Segir rétt viðbrögð hafa skipt sköpum Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2021 15:35 Vestmannaey og Bergey við bryggju í Norðfirði. Síldarvinnslan/Smári Geirsson Rétt viðbrögð skiptu sköpum eftir að eldur kom upp í ísfisktogaranum Vestmannaey VE í gær. Það segir skipstjóri togarans en eldurinn hófst á sprengingu í vélarrúminu var skipið þá austur af landinu. Það var dregið til hafnar í Norðfirði. Í grein á vef Síldarvinnslunnar er haft eftir Birgi Þór Sverrissyni, skipstjóra, að sveifarás hafi spýst úr annarri vél skipsins og mikill eldur hafi verið laus. „Ég tel að snögg og góð viðbrögð hafi komið í veg fyrir að þarna færi verr. Áhöfnin stóð sig frábærlega og var yfirveguð allan tímann,“ segir Birgir á vefnum. Hann telur fagmannleg viðbrögð hafa skipt öllu máli og segir áhöfn skipsins byggja á góðum grunni frá Slysavarnaskóla sjómanna. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri Vestmannaeyjar.Síldarvinnslan/Guðmundur Alfreðsson Birgir segir að sprengingin hafi orðið klukkan 15:30 í gær. Vélstjóri Vestmannaeyjar hafi strax hlaupið niður í vélarúm og sprautað á eldinn úr slökkvitæki. Þegar hann hafi séð að það dygði ekki til var rýminu lokað. Eldvarnarkerfi skipsins hafi verið virkjað og neyðaráætlun þess sömuleiðis. Allri áhöfninni hafi verið komið á mótstað fyrir aftan brúnna, loftinntökum vélarúmsins hafi verið lokað og drepið á vélarúmsblásurum og eldsneytisdælur stöðvaðar. Því næst hafi verið kveikt á slökkvikerfi vélarúmsins þegar búið hafi verið að tryggja að ekkert súrefni bærist þangað inn. Kerfið virkar á þann veg að það eyðir öllu súrefni rýmisins svo eldurinn kafnar. „Við höfðum strax samband við landhelgisgæsluna og einnig slökkviliðsstjóra í Reykjavík og fengum þar góð ráð en við töldum fljótlega að eldurinn væri slökktur. Strax og menn gerðu sér grein fyrir hvað var að gerast var haft samband við Bergey VE sem var að veiðum skammt frá okkur.“ Áhöfn Bergeyjar hífði strax og var komið að hlið Vestmannaeyjar fjörutíu mínútum síðar. Meðan verið var að draga Vestmannaey til hafnar sendi Slökkvilið Fjarðabyggðar slökkviliðsmenn til móts við skipin um borð í hafnsögubátnum Vetti. Þeir voru með hitamyndavél og hún sýndi að líklegast væri enginn eldur um borð í Vestmannaey en mikill hiti væri í vélarúminu. Það var svo opnað við bryggju í nótt og sannaðist að eldurinn var kulnaður. Í lok greinarinnar á vef Síldarvinnslunnar færir Birgir áhöfn Bergeyjar, Landhelgisgæslunni, Slökkviliði Fjarðabyggðar og áhöfninni á Vetti þakkir fyrir aðstoðina. Hann segir vélar skipsins hafa orðið fyrir miklu tjóni og nú verið farið að huga að viðgerð. Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Tengdar fréttir Vestmannaey kominn til hafnar eftir bruna um borð Ísfiskstogarinn Vestmanney VE er kominn til hafnar í Neskaupstað en eldur kom upp í vélarrúmi skipsins síðdegis í gær. Togarinn var á leið til löndunar í Neskaupstað með fullfermi. 28. október 2021 06:58 Togari dreginn til hafnar vegna elds í vélarrými Eldur kom upp í vélarrými ísfiskstogarans Vestmannaey síðdegis í dag. Togarinn var á leið til löndunar í Neskaupstað með fullfermi. Enginn áhafnarmeðlimur slasaðist. 