Íslandsbanki hagnaðist um 7,6 milljarða Eiður Þór Árnason skrifar 28. október 2021 17:37 Íslandsbanki birti uppgjör sitt í dag. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi og hefur afkoma bankans ekki verið betri í fimm ár. Til samanburðar hagnaðist Íslandsbanki um 3,4 milljarða á sama tíma í fyrra. Arðsemi eiginfjár var 15,7% á ársgrundvelli í lok september og er það bæði yfir fjárhagslegum markmiðum bankans og spám greiningaraðila. Hreinar vaxtatekjur hækkuðu úr 8,3 í 8,8 milljarða króna milli ára. Hækkunin á milli ára er tilkomin vegna stækkunar á lánasafni bankans. Íslandsbanki birti fjárhagsuppgjör sitt í dag en bankinn hagnaðist um 9,0 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að hreinar þóknanatekjur hafi aukist um 20% á milli ára og námu samtals 3,4 milljörðum á þriðja ársfjórðungi 2021. Eignastýring, fjárfestingarbanki og verðbréfaviðskipti leiddu hækkunina. Jákvæð virðisrýrnun Kostnaðarhlutfall bankans lækkaði á milli ára og fór úr 46,7% í fyrra í 39,4% í lok síðast ársfjórðungs. Var það aðallega vegna sterkrar rekstrarafkomu og hagkvæmari reksturs, að sögn stjórnenda. Eigið fé bankans nam 197 milljörðum króna í lok september og heildareiginfjárhlutfall bankans var 24,7%, að hagnaði fjórðungsins meðtöldum, samanborið við 23,0% í árslok 2020. Virðisrýrnun var jákvæð á þriðja ársfjórðungi um 1,8 milljarð króna og skýrist helst af batnandi útliti í ferðaþjónustu og lækkaðri virðisrýrnun á lánum til einstaklinga vegna uppfærðs áhættumatslíkans. Bjartari horfur í ferðaþjónustu Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir að bætt afkoma frá fyrra ári skýrist helst af jákvæðri virðisrýrnun en undirliggjandi rekstur sé einnig gríðarsterkur. Viðsnúningur virðisrýrnunar sé tilkominn vegna bjartari horfa í ferðaþjónustu og er hrein virðisbreyting útlána til viðskiptavina áfram á réttri leið. „Kostnaðarhlutfall var 39,4% sem er undir markmiðum bankans og er tilkomið vegna góðrar tekjumyndunar og hagræðingaraðgerða á undanförnum misserum. Með þessari frammistöðu er Íslandsbanki á góðri leið með að ná 10% arðsemi á ársgrundvelli til lengri tíma litið. Þar að auki var útgáfa víkjandi skuldabréfs að upphæð 750m. kr. sænskra króna á fjórðungnum liður í þeirri vegferð að besta samsetningu efnahagsreiknings bankans,“ segir Birna í tilkynningu. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka.Vísir/Egill Útlán til viðskiptavina drógust saman um 0,8% á fjórðungnum og voru 1.081 milljarðar króna í lok september þar sem aukning í fasteignalánum hefur dregist saman í kjölfar vaxtahækkana Seðlabanka Íslands. Útlán til viðskiptavina hafa aukist um 7,4% frá árslokum, aðallega vegna umsvifa í húsnæðislánum auk þess sem vöxtur var í lánum til fyrirtækja. Innlán frá viðskiptavinum drógust saman um 11 milljarða á þriðja ársfjórðungi sem skýrist af uppgjöri vegna sölu bankans. Innlán frá viðskiptavinum hafa aukist um 75 milljarða króna frá árslokum. Brátt búin að uppfæra öll grunnkerfi bankans Að sögn Birnu var notkun stafrænna lausna á þriðja ársfjórðungi meiri en nokkru sinni fyrr. Þá hafi bankinn tekið þátt í útgáfu grænna/blárra skuldabréfa Brims og samfélags skuldabréfs Grunnstoðar, dótturfyrirtækis Háskólans í Reykjavík. „Innleiðing nýs lánakerfis gengur vel og samkvæmt áætlun er stefnt að því að innleiðingu verði lokið fyrir áramót. Þá mun bankinn hafa lokið uppfærslu á öllum grunnkerfum bankans sem gerir okkur enn betur í stakk búin að þjónusta viðskiptavini okkar með stafrænum hætti.“ Íslenskir bankar Tengdar fréttir Útlit fyrir 7,6 milljarða hagnað Íslandsbanka á síðasta ársfjórðungi Drög að uppgjöri Íslandsbanka fyrir þriðja ársfjórðung benda til að hagnaður hafi numið 7,6 milljörðum króna og arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli verið 15,7%. 12. október 2021 09:44 Áframhaldandi uppsagnir hjá bönkunum Stóru bankarnir þrír sögðu samanlagt upp 39 manns í september. Landsbankinn sagði upp níu starfsmönnum og Arion banki sex í fyrradag. 