Innlent

Skoða þarf metorkudrykkjaneyslu íslenskra ungmenna

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir met ungmenna í orkudrykkjaneyslu vafasamt met. 
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir met ungmenna í orkudrykkjaneyslu vafasamt met.  Vísir/Vilhelm

Heilbrigðisráðherra segir met íslenskra ungmenna í  orkudrykkjaneyslu áhyggjuefni. Ráðherrann hyggst ræða málið við landlækni.

Ný rannsókn sýnir að orkudrykkjaneysla íslenskra ungmenna er töluvert meiri en sést hefur í erlendum rannsóknum. Þannig neytir helmingur framhaldsskólanema hér á landi orkudrykkja og 10-20% drekka þá daglega.

Matvælastofnun, sem stóð að rannsókninni, vill að það verði skoðað að takmarka aðgengi ungmenna að drykkjunum.

Ofneysla orkudrykkja hefur meðal annars verið tengd við svefnleysi, kvíða og tannskemmdir. Vísir/Getty

Í fréttum okkar í gær sagði læknir langtímaáhrifin af neyslu ungmenna á orkudrykkjum, sem innihalda koffín, áhyggjuefni. Blóðþrýstingur þeirra hækki og mikil neysla orkudrykkja um langa hríð valdi skaða á æðakerfinu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra telur mikilvægt að málið skoðað vel.

„Þetta er auðvitað alvarlegt að það skuli vera svona mikil neysla á Íslandi. Við erum að að sjá samanburðartölur frá öðrum löndum og nágrannalöndum að við erum með sko vafasamt met hér á Íslandi í þessum efnum. Þannig að ég held að þetta sé eitthvað sem þurfi að skoða,“ segir Svandís.

„Þetta er auðvitað heilmikið inngrip í litla krakka og unglinga að nota mikið af koffíni það liggur algjörlega fyrir. Þannig að ég held að þetta sé eitthvað sem þarf að skoða. Þannig að ég mun ræða þetta við landlækni.“


Tengdar fréttir

Börn þurft að leita á bráða­mót­töku eftir neyslu orku­drykkja

Börn hafa þurft að leita á bráðamóttöku eftir neyslu orkudrykkja en íslensk börn drekka meira af þeim en jafnaldrar annars staðar. Sérfræðingur í eiturefnafræði segir langtímaneyslu ungmenna á orkudrykkjum áhyggjuefni þar sem efnin í þeim hækka meðal annars blóðþrýsting og skaða æðakerfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×