Sport

Yfirmaður NFL hefur fengið 16,5 milljarða í laun síðustu tvö árin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roger Goodell bregður á leik í samtali við dómarana í Super Bowl leiknum.
Roger Goodell bregður á leik í samtali við dómarana í Super Bowl leiknum. Getty/Ronald Martinez

Það er óhætt að segja að yfirmaður NFL-deildarinnar sé að fá ágætis laun fyrir að sinna sínu starfi.

Bandarískir fjölmiðilinn New York Times greinir frá því að Roger Goodell, yfirmaður NFL, hafi fengið næstum því 128 milljónir Bandaríkjadala í heildarlaun frá NFL undanfarin tvö ár. Það eru 16,5 milljarðar í íslenskum krónum.

Goodell var að fá þennan pening í formi fastra launa plús bónusa og annarra fríðinda tengdum starfi sínu.

Goodell hefur staðið í ströngu við gerð samninga við leikmannasamtök deildarinnar sem og að við gerð hagstæðra sjónvarpsréttasamninga.

Samkvæmt frétt New York Times voru launin hans Roger Goodell aðeins tíu prósent af heildarlaunum hans því hann var að fá níutíu prósent í gegnum bónusa og annað tengt því að klára fyrrnefnda samninga.

Leikmannasamtökin gengu frá sínum nýja samningi í mars 2020 en það munaði þó ekki miklu að þeir yrði felldir. 1019 sögðu já en 959 nei. Samningur sá er út 2030 tímabilið.

Í þessum samning var samið um einn leik í viðbót á tímabilinu en tímabilið í ár er fyrsta tímabilið með sautján leikjum á lið.

Í mars á þessu ár var síðan gengið frá sjónvarpssamningum við ESPN/ABC, Fox, CBS, NBC, Amazon og NFL Network en þeir gilda út 2033 tímabilið og gefa NFL-deildinni samtals yfir hundrað milljarða Bandaríkjadala sem er rosaleg upphæð.

Goodell var kosinn yfirmaður NFL-deildarinnar árið 2006 og tók við af Paul Tagliabue. Hann skrifaði undir nýjan fimm ára samning árið 2017.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×