1. október 2021 11:17 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Arðsemi eiginfjár var 15,7% á ársgrundvelli í lok september og er það bæði yfir fjárhagslegum markmiðum bankans og spám greiningaraðila. Hreinar vaxtatekjur hækkuðu úr 8,3 í 8,8 milljarða króna milli ára. Hækkunin á milli ára er tilkomin vegna stækkunar á lánasafni bankans. Íslandsbanki birti fjárhagsuppgjör sitt í dag en bankinn hagnaðist um 9,0 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að hreinar þóknanatekjur hafi aukist um 20% á milli ára og námu samtals 3,4 milljörðum á þriðja ársfjórðungi 2021. Eignastýring, fjárfestingarbanki og verðbréfaviðskipti leiddu hækkunina. Jákvæð virðisrýrnun Kostnaðarhlutfall bankans lækkaði á milli ára og fór úr 46,7% í fyrra í 39,4% í lok síðast ársfjórðungs. Var það aðallega vegna sterkrar rekstrarafkomu og hagkvæmari reksturs, að sögn stjórnenda. Eigið fé bankans nam 197 milljörðum króna í lok september og heildareiginfjárhlutfall bankans var 24,7%, að hagnaði fjórðungsins meðtöldum, samanborið við 23,0% í árslok 2020. Virðisrýrnun var jákvæð á þriðja ársfjórðungi um 1,8 milljarð króna og skýrist helst af batnandi útliti í ferðaþjónustu og lækkaðri virðisrýrnun á lánum til einstaklinga vegna uppfærðs áhættumatslíkans. Bjartari horfur í ferðaþjónustu Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir að bætt afkoma frá fyrra ári skýrist helst af jákvæðri virðisrýrnun en undirliggjandi rekstur sé einnig gríðarsterkur. Viðsnúningur virðisrýrnunar sé tilkominn vegna bjartari horfa í ferðaþjónustu og er hrein virðisbreyting útlána til viðskiptavina áfram á réttri leið. „Kostnaðarhlutfall var 39,4% sem er undir markmiðum bankans og er tilkomið vegna góðrar tekjumyndunar og hagræðingaraðgerða á undanförnum misserum. Með þessari frammistöðu er Íslandsbanki á góðri leið með að ná 10% arðsemi á ársgrundvelli til lengri tíma litið. Þar að auki var útgáfa víkjandi skuldabréfs að upphæð 750m. kr. sænskra króna á fjórðungnum liður í þeirri vegferð að besta samsetningu efnahagsreiknings bankans,“ segir Birna í tilkynningu. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka.Vísir/Egill Útlán til viðskiptavina drógust saman um 0,8% á fjórðungnum og voru 1.081 milljarðar króna í lok september þar sem aukning í fasteignalánum hefur dregist saman í kjölfar vaxtahækkana Seðlabanka Íslands. Útlán til viðskiptavina hafa aukist um 7,4% frá árslokum, aðallega vegna umsvifa í húsnæðislánum auk þess sem vöxtur var í lánum til fyrirtækja. Innlán frá viðskiptavinum drógust saman um 11 milljarða á þriðja ársfjórðungi sem skýrist af uppgjöri vegna sölu bankans. Innlán frá viðskiptavinum hafa aukist um 75 milljarða króna frá árslokum. Brátt búin að uppfæra öll grunnkerfi bankans Að sögn Birnu var notkun stafrænna lausna á þriðja ársfjórðungi meiri en nokkru sinni fyrr. Þá hafi bankinn tekið þátt í útgáfu grænna/blárra skuldabréfa Brims og samfélags skuldabréfs Grunnstoðar, dótturfyrirtækis Háskólans í Reykjavík. „Innleiðing nýs lánakerfis gengur vel og samkvæmt áætlun er stefnt að því að innleiðingu verði lokið fyrir áramót. Þá mun bankinn hafa lokið uppfærslu á öllum grunnkerfum bankans sem gerir okkur enn betur í stakk búin að þjónusta viðskiptavini okkar með stafrænum hætti.“
Íslenskir bankar Tengdar fréttir Útlit fyrir 7,6 milljarða hagnað Íslandsbanka á síðasta ársfjórðungi Drög að uppgjöri Íslandsbanka fyrir þriðja ársfjórðung benda til að hagnaður hafi numið 7,6 milljörðum króna og arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli verið 15,7%. 12. október 2021 09:44 Áframhaldandi uppsagnir hjá bönkunum Stóru bankarnir þrír sögðu samanlagt upp 39 manns í september. Landsbankinn sagði upp níu starfsmönnum og Arion banki sex í fyrradag. 1. október 2021 11:17 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Útlit fyrir 7,6 milljarða hagnað Íslandsbanka á síðasta ársfjórðungi Drög að uppgjöri Íslandsbanka fyrir þriðja ársfjórðung benda til að hagnaður hafi numið 7,6 milljörðum króna og arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli verið 15,7%. 12. október 2021 09:44
Áframhaldandi uppsagnir hjá bönkunum Stóru bankarnir þrír sögðu samanlagt upp 39 manns í september. Landsbankinn sagði upp níu starfsmönnum og Arion banki sex í fyrradag. 1. október 2021 11:17