Bjarki: Það eru ótal leikmenn á lausu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2021 22:48 Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórsara, var svekktur með tap sinna manna í kvöld. Vísir/Vilhelm Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs Akureyri, var sáttur við liðsframlagið í dag þrátt fyrir stórt stap gegn Stjörnunni í leik sem fram fór á Akureyri fyrr í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en gestirnir stungu af í fjórða leikhluta og endaði leikurinn með 68-94 sigri gestanna. Fannst Bjarka úrslitin gefa ranga mynd af leiknum? „Nei nei við vorum bara að spila við hörkulið og þeir áttu miklu meira bensín en við í lokin og það er það sem kannski fór með okkur, við erum að keyra þetta mikið á sömu mönnum.” Stjörnumenn voru lítið að hitta úr opnum skotum, sérstaklega fyrir utan, í fyrri hálfleik og segir Bjarki það hafi verið útslagið þegar þessir boltar fóru að detta ofan í seinni hálfleik. „Já þeir auðvitað fóru að svínhitta, þeir hittu ekki neitt í fyrri hálfleik og það auðvitað hjálpaði okkur. Við skorum 34 stig í fyrri hálfleik, við skorum 34 stig í seinni hálfleik, og það vantar bara smá svona sóknarpunch í okkur.” Greint var frá því í dag á vefsíðunni Akureyri.net að tveir erlendir leikmenn Þórs, þeir Jordan Connors og Jonathan Lawton, séu á heimleið og spili ekki meira með félaginu þar sem þeir eru báðir meiddir í einn til tvö mánuði og þurfa Þórsarar liðsstyrk fyrr en heldur en það. Bjarki segir leitina að nýjum leikmönnum ekki ganga neitt alltof vel en er þó bjarstsýnn á að finna leikmenn í þessar stöður. „Jú jú, það eru auðvitað ótal leikmenn á lausu og svona og við erum bara að skoða okkar möguleika en ég held að það sé ekki aðalatriðið núna, aðalatriðið er bara að fókusa á þessa 12 sem voru hér í hóp og ég er rosalega stoltur af þeim, þeir lögðu allt sitt í leikinn og gáfu allt í þetta og það er bara frábært.” Varnarleikurinn virkaði oft Vel hjá Þór en fjaraði aðeins undan þegar skotin fóru að detta meira hjá Stjörnunni í seinni hálfleik. „Bara ágætur, við vorum að taka líka smá áhættur á að hver myndi hitta og hver myndi ekki hitta eins og við gerum nú stundum og það var að ganga til að byrja með en svo bara til dæmis fór Gunni að svínhitta og kláraði þetta bara fyrir þá.” David Gabrovsek var rosalegur undir körfunni hjá Stjörnunni og endaði með 20 stig og 11 fráköst þrátt fyrir að spila aðeins í 21. mínútu. Var ekkert hægt að ráða betur við hann? „Jú hugsanlega, við hefðum getað farið að tvöfalda meira kannski á hann en við gerðum en hann er samt að skora mikið svona eftir sóknarfráköst. Mér fannst Baldur bara standa sig ágætlega á honum en aðrir áttu eiginlega bara ekki roð í hann svo við þurftum að nota Baldur mikið á hann.” „Að sjálfsöfðu, ég var mjög stoltur bara með frammistöðuna þannig séð, hvað leikmenn lögðu sig fram, við höfum átt betri leiki og munum eiga betri leiki en þetta er líka bara hluti af því að vaxa og stækka sem leikmenn og lið”, sagði Bjarki að lokum, stoltur af sínu liði. Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Sjá meira
Fannst Bjarka úrslitin gefa ranga mynd af leiknum? „Nei nei við vorum bara að spila við hörkulið og þeir áttu miklu meira bensín en við í lokin og það er það sem kannski fór með okkur, við erum að keyra þetta mikið á sömu mönnum.” Stjörnumenn voru lítið að hitta úr opnum skotum, sérstaklega fyrir utan, í fyrri hálfleik og segir Bjarki það hafi verið útslagið þegar þessir boltar fóru að detta ofan í seinni hálfleik. „Já þeir auðvitað fóru að svínhitta, þeir hittu ekki neitt í fyrri hálfleik og það auðvitað hjálpaði okkur. Við skorum 34 stig í fyrri hálfleik, við skorum 34 stig í seinni hálfleik, og það vantar bara smá svona sóknarpunch í okkur.” Greint var frá því í dag á vefsíðunni Akureyri.net að tveir erlendir leikmenn Þórs, þeir Jordan Connors og Jonathan Lawton, séu á heimleið og spili ekki meira með félaginu þar sem þeir eru báðir meiddir í einn til tvö mánuði og þurfa Þórsarar liðsstyrk fyrr en heldur en það. Bjarki segir leitina að nýjum leikmönnum ekki ganga neitt alltof vel en er þó bjarstsýnn á að finna leikmenn í þessar stöður. „Jú jú, það eru auðvitað ótal leikmenn á lausu og svona og við erum bara að skoða okkar möguleika en ég held að það sé ekki aðalatriðið núna, aðalatriðið er bara að fókusa á þessa 12 sem voru hér í hóp og ég er rosalega stoltur af þeim, þeir lögðu allt sitt í leikinn og gáfu allt í þetta og það er bara frábært.” Varnarleikurinn virkaði oft Vel hjá Þór en fjaraði aðeins undan þegar skotin fóru að detta meira hjá Stjörnunni í seinni hálfleik. „Bara ágætur, við vorum að taka líka smá áhættur á að hver myndi hitta og hver myndi ekki hitta eins og við gerum nú stundum og það var að ganga til að byrja með en svo bara til dæmis fór Gunni að svínhitta og kláraði þetta bara fyrir þá.” David Gabrovsek var rosalegur undir körfunni hjá Stjörnunni og endaði með 20 stig og 11 fráköst þrátt fyrir að spila aðeins í 21. mínútu. Var ekkert hægt að ráða betur við hann? „Jú hugsanlega, við hefðum getað farið að tvöfalda meira kannski á hann en við gerðum en hann er samt að skora mikið svona eftir sóknarfráköst. Mér fannst Baldur bara standa sig ágætlega á honum en aðrir áttu eiginlega bara ekki roð í hann svo við þurftum að nota Baldur mikið á hann.” „Að sjálfsöfðu, ég var mjög stoltur bara með frammistöðuna þannig séð, hvað leikmenn lögðu sig fram, við höfum átt betri leiki og munum eiga betri leiki en þetta er líka bara hluti af því að vaxa og stækka sem leikmenn og lið”, sagði Bjarki að lokum, stoltur af sínu liði.
Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Sjá meira