„Er að byggja feril sinn upp á nýtt sem tilvonandi atvinnumaður ef hann heldur rétt á spilunum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2021 23:31 Þórir Guðmundur skýst á milli tveggja varnarmanna Njarðvíkur. Vísir/Bára Dröfn Frammistaða Þóris Guðmundar Þorbjarnarsonar – eða Tóta Túrbó eins og hann er kallaður í Vesturbænum – í sigri KR á Njarðvík var til umræðu í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Þórir Guðmundur skoraði 19 stig ásamt því að taka átta fráköst. Var hann með 25 framlagsstig í leik sem KR varð einfaldlega að vinna. Ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni þáttastjórnanda Körfuboltakvölds voru þeir Darri Freyr Atlason og Matthías Sigurðsson með honum í setti. Darri Freyr þjálfaði Þóri Guðmund á síðustu leiktíð og Matthías lék með honum en Þórir var þá að snúa heim eftir fjögur ár í bandaríska háskólaboltanum þar sem hann lék með Nebraska. „Það sem gerðist á þessum tíma (hjá Nebraska) er að hann settist í hlutverk sem eru svona skilyrtari. Þar sem hann er að gera einfaldari hluti og með mjög sérhæft hlutverk. Þú getur ekki beðið Þóri um að gera það í íslensku deildinni, hann er bara of góður. Þú verður að biðja um meira frá honum,“ sagði Darri Freyr og hélt áfram. „Þú vilt að hann sé á boltanum í „pick and roll,“ vilt að hann sé að „slash-a“ á hálfum velli og svo framvegis. Mér finnst hann núna vera að finna þennan takt aftur. Það var kannski búið að þröngva honum í aðeins of lítið eða sérhæft hlutverk hjá Nebraska og hann er aðeins að brjótast út úr þessu.“ Þórir Guðmundur í baráttunni undir körfunni í leik KR og Njarðvíkur.Vísir/Bára Dröfn „Ég held að hann muni bara verða betri. Búið að vera tala eins og hann hafi verið dapur fyrstu fjóra leikina, ég er bara ekkert svo sammála því. Maður tekur eftir því ef hann klikkar á tveimur þristum en á heildina litið myndi ég segja að hann sé búinn að vera á pari og held að hann geti orðið töluvert betri,“ sagði Matthías um fyrrum liðsfélaga sinn. „Ég held það taki mislangan tíma fyrir menn að brjótast út úr ramma eins og hann var í fjögur ár hjá risastórum skóla. Þetta er það stórt batterí og mikið undir í hverjum einasta leik. Það er bara eðlilegt að hann taki sér aðeins lengri tíma. Mér finnst hann búinn að gera það vel. Virðist ekkert fá á hann að eiga upp og niður leiki, hægt og rólega finnst mér hann vera að finna sig í sínu eigin skinni í þessum opna og að einhverju leyti villta íslenska leik,“ sagði bætti hann svo við. „Það má hrósa honum fyrir hvernig hann er að díla við tilfinningar sem fylgja þessu líka. Skrítið að koma frá þjálfara sem var síðast í NBA-deildinni og svo er einhver unglingur sem tekur á móti þér í KR heimilinu og ætlar að fara segja þér hvað þú átt að gera. Hann hefur tekið þessu af miklu æðruleysi og er að byggja ferilinn sinn upp á nýtt sem tilvonandi atvinnumaður ef hann heldur rétt á spilunum,“ sagði Darri Freyr að endingu. Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Þóri Guðmund [Tóta Túrbó] Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld KR Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
Þórir Guðmundur skoraði 19 stig ásamt því að taka átta fráköst. Var hann með 25 framlagsstig í leik sem KR varð einfaldlega að vinna. Ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni þáttastjórnanda Körfuboltakvölds voru þeir Darri Freyr Atlason og Matthías Sigurðsson með honum í setti. Darri Freyr þjálfaði Þóri Guðmund á síðustu leiktíð og Matthías lék með honum en Þórir var þá að snúa heim eftir fjögur ár í bandaríska háskólaboltanum þar sem hann lék með Nebraska. „Það sem gerðist á þessum tíma (hjá Nebraska) er að hann settist í hlutverk sem eru svona skilyrtari. Þar sem hann er að gera einfaldari hluti og með mjög sérhæft hlutverk. Þú getur ekki beðið Þóri um að gera það í íslensku deildinni, hann er bara of góður. Þú verður að biðja um meira frá honum,“ sagði Darri Freyr og hélt áfram. „Þú vilt að hann sé á boltanum í „pick and roll,“ vilt að hann sé að „slash-a“ á hálfum velli og svo framvegis. Mér finnst hann núna vera að finna þennan takt aftur. Það var kannski búið að þröngva honum í aðeins of lítið eða sérhæft hlutverk hjá Nebraska og hann er aðeins að brjótast út úr þessu.“ Þórir Guðmundur í baráttunni undir körfunni í leik KR og Njarðvíkur.Vísir/Bára Dröfn „Ég held að hann muni bara verða betri. Búið að vera tala eins og hann hafi verið dapur fyrstu fjóra leikina, ég er bara ekkert svo sammála því. Maður tekur eftir því ef hann klikkar á tveimur þristum en á heildina litið myndi ég segja að hann sé búinn að vera á pari og held að hann geti orðið töluvert betri,“ sagði Matthías um fyrrum liðsfélaga sinn. „Ég held það taki mislangan tíma fyrir menn að brjótast út úr ramma eins og hann var í fjögur ár hjá risastórum skóla. Þetta er það stórt batterí og mikið undir í hverjum einasta leik. Það er bara eðlilegt að hann taki sér aðeins lengri tíma. Mér finnst hann búinn að gera það vel. Virðist ekkert fá á hann að eiga upp og niður leiki, hægt og rólega finnst mér hann vera að finna sig í sínu eigin skinni í þessum opna og að einhverju leyti villta íslenska leik,“ sagði bætti hann svo við. „Það má hrósa honum fyrir hvernig hann er að díla við tilfinningar sem fylgja þessu líka. Skrítið að koma frá þjálfara sem var síðast í NBA-deildinni og svo er einhver unglingur sem tekur á móti þér í KR heimilinu og ætlar að fara segja þér hvað þú átt að gera. Hann hefur tekið þessu af miklu æðruleysi og er að byggja ferilinn sinn upp á nýtt sem tilvonandi atvinnumaður ef hann heldur rétt á spilunum,“ sagði Darri Freyr að endingu. Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Þóri Guðmund [Tóta Túrbó]
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld KR Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira