Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Edda Guðrún Andrésdóttir segir fréttir klukkan hálf sjö.
Edda Guðrún Andrésdóttir segir fréttir klukkan hálf sjö. vísir

Maður sem smitaðist af Covid-19 á hjartadeild aðeins örfáum dögum eftir stóra aðgerð segist eiga bóluefnum líf sitt að þakka. Rætt verður við manninn í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem gagnrýnir að heimsóknir hafi verið leyfðar á deildinni.

Þá verður rætt við framkvæmdastjóra Landverndar sem hefði viljað sjá G20 ríkin taka loftslagsmálin fastari tökum en bindur vonir við frekari aðgerðir á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hófst í dag.

Konum sem leitað hafa á spítala vegna ofbeldis hefur fækkað mikið á síðustu fimmtán árum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Doktorsnemi segir niðurstöðurnar óvæntar.

Og við kíkjum á hrekkjavökuball á Hrafnistu þar sem heimilismenn klæddu sig upp í búninga í tilefni dagsins, skemmtu sér konunglega og skáluðu í eiturgrænum hrekkjavökudrykk.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×