Eiki hljóðmaður: „Viskan leynir sér ekki, þetta er eins og hákarl á rúgbrauð“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2021 09:00 Eiki hljóðmaður og svipurinn frægi. Stöð 2 Sport „Spurning frá Eika hljóðmanni,“ er orðin fastur liður í Körfuboltakvöldi en að þessu sinni spurði Eiki þá Darra Frey Atlason og Matthías Sigurðsson út í lottóið er kemur að erlendum leikmennum og hvaða lið hefði unnið. Eiríkur Hilmarsson, betur þekktur sem Eiki hljóðmaður, hefur miklar skoðanir á íslenskum körfubolta og hefur verið duglegur að láta í sér heyra í gegnum árin. Nú loks er hann kominn í sjónvörp landsmanna en þriðja þáttinn í röð fékk hann að spyrja sérfræðinga Körfuboltakvölds út í eitthvað sem honum lá á hjarta. „Ég er alltaf smá stressaður þegar við ætlum að fá spurningar fá Eika hljóðmanni, ég veit ekkert hvað hann ætlar að spyrja okkur um. Hann planar þær stundum, þriðja spurningin í þriðja þættinum í röð. Yfir til þín Eiki,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi í upphafi innslagsins sem má sjá hér að neðan. „Ég er með eina spurningu: Hvaða lið í deildinni fengu bingó í Kana-bingóinu og hvaða lið fengu bingó í Bosman-bingóinu? Fá að vita það,“ sagði Eiki hljóðmaður ákveðinn er hann var að gera og græja fyrir leik KR og Njarðvíkur á föstudaginn var. Klippa: Körfuboltakvöld: Eiki hljóðmaður „Ég myndi segja að svarið við báðum spurningum er Þór Þorlákshöfn í Daníel Mortensen og Glynn Watson. Góða við Watson er að hann getur farið í bæði hlutverk, vera stjórnandi og svo að vera með alla athyglina á sér. Mortensen er svo bara frábær,“ sagði Matthías. „Ég elska Ivan (Aurrecoechea Alcolado, leikmann Grindavíkur), hann er svona gæi sem býr bara til sigra. (David) Okeke væri hinn sem ég myndi nefna í þessum Bosman-flokki. Svo er ég spenntur fyrir (Javon Anthony) Bess í Tindastól. Var ekki spenntur fyrst þegar ég sá hann en hann er mjög skilvirkur í allri sinni framkvæmd,“ sagði Darri Freyr. „Ég er sammála þér með Bess. Þessi stallur sem hann hefur farið á, að spila undirbúningsleiki í NBA-deildinni segir ýmislegt um gæðaflokkinn,“ bætti Kjartan Atli við áður en Eiki sagði skoðun sína. „Jájá, þetta er náttúrulega ykkar skoðun, en viskan leynir sér ekki, þetta er eins og hákarl á rúgbrauð,“ sagði Eiki hljóðmaður en til að heyra allt svar hans þarf einfaldlega að kíkja í spilarann hér að ofan. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Eiríkur Hilmarsson, betur þekktur sem Eiki hljóðmaður, hefur miklar skoðanir á íslenskum körfubolta og hefur verið duglegur að láta í sér heyra í gegnum árin. Nú loks er hann kominn í sjónvörp landsmanna en þriðja þáttinn í röð fékk hann að spyrja sérfræðinga Körfuboltakvölds út í eitthvað sem honum lá á hjarta. „Ég er alltaf smá stressaður þegar við ætlum að fá spurningar fá Eika hljóðmanni, ég veit ekkert hvað hann ætlar að spyrja okkur um. Hann planar þær stundum, þriðja spurningin í þriðja þættinum í röð. Yfir til þín Eiki,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi í upphafi innslagsins sem má sjá hér að neðan. „Ég er með eina spurningu: Hvaða lið í deildinni fengu bingó í Kana-bingóinu og hvaða lið fengu bingó í Bosman-bingóinu? Fá að vita það,“ sagði Eiki hljóðmaður ákveðinn er hann var að gera og græja fyrir leik KR og Njarðvíkur á föstudaginn var. Klippa: Körfuboltakvöld: Eiki hljóðmaður „Ég myndi segja að svarið við báðum spurningum er Þór Þorlákshöfn í Daníel Mortensen og Glynn Watson. Góða við Watson er að hann getur farið í bæði hlutverk, vera stjórnandi og svo að vera með alla athyglina á sér. Mortensen er svo bara frábær,“ sagði Matthías. „Ég elska Ivan (Aurrecoechea Alcolado, leikmann Grindavíkur), hann er svona gæi sem býr bara til sigra. (David) Okeke væri hinn sem ég myndi nefna í þessum Bosman-flokki. Svo er ég spenntur fyrir (Javon Anthony) Bess í Tindastól. Var ekki spenntur fyrst þegar ég sá hann en hann er mjög skilvirkur í allri sinni framkvæmd,“ sagði Darri Freyr. „Ég er sammála þér með Bess. Þessi stallur sem hann hefur farið á, að spila undirbúningsleiki í NBA-deildinni segir ýmislegt um gæðaflokkinn,“ bætti Kjartan Atli við áður en Eiki sagði skoðun sína. „Jájá, þetta er náttúrulega ykkar skoðun, en viskan leynir sér ekki, þetta er eins og hákarl á rúgbrauð,“ sagði Eiki hljóðmaður en til að heyra allt svar hans þarf einfaldlega að kíkja í spilarann hér að ofan.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum