Hótelin með snjóhengju skuldbindinga eftir faraldurinn Heimir Már Pétursson skrifar 28. október 2021 20:00 Eftir ördeyfð í á annað ár fóru ferðamenn loksins að skila sér aftur til Íslands í sumar og hótel sem flest voru lokuð vegna faraldursins gátu opnað dyr sínar á ný. Stöð 2/Egill Formaður félags Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir að það muni taka hótelin tíma að koma rekstrinum í jafnvægi eftir hrun ferðaþjónustunnar í covid faraldrinum. Bankar og fleiri aðilar þurfi að sýna þeim skilning og stjórnvöld að jafna stöðu hótelanna gagnvart leiguíbúðum og hótelskipum. Flest hótel neyddust til að hætta rekstri í á annað ár fljótlega eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á og hófu ekki rekstur fyrir alvöru á ný fyrr en í sumar. Þegar starfsemi hófst aftur reyndist mörgum erfitt að fá til sín starfsfólk að sögn Kristófers Óliverssonar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Fyrir faraldurinn hafi hótelin verið í harðri samkepnni við Airbnb íbúðir og aðrar leiguíbúðir. Nú hafi hótelskip bæst við sem sigli með þúsundir farþega sem flogið væri til landsins í kringum landið. „Það þarf að jafna leikinn. Það er það sem við tölum um fyrst og fremst. Þannig að hótelin hafi sitt svigrúm í þessu. Ef þú horfir hér í kringum þig þá er Airbnb í öðru hverju húsi. Framboðið af herbergjum þar var orðið talsvert meira en hótelherbergi,“ segir Kristófer. Kristófer Óliversson annar eigenda Center hótelanna segir ekki allt komið í blóma þótt ferðamennirnir séu farnir að láta sjá sig aftur.Stöð 2/Egill Hótelin borgi um tvær milljónir á ári í skatta og skyldur af hverju venjulegu hótelherbergi á sama tíma og Airbnb og hótelskipin greiði mun minna til samfélagsins. Framtíð hótelanna ráðist mikið af rekstrarumhverfinu. „Það skiptir okkur máli hvernig farið verður til dæmis með gistinóttaskatt. Ég var kominn langt á leið með að byggja með traustum aðilum 150 herberja hótel á Akureyri. Ef ég ætti að endurtaka það núna myndi ég leigja mér skip og sigla hringinn í kringum landið,“ segir Kristófer. Kristófer segir hótelin greiða um tvær milljónir króna í skatta og skyldur af hverju hótelherbergi á ári.Stöð 2/Egill Það muni taka hótelin tíma að ná sér að fullu á ný með allar sínar skuldbindingar eftir faraldurinn. „Það hangir yfir okkur öllum sem erum með svona fasteignir snjóhengja sem menn leysa ekki nema í góðu samstarfi við banka og aðra sem koma að þeim málum,“ segir Kristófer Óliversson. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hótelin skattlögð langt umfram AirBnB og hótelskip Enn ríkir töluverð óvissa um rekstur hótela þótt ferðamönnum hafi fjölgað í sumar og haust. Formaður Félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir að bæta þurfi samkeppnisstöðu hótela gagnvart leiguíbúðum fyrir ferðamenn og skemmtiferðaskipum sem sigli í vaxandi mæli í kringum landið. 27. október 2021 19:31 Edition vill vera hjartslátturinn í nýrri miðborg Reykjavíkur Nóttin í svítu á nýjasta hótelinu í Reykjavík kostar á bilinu 117 þúsund upp í rúma eina og hálfa milljón. Þar er boðið upp á einstakt útsýni yfir gömlu höfnina og ýmsa aðra þjónustu sem prýðir fimm stjörnu hótel. 22. október 2021 19:00 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Flest hótel neyddust til að hætta rekstri í á annað ár fljótlega eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á og hófu ekki rekstur fyrir alvöru á ný fyrr en í sumar. Þegar starfsemi hófst aftur reyndist mörgum erfitt að fá til sín starfsfólk að sögn Kristófers Óliverssonar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Fyrir faraldurinn hafi hótelin verið í harðri samkepnni við Airbnb íbúðir og aðrar leiguíbúðir. Nú hafi hótelskip bæst við sem sigli með þúsundir farþega sem flogið væri til landsins í kringum landið. „Það þarf að jafna leikinn. Það er það sem við tölum um fyrst og fremst. Þannig að hótelin hafi sitt svigrúm í þessu. Ef þú horfir hér í kringum þig þá er Airbnb í öðru hverju húsi. Framboðið af herbergjum þar var orðið talsvert meira en hótelherbergi,“ segir Kristófer. Kristófer Óliversson annar eigenda Center hótelanna segir ekki allt komið í blóma þótt ferðamennirnir séu farnir að láta sjá sig aftur.Stöð 2/Egill Hótelin borgi um tvær milljónir á ári í skatta og skyldur af hverju venjulegu hótelherbergi á sama tíma og Airbnb og hótelskipin greiði mun minna til samfélagsins. Framtíð hótelanna ráðist mikið af rekstrarumhverfinu. „Það skiptir okkur máli hvernig farið verður til dæmis með gistinóttaskatt. Ég var kominn langt á leið með að byggja með traustum aðilum 150 herberja hótel á Akureyri. Ef ég ætti að endurtaka það núna myndi ég leigja mér skip og sigla hringinn í kringum landið,“ segir Kristófer. Kristófer segir hótelin greiða um tvær milljónir króna í skatta og skyldur af hverju hótelherbergi á ári.Stöð 2/Egill Það muni taka hótelin tíma að ná sér að fullu á ný með allar sínar skuldbindingar eftir faraldurinn. „Það hangir yfir okkur öllum sem erum með svona fasteignir snjóhengja sem menn leysa ekki nema í góðu samstarfi við banka og aðra sem koma að þeim málum,“ segir Kristófer Óliversson.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hótelin skattlögð langt umfram AirBnB og hótelskip Enn ríkir töluverð óvissa um rekstur hótela þótt ferðamönnum hafi fjölgað í sumar og haust. Formaður Félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir að bæta þurfi samkeppnisstöðu hótela gagnvart leiguíbúðum fyrir ferðamenn og skemmtiferðaskipum sem sigli í vaxandi mæli í kringum landið. 27. október 2021 19:31 Edition vill vera hjartslátturinn í nýrri miðborg Reykjavíkur Nóttin í svítu á nýjasta hótelinu í Reykjavík kostar á bilinu 117 þúsund upp í rúma eina og hálfa milljón. Þar er boðið upp á einstakt útsýni yfir gömlu höfnina og ýmsa aðra þjónustu sem prýðir fimm stjörnu hótel. 22. október 2021 19:00 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Hótelin skattlögð langt umfram AirBnB og hótelskip Enn ríkir töluverð óvissa um rekstur hótela þótt ferðamönnum hafi fjölgað í sumar og haust. Formaður Félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir að bæta þurfi samkeppnisstöðu hótela gagnvart leiguíbúðum fyrir ferðamenn og skemmtiferðaskipum sem sigli í vaxandi mæli í kringum landið. 27. október 2021 19:31
Edition vill vera hjartslátturinn í nýrri miðborg Reykjavíkur Nóttin í svítu á nýjasta hótelinu í Reykjavík kostar á bilinu 117 þúsund upp í rúma eina og hálfa milljón. Þar er boðið upp á einstakt útsýni yfir gömlu höfnina og ýmsa aðra þjónustu sem prýðir fimm stjörnu hótel. 22. október 2021 19:00