27. október 2021 23:01 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Í grein á vef Síldarvinnslunnar er haft eftir Birgi Þór Sverrissyni, skipstjóra, að sveifarás hafi spýst úr annarri vél skipsins og mikill eldur hafi verið laus. „Ég tel að snögg og góð viðbrögð hafi komið í veg fyrir að þarna færi verr. Áhöfnin stóð sig frábærlega og var yfirveguð allan tímann,“ segir Birgir á vefnum. Hann telur fagmannleg viðbrögð hafa skipt öllu máli og segir áhöfn skipsins byggja á góðum grunni frá Slysavarnaskóla sjómanna. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri Vestmannaeyjar.Síldarvinnslan/Guðmundur Alfreðsson Birgir segir að sprengingin hafi orðið klukkan 15:30 í gær. Vélstjóri Vestmannaeyjar hafi strax hlaupið niður í vélarúm og sprautað á eldinn úr slökkvitæki. Þegar hann hafi séð að það dygði ekki til var rýminu lokað. Eldvarnarkerfi skipsins hafi verið virkjað og neyðaráætlun þess sömuleiðis. Allri áhöfninni hafi verið komið á mótstað fyrir aftan brúnna, loftinntökum vélarúmsins hafi verið lokað og drepið á vélarúmsblásurum og eldsneytisdælur stöðvaðar. Því næst hafi verið kveikt á slökkvikerfi vélarúmsins þegar búið hafi verið að tryggja að ekkert súrefni bærist þangað inn. Kerfið virkar á þann veg að það eyðir öllu súrefni rýmisins svo eldurinn kafnar. „Við höfðum strax samband við landhelgisgæsluna og einnig slökkviliðsstjóra í Reykjavík og fengum þar góð ráð en við töldum fljótlega að eldurinn væri slökktur. Strax og menn gerðu sér grein fyrir hvað var að gerast var haft samband við Bergey VE sem var að veiðum skammt frá okkur.“ Áhöfn Bergeyjar hífði strax og var komið að hlið Vestmannaeyjar fjörutíu mínútum síðar. Meðan verið var að draga Vestmannaey til hafnar sendi Slökkvilið Fjarðabyggðar slökkviliðsmenn til móts við skipin um borð í hafnsögubátnum Vetti. Þeir voru með hitamyndavél og hún sýndi að líklegast væri enginn eldur um borð í Vestmannaey en mikill hiti væri í vélarúminu. Það var svo opnað við bryggju í nótt og sannaðist að eldurinn var kulnaður. Í lok greinarinnar á vef Síldarvinnslunnar færir Birgir áhöfn Bergeyjar, Landhelgisgæslunni, Slökkviliði Fjarðabyggðar og áhöfninni á Vetti þakkir fyrir aðstoðina. Hann segir vélar skipsins hafa orðið fyrir miklu tjóni og nú verið farið að huga að viðgerð.
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Tengdar fréttir Vestmannaey kominn til hafnar eftir bruna um borð Ísfiskstogarinn Vestmanney VE er kominn til hafnar í Neskaupstað en eldur kom upp í vélarrúmi skipsins síðdegis í gær. Togarinn var á leið til löndunar í Neskaupstað með fullfermi. 28. október 2021 06:58 Togari dreginn til hafnar vegna elds í vélarrými Eldur kom upp í vélarrými ísfiskstogarans Vestmannaey síðdegis í dag. Togarinn var á leið til löndunar í Neskaupstað með fullfermi. Enginn áhafnarmeðlimur slasaðist. 27. október 2021 23:01 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Vestmannaey kominn til hafnar eftir bruna um borð Ísfiskstogarinn Vestmanney VE er kominn til hafnar í Neskaupstað en eldur kom upp í vélarrúmi skipsins síðdegis í gær. Togarinn var á leið til löndunar í Neskaupstað með fullfermi. 28. október 2021 06:58
Togari dreginn til hafnar vegna elds í vélarrými Eldur kom upp í vélarrými ísfiskstogarans Vestmannaey síðdegis í dag. Togarinn var á leið til löndunar í Neskaupstað með fullfermi. Enginn áhafnarmeðlimur slasaðist. 27. október 2021 23:01