Körfuboltakvöld: Spurning frá Eika hljóðmanni um einkenni liða „Já ég er með eina spurningu. Um miðja síðustu öld þá voru Keflvíkingar með Guðjón Skúlason, Jón Kr. Gíslason, Sigurð Ingimundarson og fleiri hetjur. Algjörlega vægðarlausir. Þeir komu og slátruðu liðum ef þeir mögulega gátu. Eins með Njarðvíkinga þar var Gunnar Þorvarðarson, Ingimar Jónsson og Valur Ingimundar. Þetta var svona þrautseigja, þeir seiluðust áfram og unnu einn og einn leik. Reyndar ansi marga,“ sagði Eiríkur Hilmisson. „Þetta voru þeirra einkenni. Nú spyr ég: Hvaða lið í Subway-deildinni hefur náð að búa sér til einkenni og hversu mikilvægt er það að vera með einkenni,“ spurði Eiríkur. „Hversu góðar spurningar eru þetta hjá Eika,“ spurði Kjartan Atli þegar þeir fengu aftur boltann frá Eiríki úr Njarðvíkinni. „Ég myndi segja að skýrasta dæmið væri Þór Þorlákshöfn. Þeir spila sama bolta og í fyrra þrátt fyrir að vera með mikinn breyttan mannskap. Lalli spilar hraðann bolta, hátt tempó og eru mjög beittir sóknarlega en samt hafa þeir stjórn á sínum leik. Þeir taka ekki mikið af vitlausum skotum,“ sagði Friðrik Ragnarsson, sérfræðingur í Subway-Körfuboltakvöldi. Það má sjá svörin hans Friðriks og Hermanns Haukssonar hér fyrir ofan. Tveir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Fyrst er sýndur leikur Þórs Þorlákshafnar og ÍR klukkan 18.15 og strax á eftir er sýndur leikur Vals og Vestra sem á að byrja klukkan 20.15. Kjartan Atli Kjartansson gerir síðan upp kvöldið í Subway-Tilþrifunum eftir leikinn á Hlíðarenda en alls fara fjórir leikir fram í kvöld. Subway deild karla Fim. 28. okt. LIVEstatt á https://t.co/mkXPRdeKeM 18:15 ÞÓR Þ.-ÍR BEINT | @st2sport 19:15 TINDASTÓLL-GRINDAVÍK BREIÐABLIK-KEFLAVÍK 20:15 VALUR-VESTRI BEINT | St2Sport #subwaydeildin #korfubolti pic.twitter.com/i3PodPXvLy— KKÍ (@kkikarfa) October 28, 2021
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina Sjá meira