Körfubolti

Njarð­vík, Stjarnan, Fjölnir og Hamar/Þór á­fram í bikarnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fjölnir gerði sér lítið fyrir og vann Keflavík í Keflavík.
Fjölnir gerði sér lítið fyrir og vann Keflavík í Keflavík. Vísir/Bára Dröfn

Njarðvík, Stjarnan, Fjölnir og Hamar/Þór eru komin áfram í 8-liða úrslit VÍS-bikarsins í körfubolta.

Óvæntasti sigurinn kom eflaust í Keflavík þar sem Fjölnir vann þriggja stiga sigur, 74-71. Frábær byrjun gestanna úr Grafarvogi lagði grunninn að góðum sigri en liðið var sjö stigum yfir eftir fyrsta leikhluta.

Aliyah Daija Mazyck var stigahæst hjá Fjölni með 19 stig. Daniela Wallen Morillo skoraði 26 stig í liði Keflavíkur.

Njarðvík vann þægilegan 43 stiga sigur á Skallagrím í Borgarnesi, lokatölur 44-87. Heimaliðið skoraði aðeins fjögur stig í fjórða leikhluta, var það lýsandi fyrir sóknarleik liðsins sem náði aðeins flugi í fjórða leikhluta er sigur Njarðvíkur var kominn í hús.

Diane Diéné Oumou var stigahæst í liði Njarðvíkur með 26 stig ásamt því að taka 10 fráköst. Nikola Nedoroscikova skoraði 11 stig í liði Skallagríms.

Stjarnan vann sjö stiga sigur á Ármanni þökk sé stórleik Myia Nicole Starks, lokatölur 75-68. Myia Nicole skoraði 28 stig í liði Stjörnunnar ásamt því að taka fimm fráköst og gefa fimm stoðsendingar. Jónína Þórdís Karlsdóttir skoraði 22 stig í liði Ármanns.

Þá vann sameiginlegt lið Hamars frá Hveragerði og Þórs frá Þorlákshöfn frábæran sigur á Þór Akureyri, lokatölur 87-79. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×